Söguleg boltameðferð Tottenham á Nývangi Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. desember 2018 15:00 Harry Kane lagði upp mark Tottenham í gær. vísir/getty Tottenham komst áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gærkvöldi þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Barcelona á Nývangi en Lucas Moura skoraði markið sem skipti öllu máli í seinni hálfleik eftir undirbúning Harry Kane. Spurs þurfti að jafna úrslit Inter á móti PSV en ítalska liðið fór illa að ráði sínu á heimavelli á móti hollensku meisturunum og gerðu sömuleiðis 1-1 jafntefli þrátt fyrir að sækja nánast látlaust allan seinni hálfleikinn. Frammistaða Tottenham í Katalóníu var glæsileg en liðið fékk urmul færa, spilaði vel og hélt boltanum 51 prósent af leiktímanum á móti 49 prósentum Börsunga. Þetta gerist ekki oft. Alls ekki oft. Þetta var í fyrsta sinn í tólf ár sem lið heldur boltanum meira en Barcelona í leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en síðast var Barcelona undir í þeirri baráttu á móti Werder Bremen í desember 2006. Brimarborgarar voru þá 56 prósent með boltann en töpuðu samt, 2-0. Gracenote heldur utan um þessa tölfræði. Þökk sé marki Lucas Moura er Tottenham nú búið að skora í 16 Meistaradeildarleikjum í röð sem er jöfnun á félagsmeti en bara Paris Saint-Germain hefur skorað í fleiri leikjum í röð af öllum liðum Meistaradeildarinnar, alls 22 leikjum í röð. Barcelona vann B-riðilinn og hvíldi suma af sínum bestu mönnum í gær en liðið er nú búið að spila 29 heimaleiki í röð í Meistaradeildinni án þess að tapa sem er jöfnun á meti Bayern München sem gerði það sama á árunum 1998-2002. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Tottenham áfram eftir dramatík | Öll úrslit dagsins Tottenham er komið áfram eftir dramatík. 11. desember 2018 22:00 Fyrsti leikur Tottenham á nýja vellinum ekki fyrr en í febrúar Biðin eftir því að Tottenham spili á sínum nýja heimavelli gæti lengst enn frekar þar sem félagið á í vandræðum með að uppfylla kröfur um öryggisprófanir. 11. desember 2018 10:00 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Sjá meira
Tottenham komst áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gærkvöldi þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Barcelona á Nývangi en Lucas Moura skoraði markið sem skipti öllu máli í seinni hálfleik eftir undirbúning Harry Kane. Spurs þurfti að jafna úrslit Inter á móti PSV en ítalska liðið fór illa að ráði sínu á heimavelli á móti hollensku meisturunum og gerðu sömuleiðis 1-1 jafntefli þrátt fyrir að sækja nánast látlaust allan seinni hálfleikinn. Frammistaða Tottenham í Katalóníu var glæsileg en liðið fékk urmul færa, spilaði vel og hélt boltanum 51 prósent af leiktímanum á móti 49 prósentum Börsunga. Þetta gerist ekki oft. Alls ekki oft. Þetta var í fyrsta sinn í tólf ár sem lið heldur boltanum meira en Barcelona í leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en síðast var Barcelona undir í þeirri baráttu á móti Werder Bremen í desember 2006. Brimarborgarar voru þá 56 prósent með boltann en töpuðu samt, 2-0. Gracenote heldur utan um þessa tölfræði. Þökk sé marki Lucas Moura er Tottenham nú búið að skora í 16 Meistaradeildarleikjum í röð sem er jöfnun á félagsmeti en bara Paris Saint-Germain hefur skorað í fleiri leikjum í röð af öllum liðum Meistaradeildarinnar, alls 22 leikjum í röð. Barcelona vann B-riðilinn og hvíldi suma af sínum bestu mönnum í gær en liðið er nú búið að spila 29 heimaleiki í röð í Meistaradeildinni án þess að tapa sem er jöfnun á meti Bayern München sem gerði það sama á árunum 1998-2002.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Tottenham áfram eftir dramatík | Öll úrslit dagsins Tottenham er komið áfram eftir dramatík. 11. desember 2018 22:00 Fyrsti leikur Tottenham á nýja vellinum ekki fyrr en í febrúar Biðin eftir því að Tottenham spili á sínum nýja heimavelli gæti lengst enn frekar þar sem félagið á í vandræðum með að uppfylla kröfur um öryggisprófanir. 11. desember 2018 10:00 Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Sjá meira
Tottenham áfram eftir dramatík | Öll úrslit dagsins Tottenham er komið áfram eftir dramatík. 11. desember 2018 22:00
Fyrsti leikur Tottenham á nýja vellinum ekki fyrr en í febrúar Biðin eftir því að Tottenham spili á sínum nýja heimavelli gæti lengst enn frekar þar sem félagið á í vandræðum með að uppfylla kröfur um öryggisprófanir. 11. desember 2018 10:00