Arnór með Sané og Lewandowski í Fantasy-liði Meistaradeildarinnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. desember 2018 14:15 Arnór Sigurðsson átti stórleik í spænsku höfuðborginni í gær. vísir/getty Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu, er í Fantasy-liði vikunnar á opinberri heimasíðu Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en hann átti stórleik á móti Real Madrid á Santiago Bernabéu í gærkvöldi.Sjá einnig: Tilfinningin var ólýsanleg Skagamaðurinn ungi lagði upp fyrra mark rússneska liðsins og skoraði þriðja markið í 3-0 sigri með hnitmiðuðu skoti úr teignum en hann fékk ellefu stig fyrir frammistöðu sína og er á miðjunni í Fantasy-liði sjöttu og síðustu leikvikunnar. Hann er þar á ásamt stórstjörnum á borð við Leroy Sané, leikmanns Manchester City, og pólska markahróknum Robert Lewandowski hjá Bayern München sem fær stigi minna en íslenski landsliðsmaðurinn.Introducing the #UCLfantasy Team of the Week *Based on top point scorers pic.twitter.com/MBoR143Arm— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) December 13, 2018 Tveir aðrir leikmenn CSKA komast í Fantasy-liðið að þessu sinni þar sem að menn fá stig fyrir sigra, mörk, stoðsendingar, að halda hreinu og fleira. Það eru markvörðurinn Igor Akinfeev og varnarmaðurinn Georgi Schennikov. Arnór varð aðeins annar íslenski leikmaðurinn í sögunni sem skorar og leggur upp mark í Meistaradeildinni í þessum magnaða sigri á Bernabéu en hann var fjögurra ára gamall þegar að Eiður Smári Guðjohnsen gerði það fyrir Chelsea í Rómarborg árið 2003. Þrátt fyrir að leggja Real Madrid að velli tvívegis í riðlakeppni Meistaradeildarinnar er CSKA Moskva úr leik í Evrópu í ár. Viktor Plzen náði Evrópudeildarsætinu í riðlinum á meðan Arnór, Hörður Björgvin og félagar sátu eftir með sárt ennið. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45 Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. 13. desember 2018 06:00 Faðir Arnórs: Hélt sýningu fyrir alla fjölskylduna Pabbinn var eðlilega stoltur af stráknum. 12. desember 2018 20:40 Arnór fimmti leikjahæsti og annar markahæsti Íslendingurinn Arnór Sigurðsson er orðinn fimmti leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa þreytt frumraun sína í keppninni fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. 13. desember 2018 09:00 Arnór var fjögurra ára gamall þegar Íslendingur náði þessu síðast í Meistaradeildinni Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð í gær aðeins annar Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem bæði skorar mark og gefur stoðsendingu í sama leik í Meistaradeildinni. 13. desember 2018 12:00 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Sjá meira
Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu, er í Fantasy-liði vikunnar á opinberri heimasíðu Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en hann átti stórleik á móti Real Madrid á Santiago Bernabéu í gærkvöldi.Sjá einnig: Tilfinningin var ólýsanleg Skagamaðurinn ungi lagði upp fyrra mark rússneska liðsins og skoraði þriðja markið í 3-0 sigri með hnitmiðuðu skoti úr teignum en hann fékk ellefu stig fyrir frammistöðu sína og er á miðjunni í Fantasy-liði sjöttu og síðustu leikvikunnar. Hann er þar á ásamt stórstjörnum á borð við Leroy Sané, leikmanns Manchester City, og pólska markahróknum Robert Lewandowski hjá Bayern München sem fær stigi minna en íslenski landsliðsmaðurinn.Introducing the #UCLfantasy Team of the Week *Based on top point scorers pic.twitter.com/MBoR143Arm— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) December 13, 2018 Tveir aðrir leikmenn CSKA komast í Fantasy-liðið að þessu sinni þar sem að menn fá stig fyrir sigra, mörk, stoðsendingar, að halda hreinu og fleira. Það eru markvörðurinn Igor Akinfeev og varnarmaðurinn Georgi Schennikov. Arnór varð aðeins annar íslenski leikmaðurinn í sögunni sem skorar og leggur upp mark í Meistaradeildinni í þessum magnaða sigri á Bernabéu en hann var fjögurra ára gamall þegar að Eiður Smári Guðjohnsen gerði það fyrir Chelsea í Rómarborg árið 2003. Þrátt fyrir að leggja Real Madrid að velli tvívegis í riðlakeppni Meistaradeildarinnar er CSKA Moskva úr leik í Evrópu í ár. Viktor Plzen náði Evrópudeildarsætinu í riðlinum á meðan Arnór, Hörður Björgvin og félagar sátu eftir með sárt ennið.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45 Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. 13. desember 2018 06:00 Faðir Arnórs: Hélt sýningu fyrir alla fjölskylduna Pabbinn var eðlilega stoltur af stráknum. 12. desember 2018 20:40 Arnór fimmti leikjahæsti og annar markahæsti Íslendingurinn Arnór Sigurðsson er orðinn fimmti leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa þreytt frumraun sína í keppninni fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. 13. desember 2018 09:00 Arnór var fjögurra ára gamall þegar Íslendingur náði þessu síðast í Meistaradeildinni Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð í gær aðeins annar Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem bæði skorar mark og gefur stoðsendingu í sama leik í Meistaradeildinni. 13. desember 2018 12:00 Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Sjá meira
Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45
Tilfinningin var ólýsanleg Arnór Sigurðsson var að vonum hæstánægður með að skora í 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna. Skagamaðurinn ungi hefði þó viljað komast í Evrópudeildina eftir áramót. 13. desember 2018 06:00
Faðir Arnórs: Hélt sýningu fyrir alla fjölskylduna Pabbinn var eðlilega stoltur af stráknum. 12. desember 2018 20:40
Arnór fimmti leikjahæsti og annar markahæsti Íslendingurinn Arnór Sigurðsson er orðinn fimmti leikjahæsti Íslendingurinn í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að hafa þreytt frumraun sína í keppninni fyrir tæpum þremur mánuðum síðan. 13. desember 2018 09:00
Arnór var fjögurra ára gamall þegar Íslendingur náði þessu síðast í Meistaradeildinni Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson varð í gær aðeins annar Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar sem bæði skorar mark og gefur stoðsendingu í sama leik í Meistaradeildinni. 13. desember 2018 12:00