Þú verður að ákæra mig – afbrot var framið! Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 13. desember 2018 18:00 Opið bréf til Ríkissaksóknara, Sigríðar J. Friðjónsdóttur Sæl Sigríður, Þessa dagana bíð ég eftir og vænti þess að ákæra berist frá embætti þínu. Það er nefnilega alveg klárt að afbrot var framið og að það er um mjög alvarlegt afbrot að ræða. Einu spurningarnar eru #1 hvers eðlis afbrotið var, #2 hver framdi það og #3 hver sé fórnarlambið. Þú hefur nú þegar úrskurðað að ég sé ekki fórnarlambið og af því hlýtur að leiða að ég sé afbrotamaðurinn. Samkvæmt þínum úrskurði hlýt ég að vera sek um að hafa sakað vammlausan og saklausan mann um afbrot auk þess sem ásetningur minn er óumdeildur því ég hef haft fyrir því að draga „hann“ í gegnum tvö dómsstig auk þess að kæra hann til lögreglunnar fyrir skjalafals og brot í opinberu starfi. Fölsun á gerðarbók er fölsun á opinberum skjölum og fellur því undir refsiákvæði sem geta valdið starfsmissi, fjársektum og allt að þriggja ára fangelsi, enda gerðarbók mikilvægt plagg sem aldrei er dregið í efa NEMA hægt sé að færa sönnur á annað. Þó ég telji mig hafa fært sönnur á sekt sýslumannsfulltrúans Gauts Elvars Gunnarssonar með upptökunni sem ég lagði fram af gjörðinni þá telur þú hana ekki duga til, þó þú hafir reyndar ekki látið svo lítið að rannsaka hana hvað varðar uppruna eða hugsanlegar breytingar. En þar sem þú hefur úrskurðað gegn mér hlýt ég að draga þá ályktun að þú teljir mig seka um glæp. Glæp sem er hugsanlega alvarlegri en sá sem ég kærði Gaut Elvar fyrir. Þú hlýtur að álíta mig seka um að ljúga eiðsvarin upp á saklausan og vammlausan mann og fylgja þeim lygum eftir í gegnum tvö dómsstig og ákæru til lögreglu og að lokum áfrýjun til þín. Fyrir slíkri fádæma mannvonsku hljóta að vera ströng viðurlög, þannig að ég geri ráð fyrir, og ætlast í rauninni til, að þú ákærir mig fyrir þennan hræðilega verknað.Málvextir Þar sem að um opið bréf er að ræða verð ég að hlaupa í stuttu máli yfir málavexti en þú Sigríður getur alveg hlaupið yfir þennan kafla, enda þér vel kunnugt um efni málsins eftir bréfskipti okkar að undanförnu. Þannig er að í apríl í fyrra fór fram lokauppboð á heimili mínu. Uppboðið fór ekki fram samkvæmt lögum sem gilda um svona aðfarir þar sem að sýslumannsfulltrúinn Gautur Elvar Gunnarsson gleymdi að kalla eftir boði í eignina í svokallaðri byrjun uppboðs sem fór fram tæpum mánuði fyrr. Hvað sem okkur annars kann að finnast um svona „smáatriði“ þá eru lög um svona „smáatriði“ mjög skýr og á ábyrgð sýslumanna eða fulltrúa þeirra að rétt sé að verki staðið. Ef ekki er staðið að málum eins og lög kveða á um, er uppboðið ólöglegt. Um það er ekki deilt! Sjálfsagt var um „saklausa“ yfirsjón sýslumannsfulltrúans að ræða þegar hann gleymdi að kalla eftir fyrsta boði í eignina og hann hefði verið maður að meiri ef hann hefði bara viðurkennt hana strax. Það gerði hann hins vegar ekki, heldur bætti um betur og skráði (eða lét skrá) í gerðarbók að kallað hefði verið eftir boði og skráði jafnframt niður boð fulltrúa Arion banka sem aldrei var fram borið, enda ekki eftir því kallað. Þar með er þessi yfirsjón orðin að ásetningsbroti sem margir hafa flækst í, auk þess sem fölsun á opinberum gögnum er grafalvarlegt mál sem má alls ekki viðgangast. Við eigum upptöku af gjörðinni sem sannar okkar mál. Hún er bæði betri og mun skýrari en „Klausturupptakan“ sem enginn hefur dregið í efa. Á okkar upptöku fer ekkert á milli mál hverjir taka til máls og allt sem sagt er heyrist skýrt og greinilega. Á henni voru engin hlé gerð vegna rafmagnsleysis enda bara um tæpar 10 mínútur að ræða. Auk þess er ljóst að upphaf gerðarinnar heyrist þar sem við erum ávörpuð með nafni og að upptökunni lýkur ekki fyrr en að henni lokinni, eftir að við skrifum undir gerðarbókina til að staðfesta viðveru okkar. Upptakan hefur verið vottuð af fagmönnum hjá Stúdíó Sýrlandi. Með upptökunni töldum við okkur færa sönnur á því að rangt væri skráð í gerðarbók en því miður, hefur upptaka á því sem fram fór ekki dugað til. Héraðsdómari ásakaði okkur um að hafa sett upptökuna á svið, auk þess sem dómaranum fannst grunsamlegt að þagnir væru á upptökunni þegar enginn var að tala. Við vitum ekki hvaða hljóð hann er vanur að heyra í þögn. Hæstiréttur leit svo algjörlega fram hjá okkar vitnisburði en lagði mikið upp úr vitnisburði manns sem ekki var viðstaddur gjörðina en fullyrti engu að síður að hún hefði bara víst farið fram eins og í gerðarbókina er skráð. Einnig fannst Hæstaréttardómurum við hæfi að kvarta yfir því að „dómkvaddir matsmenn“ hefðu ekki vottað upptökuna þó einhverjir bestu fagmenn landsins hefðu gert það, en aðal „rök“ Hæstaréttar gegn okkur voru þó þau að VIÐ hefðum ekki útvegað skýrslur frá vitnum bankans þ.e. minnislausum lögfræðingi og Gauti Elvari sjálfum. Allt þetta notuðu háttvirtir Hæstaréttardómarar sem „ástæður“ til að fara gegn lögum og dæma bankanum í vil þrátt fyrir að hans eigin vitni væru ekki til í að færa fram eiðsvarinn vitnisburð um réttmæti gerðarbókar. Dómarar Hæstaréttar sáu ekki ástæðu til að nefna það eina sem skiptir máli, hvort þeir heyri kallað eftir boði í eignina eða ekki. Skömmu síðar, í janúar 2018, kærðum við Gaut Elvar til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir skjalafals og brot í opinberu starfi. LRH tók sér fram í ágúst til að rannsaka málið ekki og úrskurðaði gegn okkur með því að vitna í bullið frá Hæstarétti og vitnisburð manns sem ekki var á staðnum. Við vorum ekki kölluð fyrir, upptakan var ekki skoðuð og Gautur Elvar Gunnarsson var ekki kallaður fyrir og spurður út í málið. Það hefði t.d. verið áhugavert að heyra skýringar hans á því að fleiri en ein rithönd séu í gerðarbókinni sem hann (einn) skráði í. Við áfrýjuðum til Ríkissaksóknara enda um mjög alvarlegt mál að ræða og miklir hagsmunir í húfi fyrir okkur. Hún úrskurðaði gegn okkur. Enn einn úrskurðurinn án þess að nokkur rannsókn færi fram. Það skal skýrt tekið fram að krafa mín er fyrst og fremst sú að uppboðið sé ógilt! Rétt skal vera rétt og lög eru lög. Ég er ekki að sækjast eftir refsingu fyrir Gaut Elvar en hins vegar hefðu bæði hann og sýslumannsembættið klárlega gott af því að fara í smá naflaskoðun á viðhorfum sínum til „skjólstæðinga“ sinna og á verkferlum öllum. Af einhverjum ástæðum hefur Gautur Elvar allan tímann neitað að svara eða mæta fyrir dóm. Embættið hefur svarað fyrir hans hönd með því að vísa í gerðarbókina - sem er fölsuð, og starfsmaður þess, sem ekki var viðstaddur, hefur talið sér fært að fullyrða að allt hafi farið fram eins og þar er skráð. Það er ekki hægt að skálda svona hringavitleysu upp! Við hjónin höfum hins vegar mætt fyrir dóm og svarið eið um að segja satt og rétt frá og sönnunargagnið, upptakan, staðfestir okkar vitnisburð.Ég hlýt að vera sek og ástæða til ákæru Staðreyndin er sú Sigríður að það var framinn glæpur. Annað hvort er ég að ljúga eða Gautur er að ljúga. Annað kemur ekki til greina. Það eru ekki aðrir kostir í boði. Í báðum tilfellum er um alvarlegt afbrot að ræða sem hefur miklar og alvarlegar afleiðingar fyrir þann sem brotið er á. Ég hef ekki sérstaklega kynnt mér viðurlög þess að falsa opinber skjöl og misnota vald sitt með þeim hætti sem um ræðir, en ég get ímyndað mér að þau séu alvarleg. Vald opinberra embættismanna sem höndla með eignir og afkomu almennings er víðtækt og ábyrgð þeirra er mikil. Þeir einstaklingar sem lenda í málum þar sem afskipta opinberra aðila eins og sýslumanna er þörf, eiga ALLT undir því að þar sé rétt og heiðarlega staðið að málum og að LÖGUM sé fylgt. Það er ekkert gamanmál og á ekki að geta gerst að brotið sé á varnarlausum einstaklingum af valdhöfum þjóðfélagsins. Þannig að afleiðingarnar fyrir Gaut og jafnvel sýslumannsembættið sem hugsanlega hefur framið meinsæri með vitnisburði sínum í máli sem það gat í raun ekkert fullyrt um, gætu vel verið alvarlegar. Þar sem mikið er undir fyrir almenning að vel og rétt sé að málum staðið, treysti ég því að þitt embætti sé ekki að taka þátt í leiknum „verndum kerfið – skítt með fórnarlömb þess“ með dómstólum og LRH. Minn skaði, vegna þessa máls, er ómældur. Ég missi heimili mitt og allt lífsstarf okkar hjóna. Í peningum hleypur skaði minn á a.m.k. 50 – 60 milljónum, fyrir svo utan kostnaðinn við málaferlin sem er þó nokkur, enda hef ég líka verið dæmd til að borga kostnað bankans. Með þessu er í raun verið að dæma mig til fátæktar fyrir lífstíð. Við því væri kannski lítið að segja ef ég hefði í raun brotið eitthvað af mér og staðið væri með réttum og löglegum hætti að málum. En svo er ekki, ég braut ekki af mér, heldur er verið að brjóta á mér. Í kerfinu hefur maður gengið undir manns hönd til þess að bankinn sem braut á mér, hagnist um mörg þúsundir prósenta um leið og hann sviptir mig öllu mínu. Lái mér hver sem vill, en ég á pínulítið erfitt með að sætta mig við þetta og ef þú Sigríður, tekur þátt í þessum ljóta leik, þá ert þú persónulega ábyrg fyrir þessum skaða.Það verður að ákæra einhvern Brotið er mjög alvarlegt. Teljir þú að ég hafi brotið af mér ber þér að ákæra mig fyrir það enda með eindæmum ljótt að ljúga upp á saklausan mann til að verja eigin hagsmuni, jafnvel þó þeir séu stórir. En hafi Gautur Elvar og sýslumannsembættið brotið af sér, er að minnsta kosti um jafn alvarlegt brot að ræða sem hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fórnarlömb þeirra, mig og mína fjölskyldu. Þér ber skylda til að kanna það mál og finna út hvort okkar er að ljúga, því það er alveg klárt að annað okkar er að því, með hræðilegum afleiðingum fyrir hitt. Þetta er ekki hægt að láta kyrrt liggja eða þagga niður, það eru stórir hagsmunir undir og sannleikurinn verður að koma í ljós. Ég bíð eftir ákæru þinni. Bestu kveðjur Ásthildur Lóa ÞórsdóttirHöfundur er kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Opið bréf til Ríkissaksóknara, Sigríðar J. Friðjónsdóttur Sæl Sigríður, Þessa dagana bíð ég eftir og vænti þess að ákæra berist frá embætti þínu. Það er nefnilega alveg klárt að afbrot var framið og að það er um mjög alvarlegt afbrot að ræða. Einu spurningarnar eru #1 hvers eðlis afbrotið var, #2 hver framdi það og #3 hver sé fórnarlambið. Þú hefur nú þegar úrskurðað að ég sé ekki fórnarlambið og af því hlýtur að leiða að ég sé afbrotamaðurinn. Samkvæmt þínum úrskurði hlýt ég að vera sek um að hafa sakað vammlausan og saklausan mann um afbrot auk þess sem ásetningur minn er óumdeildur því ég hef haft fyrir því að draga „hann“ í gegnum tvö dómsstig auk þess að kæra hann til lögreglunnar fyrir skjalafals og brot í opinberu starfi. Fölsun á gerðarbók er fölsun á opinberum skjölum og fellur því undir refsiákvæði sem geta valdið starfsmissi, fjársektum og allt að þriggja ára fangelsi, enda gerðarbók mikilvægt plagg sem aldrei er dregið í efa NEMA hægt sé að færa sönnur á annað. Þó ég telji mig hafa fært sönnur á sekt sýslumannsfulltrúans Gauts Elvars Gunnarssonar með upptökunni sem ég lagði fram af gjörðinni þá telur þú hana ekki duga til, þó þú hafir reyndar ekki látið svo lítið að rannsaka hana hvað varðar uppruna eða hugsanlegar breytingar. En þar sem þú hefur úrskurðað gegn mér hlýt ég að draga þá ályktun að þú teljir mig seka um glæp. Glæp sem er hugsanlega alvarlegri en sá sem ég kærði Gaut Elvar fyrir. Þú hlýtur að álíta mig seka um að ljúga eiðsvarin upp á saklausan og vammlausan mann og fylgja þeim lygum eftir í gegnum tvö dómsstig og ákæru til lögreglu og að lokum áfrýjun til þín. Fyrir slíkri fádæma mannvonsku hljóta að vera ströng viðurlög, þannig að ég geri ráð fyrir, og ætlast í rauninni til, að þú ákærir mig fyrir þennan hræðilega verknað.Málvextir Þar sem að um opið bréf er að ræða verð ég að hlaupa í stuttu máli yfir málavexti en þú Sigríður getur alveg hlaupið yfir þennan kafla, enda þér vel kunnugt um efni málsins eftir bréfskipti okkar að undanförnu. Þannig er að í apríl í fyrra fór fram lokauppboð á heimili mínu. Uppboðið fór ekki fram samkvæmt lögum sem gilda um svona aðfarir þar sem að sýslumannsfulltrúinn Gautur Elvar Gunnarsson gleymdi að kalla eftir boði í eignina í svokallaðri byrjun uppboðs sem fór fram tæpum mánuði fyrr. Hvað sem okkur annars kann að finnast um svona „smáatriði“ þá eru lög um svona „smáatriði“ mjög skýr og á ábyrgð sýslumanna eða fulltrúa þeirra að rétt sé að verki staðið. Ef ekki er staðið að málum eins og lög kveða á um, er uppboðið ólöglegt. Um það er ekki deilt! Sjálfsagt var um „saklausa“ yfirsjón sýslumannsfulltrúans að ræða þegar hann gleymdi að kalla eftir fyrsta boði í eignina og hann hefði verið maður að meiri ef hann hefði bara viðurkennt hana strax. Það gerði hann hins vegar ekki, heldur bætti um betur og skráði (eða lét skrá) í gerðarbók að kallað hefði verið eftir boði og skráði jafnframt niður boð fulltrúa Arion banka sem aldrei var fram borið, enda ekki eftir því kallað. Þar með er þessi yfirsjón orðin að ásetningsbroti sem margir hafa flækst í, auk þess sem fölsun á opinberum gögnum er grafalvarlegt mál sem má alls ekki viðgangast. Við eigum upptöku af gjörðinni sem sannar okkar mál. Hún er bæði betri og mun skýrari en „Klausturupptakan“ sem enginn hefur dregið í efa. Á okkar upptöku fer ekkert á milli mál hverjir taka til máls og allt sem sagt er heyrist skýrt og greinilega. Á henni voru engin hlé gerð vegna rafmagnsleysis enda bara um tæpar 10 mínútur að ræða. Auk þess er ljóst að upphaf gerðarinnar heyrist þar sem við erum ávörpuð með nafni og að upptökunni lýkur ekki fyrr en að henni lokinni, eftir að við skrifum undir gerðarbókina til að staðfesta viðveru okkar. Upptakan hefur verið vottuð af fagmönnum hjá Stúdíó Sýrlandi. Með upptökunni töldum við okkur færa sönnur á því að rangt væri skráð í gerðarbók en því miður, hefur upptaka á því sem fram fór ekki dugað til. Héraðsdómari ásakaði okkur um að hafa sett upptökuna á svið, auk þess sem dómaranum fannst grunsamlegt að þagnir væru á upptökunni þegar enginn var að tala. Við vitum ekki hvaða hljóð hann er vanur að heyra í þögn. Hæstiréttur leit svo algjörlega fram hjá okkar vitnisburði en lagði mikið upp úr vitnisburði manns sem ekki var viðstaddur gjörðina en fullyrti engu að síður að hún hefði bara víst farið fram eins og í gerðarbókina er skráð. Einnig fannst Hæstaréttardómurum við hæfi að kvarta yfir því að „dómkvaddir matsmenn“ hefðu ekki vottað upptökuna þó einhverjir bestu fagmenn landsins hefðu gert það, en aðal „rök“ Hæstaréttar gegn okkur voru þó þau að VIÐ hefðum ekki útvegað skýrslur frá vitnum bankans þ.e. minnislausum lögfræðingi og Gauti Elvari sjálfum. Allt þetta notuðu háttvirtir Hæstaréttardómarar sem „ástæður“ til að fara gegn lögum og dæma bankanum í vil þrátt fyrir að hans eigin vitni væru ekki til í að færa fram eiðsvarinn vitnisburð um réttmæti gerðarbókar. Dómarar Hæstaréttar sáu ekki ástæðu til að nefna það eina sem skiptir máli, hvort þeir heyri kallað eftir boði í eignina eða ekki. Skömmu síðar, í janúar 2018, kærðum við Gaut Elvar til Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir skjalafals og brot í opinberu starfi. LRH tók sér fram í ágúst til að rannsaka málið ekki og úrskurðaði gegn okkur með því að vitna í bullið frá Hæstarétti og vitnisburð manns sem ekki var á staðnum. Við vorum ekki kölluð fyrir, upptakan var ekki skoðuð og Gautur Elvar Gunnarsson var ekki kallaður fyrir og spurður út í málið. Það hefði t.d. verið áhugavert að heyra skýringar hans á því að fleiri en ein rithönd séu í gerðarbókinni sem hann (einn) skráði í. Við áfrýjuðum til Ríkissaksóknara enda um mjög alvarlegt mál að ræða og miklir hagsmunir í húfi fyrir okkur. Hún úrskurðaði gegn okkur. Enn einn úrskurðurinn án þess að nokkur rannsókn færi fram. Það skal skýrt tekið fram að krafa mín er fyrst og fremst sú að uppboðið sé ógilt! Rétt skal vera rétt og lög eru lög. Ég er ekki að sækjast eftir refsingu fyrir Gaut Elvar en hins vegar hefðu bæði hann og sýslumannsembættið klárlega gott af því að fara í smá naflaskoðun á viðhorfum sínum til „skjólstæðinga“ sinna og á verkferlum öllum. Af einhverjum ástæðum hefur Gautur Elvar allan tímann neitað að svara eða mæta fyrir dóm. Embættið hefur svarað fyrir hans hönd með því að vísa í gerðarbókina - sem er fölsuð, og starfsmaður þess, sem ekki var viðstaddur, hefur talið sér fært að fullyrða að allt hafi farið fram eins og þar er skráð. Það er ekki hægt að skálda svona hringavitleysu upp! Við hjónin höfum hins vegar mætt fyrir dóm og svarið eið um að segja satt og rétt frá og sönnunargagnið, upptakan, staðfestir okkar vitnisburð.Ég hlýt að vera sek og ástæða til ákæru Staðreyndin er sú Sigríður að það var framinn glæpur. Annað hvort er ég að ljúga eða Gautur er að ljúga. Annað kemur ekki til greina. Það eru ekki aðrir kostir í boði. Í báðum tilfellum er um alvarlegt afbrot að ræða sem hefur miklar og alvarlegar afleiðingar fyrir þann sem brotið er á. Ég hef ekki sérstaklega kynnt mér viðurlög þess að falsa opinber skjöl og misnota vald sitt með þeim hætti sem um ræðir, en ég get ímyndað mér að þau séu alvarleg. Vald opinberra embættismanna sem höndla með eignir og afkomu almennings er víðtækt og ábyrgð þeirra er mikil. Þeir einstaklingar sem lenda í málum þar sem afskipta opinberra aðila eins og sýslumanna er þörf, eiga ALLT undir því að þar sé rétt og heiðarlega staðið að málum og að LÖGUM sé fylgt. Það er ekkert gamanmál og á ekki að geta gerst að brotið sé á varnarlausum einstaklingum af valdhöfum þjóðfélagsins. Þannig að afleiðingarnar fyrir Gaut og jafnvel sýslumannsembættið sem hugsanlega hefur framið meinsæri með vitnisburði sínum í máli sem það gat í raun ekkert fullyrt um, gætu vel verið alvarlegar. Þar sem mikið er undir fyrir almenning að vel og rétt sé að málum staðið, treysti ég því að þitt embætti sé ekki að taka þátt í leiknum „verndum kerfið – skítt með fórnarlömb þess“ með dómstólum og LRH. Minn skaði, vegna þessa máls, er ómældur. Ég missi heimili mitt og allt lífsstarf okkar hjóna. Í peningum hleypur skaði minn á a.m.k. 50 – 60 milljónum, fyrir svo utan kostnaðinn við málaferlin sem er þó nokkur, enda hef ég líka verið dæmd til að borga kostnað bankans. Með þessu er í raun verið að dæma mig til fátæktar fyrir lífstíð. Við því væri kannski lítið að segja ef ég hefði í raun brotið eitthvað af mér og staðið væri með réttum og löglegum hætti að málum. En svo er ekki, ég braut ekki af mér, heldur er verið að brjóta á mér. Í kerfinu hefur maður gengið undir manns hönd til þess að bankinn sem braut á mér, hagnist um mörg þúsundir prósenta um leið og hann sviptir mig öllu mínu. Lái mér hver sem vill, en ég á pínulítið erfitt með að sætta mig við þetta og ef þú Sigríður, tekur þátt í þessum ljóta leik, þá ert þú persónulega ábyrg fyrir þessum skaða.Það verður að ákæra einhvern Brotið er mjög alvarlegt. Teljir þú að ég hafi brotið af mér ber þér að ákæra mig fyrir það enda með eindæmum ljótt að ljúga upp á saklausan mann til að verja eigin hagsmuni, jafnvel þó þeir séu stórir. En hafi Gautur Elvar og sýslumannsembættið brotið af sér, er að minnsta kosti um jafn alvarlegt brot að ræða sem hefur alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir fórnarlömb þeirra, mig og mína fjölskyldu. Þér ber skylda til að kanna það mál og finna út hvort okkar er að ljúga, því það er alveg klárt að annað okkar er að því, með hræðilegum afleiðingum fyrir hitt. Þetta er ekki hægt að láta kyrrt liggja eða þagga niður, það eru stórir hagsmunir undir og sannleikurinn verður að koma í ljós. Ég bíð eftir ákæru þinni. Bestu kveðjur Ásthildur Lóa ÞórsdóttirHöfundur er kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar