Óttast að hakk hafi afhjúpað þúsund föðurlandsflóttamenn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 29. desember 2018 07:30 Eftirsótt er af mörgum íbúum Norður-Kóreu að komast suður yfir landamærin. Fréttablaðið/EPA Óttast er að gagnaleki með persónuupplýsingum nærri eitt þúsund flóttamanna frá Norður-Kóreu kunni að stofna fjölskyldum þeirra í heimalandinu í hættu. Sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu hefur staðfest að svo virðist sem tölva í endurbúsetumiðstöð hafi verið hökkuð og persónuupplýsingum 997 norðurkóreskra flóttamanna lekið. BBC greinir frá því að enginn hafi enn sem komið er lýst ábyrgð tölvuárásarinnar á hendur sér en um er að ræða fyrstu árás sinnar tegundar og af þessari stærðargráðu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa ekki persónuupplýsingar allra þeirra sem flúið hafa einræðisríkið í gegnum tíðina, oft við illan leik. Nú liggur hins vegar fyrir að upplýsingum um nafn, fæðingardag og heimilisföng 997 flóttamanna hefur verið lekið og alls óljóst hvaða áhrif það kunni að hafa. Stjórnmálaskýrendur sem BBC vísar til segja ástæðu til að hafa áhyggjur af því að lekinn kunni að stofna fjölskyldum flóttafólksins, sem enn búa í Norður-Kóreu, í hættu. Eitt sé þó ljóst að lekinn grafi undan öryggistilfinningu norðurkóreskra flóttamanna í Suður-Kóreu og kalli hugsanlega á að þeir breyti um nöfn, símanúmer og heimilisfang. Það var þann 19. desember síðastliðinn sem sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu uppgötvaði lekann og fann grunsamlegt forrit á tölvu í endurbúsetumiðstöð, eða Hana-miðstöð, í Norður-Gyeongsanghéraði. Um er að ræða ríkisstofnun sem hjálpar þúsundum flóttamanna úr norðri að aðlagast lífinu sunnan landamæranna. Tölvuöryggissérfræðingurinn Simon Choi segir í samtali við BBC að líklega sé þetta ekki í fyrsta skipti sem tölvuárás sé gerð á Hana-miðstöð. „Það er til norðurkóreskur hakkarahópur sem beinir sjónum sínum aðallega að föðurlandsflóttamönnum og við vitum að hópurinn reyndi að hakka eina slíka miðstöð í fyrra.“ Þótt böndin berist að nágrönnunum í norðri er enn of snemmt að skella skuldinni á þá. Sameiningarráðuneytið mun, ásamt lögreglu, rannsaka öryggisbrestinn og árásina og er rannsóknin á frumstigi. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira
Óttast er að gagnaleki með persónuupplýsingum nærri eitt þúsund flóttamanna frá Norður-Kóreu kunni að stofna fjölskyldum þeirra í heimalandinu í hættu. Sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu hefur staðfest að svo virðist sem tölva í endurbúsetumiðstöð hafi verið hökkuð og persónuupplýsingum 997 norðurkóreskra flóttamanna lekið. BBC greinir frá því að enginn hafi enn sem komið er lýst ábyrgð tölvuárásarinnar á hendur sér en um er að ræða fyrstu árás sinnar tegundar og af þessari stærðargráðu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa ekki persónuupplýsingar allra þeirra sem flúið hafa einræðisríkið í gegnum tíðina, oft við illan leik. Nú liggur hins vegar fyrir að upplýsingum um nafn, fæðingardag og heimilisföng 997 flóttamanna hefur verið lekið og alls óljóst hvaða áhrif það kunni að hafa. Stjórnmálaskýrendur sem BBC vísar til segja ástæðu til að hafa áhyggjur af því að lekinn kunni að stofna fjölskyldum flóttafólksins, sem enn búa í Norður-Kóreu, í hættu. Eitt sé þó ljóst að lekinn grafi undan öryggistilfinningu norðurkóreskra flóttamanna í Suður-Kóreu og kalli hugsanlega á að þeir breyti um nöfn, símanúmer og heimilisfang. Það var þann 19. desember síðastliðinn sem sameiningarráðuneyti Suður-Kóreu uppgötvaði lekann og fann grunsamlegt forrit á tölvu í endurbúsetumiðstöð, eða Hana-miðstöð, í Norður-Gyeongsanghéraði. Um er að ræða ríkisstofnun sem hjálpar þúsundum flóttamanna úr norðri að aðlagast lífinu sunnan landamæranna. Tölvuöryggissérfræðingurinn Simon Choi segir í samtali við BBC að líklega sé þetta ekki í fyrsta skipti sem tölvuárás sé gerð á Hana-miðstöð. „Það er til norðurkóreskur hakkarahópur sem beinir sjónum sínum aðallega að föðurlandsflóttamönnum og við vitum að hópurinn reyndi að hakka eina slíka miðstöð í fyrra.“ Þótt böndin berist að nágrönnunum í norðri er enn of snemmt að skella skuldinni á þá. Sameiningarráðuneytið mun, ásamt lögreglu, rannsaka öryggisbrestinn og árásina og er rannsóknin á frumstigi.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Sjá meira