Fjármálaráðherra sér ekki tilefni til heildarendurskoðunar stjórnarskrár Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2018 19:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill setja mörk á umfang endurskoðunar stjórnarskrárinnar. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, telur að ekki sé þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar þrátt fyrir að kveðið sé á um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar hans. Forsætisráðherra segir formenn hinna stjórnarflokkanna ekki hafa gert neinar athugasemdir við vinnu nefndar hennar um stjórnarskrármál. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks kemur fram að hún vilji halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Í því skyni ætti nefnd um málið að hefja störf í upphafi nýs þings. Engu að síður lét Bjarni bóka á fundi formanna flokkanna sem eiga sæti á Alþingi um stjórnarskrármál í byrjun október að hann teldi ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Kjarninn fjallaði fyrst um bókun fjármálaráðherra. Í fundargerð sem var nýlega birt kemur fram að fjármálaráðherra hafi látið bóka að hann teldi frekar ráð að „vinna áfram með þessi helstu ákvæði, auðlindir, umhverfi, þjóðaratkvæði og framsalsákvæði“. Hann bæri virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum en hann teldi að hópurinn væri „kominn á kaf í umræðu um atriði sem séu fyrir utan það sem hann telji þörf á að ræða“. Ekki náðist í fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.Katrín Jakobsdóttir segir vinnulag formannanefndar um stjórnarskrármál sé í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Fréttablaðið/AntonEngar athugasemdir borist frá formönnum stjórnarflokkanna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir við Vísi að hvorki Bjarni né Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hafi gert athugasemdir við vinnulag hópsins sem hún stýrir um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það vinnulag sé í samræmi við stjórnarsáttmálann. Vinnan sé á áætlun og líti svo á að hún hafi gengið vel. Segist hún þó gera sér grein fyrir því að ólík sjónarmið sé uppi á meðal fulltrúa í nefndinni um hversu miklu eigi að breyta í heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Einhverjir fulltrúar í nefndinni hafi bókað um sína sýn á það. „Ég er nú ennþá bara hóflega bjartsýn á að við náum saman um mikilvægar breytingar á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili,“ segir forsætisráðherra. Þannig segist Katrín binda vonir til þess að auðlinda- og umhverfisákvæði komist í opið samráð í janúar.Helgi Hrafn bókaði að forsenda fyrir þátttöku Pírata í vinnu formannanefndarinnar væri að heildarendurskoðun á stjórnarskránni færi fram á grundvelli fyrri vinnu, þar á meðal frumvarpi stjórnlagaráðs.Stöð 2Sendi ekki bara það í samráð sem Bjarna Ben þóknast Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, segir skoðun fjármálaráðherra ekki nýja af nálinni og að hann hafi viðrað hana allt frá því að fyrst var stungið upp á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Það sé hins vegar ekki hann heldur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem stýri vinnunni. „Ég lít svo á að forsætisráðherra stýri þessu skipi, ekki Bjarni Ben,“ segir Helgi Hrafn við Vísi. Píratar leggi áherslu á heildarendurskoðun stjórnarskrár á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs sem settar voru fram árið 2011. Sjálfsagt sé þó að skoða þær frekar og rökræða enda hafi það alltaf verið ætlunin. Forsendan fyrir þátttöku Pírata í endurskoðunarvinnunni sé sú að allar tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar fyrir almennings til samráðs. „Svo má vel vera að úr þeim rökræðum komi í ljós að eitthvað sé slæmt eða að annað þurfi að bæta en það þarf allt að vera með í því ferli. Það er aðalatriðið hjá okkur,“ segir hann. Spurður um framhald vinnu nefndarinnar í ljósi þess að formaður eins stjórnarflokkanna telji ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar segir Helgi Hrafn stöðuna nokkuð skrýtna. Hann hafi ekki séð forsætisráðherra taka undir sjónarmið fjármálaráðherra. „Á meðan ég trúi því ennþá að forsætisráðherra stefni að fullum heilindum á heildarendurskoðun er ég alveg rólegur svo lengi sem ferlið feli í sér að við tökum allt efniðp til meðferðar, óháð því hvað kemur úr því. Það þarf allt að vera með. Við getum ekki bara valið úr það Bjarna Ben þóknast,“ segir Helgi Hrafn. Á meðal atriða sem Helgi Hrafn telur nauðsynlegt að taka til umfjöllunar er hvort ákvæði um íslensku sem þjóðtunga eigi að vera í endurskoðaðri stjórnarskrá, endurskoðun ráðherraábyrgðar og tímamörk á embættissetu ráðherra. Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, telur að ekki sé þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar þrátt fyrir að kveðið sé á um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar hans. Forsætisráðherra segir formenn hinna stjórnarflokkanna ekki hafa gert neinar athugasemdir við vinnu nefndar hennar um stjórnarskrármál. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks kemur fram að hún vilji halda áfram heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Í því skyni ætti nefnd um málið að hefja störf í upphafi nýs þings. Engu að síður lét Bjarni bóka á fundi formanna flokkanna sem eiga sæti á Alþingi um stjórnarskrármál í byrjun október að hann teldi ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Kjarninn fjallaði fyrst um bókun fjármálaráðherra. Í fundargerð sem var nýlega birt kemur fram að fjármálaráðherra hafi látið bóka að hann teldi frekar ráð að „vinna áfram með þessi helstu ákvæði, auðlindir, umhverfi, þjóðaratkvæði og framsalsákvæði“. Hann bæri virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum en hann teldi að hópurinn væri „kominn á kaf í umræðu um atriði sem séu fyrir utan það sem hann telji þörf á að ræða“. Ekki náðist í fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.Katrín Jakobsdóttir segir vinnulag formannanefndar um stjórnarskrármál sé í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.Fréttablaðið/AntonEngar athugasemdir borist frá formönnum stjórnarflokkanna Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir við Vísi að hvorki Bjarni né Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hafi gert athugasemdir við vinnulag hópsins sem hún stýrir um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Það vinnulag sé í samræmi við stjórnarsáttmálann. Vinnan sé á áætlun og líti svo á að hún hafi gengið vel. Segist hún þó gera sér grein fyrir því að ólík sjónarmið sé uppi á meðal fulltrúa í nefndinni um hversu miklu eigi að breyta í heildarendurskoðun á stjórnarskránni. Einhverjir fulltrúar í nefndinni hafi bókað um sína sýn á það. „Ég er nú ennþá bara hóflega bjartsýn á að við náum saman um mikilvægar breytingar á stjórnarskránni á þessu kjörtímabili,“ segir forsætisráðherra. Þannig segist Katrín binda vonir til þess að auðlinda- og umhverfisákvæði komist í opið samráð í janúar.Helgi Hrafn bókaði að forsenda fyrir þátttöku Pírata í vinnu formannanefndarinnar væri að heildarendurskoðun á stjórnarskránni færi fram á grundvelli fyrri vinnu, þar á meðal frumvarpi stjórnlagaráðs.Stöð 2Sendi ekki bara það í samráð sem Bjarna Ben þóknast Helgi Hrafn Gunnarsson, fulltrúi Pírata í nefndinni, segir skoðun fjármálaráðherra ekki nýja af nálinni og að hann hafi viðrað hana allt frá því að fyrst var stungið upp á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Það sé hins vegar ekki hann heldur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sem stýri vinnunni. „Ég lít svo á að forsætisráðherra stýri þessu skipi, ekki Bjarni Ben,“ segir Helgi Hrafn við Vísi. Píratar leggi áherslu á heildarendurskoðun stjórnarskrár á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs sem settar voru fram árið 2011. Sjálfsagt sé þó að skoða þær frekar og rökræða enda hafi það alltaf verið ætlunin. Forsendan fyrir þátttöku Pírata í endurskoðunarvinnunni sé sú að allar tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar fyrir almennings til samráðs. „Svo má vel vera að úr þeim rökræðum komi í ljós að eitthvað sé slæmt eða að annað þurfi að bæta en það þarf allt að vera með í því ferli. Það er aðalatriðið hjá okkur,“ segir hann. Spurður um framhald vinnu nefndarinnar í ljósi þess að formaður eins stjórnarflokkanna telji ekki þörf á heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar segir Helgi Hrafn stöðuna nokkuð skrýtna. Hann hafi ekki séð forsætisráðherra taka undir sjónarmið fjármálaráðherra. „Á meðan ég trúi því ennþá að forsætisráðherra stefni að fullum heilindum á heildarendurskoðun er ég alveg rólegur svo lengi sem ferlið feli í sér að við tökum allt efniðp til meðferðar, óháð því hvað kemur úr því. Það þarf allt að vera með. Við getum ekki bara valið úr það Bjarna Ben þóknast,“ segir Helgi Hrafn. Á meðal atriða sem Helgi Hrafn telur nauðsynlegt að taka til umfjöllunar er hvort ákvæði um íslensku sem þjóðtunga eigi að vera í endurskoðaðri stjórnarskrá, endurskoðun ráðherraábyrgðar og tímamörk á embættissetu ráðherra.
Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent