Hvetjum ungmenni til að rækta góðar svefnvenjur Sigurbjörn Árni og Steinn Jóhannsson skrifar 14. desember 2018 14:15 Nýlega var fjallað um að svefntími og hreyfing ungmenna færi minnkandi samkvæmt rannsóknum fræðimanna í íþrótta- og heilsufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í rannsókninni kom fram að „svefntími unglinga styttist að meðaltali um nærri hálfa klukkustund milli 15 og 17 ára aldurs og á sama tíma dregur töluvert úr hreyfingu á virkum dögum hjá þessum hópi.“ Það er vissulega áhyggjuefni ef íslensk ungmenn fá minni svefntíma en áður og ekki nægan svefn fyrir nám og dagleg störf. Samkvæmt þeim niðurstöðum sem fjallað var um bendir allt til þess að íslensk ungmenni vanti nokkra klukkutíma til að uppfylla viðmið um ráðlagða hreyfingu og svefn. Á vef Landlæknis kemur fram að unglingar þurfi að jafnaði 8-10 klukkustunda svefn. Góður svefn ungmenna er undirstaða fyrir árangur í námi og vinnu og nauðsynlegt að skólar og foreldrar/forráðamenn veiti ungmennum aðhald og hvatningu um mikilvægi svefns. Svefn er mikilvægur því þá erum við að vinna úr þeim upplýsingum sem við meðtökum yfir daginn. Í því ljósi hlýtur að vera enn mikilvægara fyrir ungmenni í námi að fá næga hvíld. Líf ungmenna er að vissu leyti flóknara en á árum áður og áreitið sem dynur á unga fólkinu meira en fyrir 20-30 árum. Það er staðreynd að ungmenni eyða miklum tíma á samskiptamiðlum, þ.e. Snapchat, Twitter, Instagram, Facebook, o.fl. Samskiptamiðlar eru órjúfanlegur hluti af lífi ungmenna og því verður ekki breytt. Það sem þarf að gera er að kenna börnum og ungmennum að umgangast samskiptamiðlana á þann máta að þeir snúi ekki sólarhringnum við. Því er afar mikilvægt að foreldrar og forráðamenn fylgist vel með hvernig börn og ungmenni eru að nota samskiptamiðla og hversu mikið á hverjum degi. Fjölmörg ungmenni nota samskiptamiðla í námi sem er jákvætt en það sem e.t.v. skiptir mestu máli er að gleyma sér ekki í notkun samskiptamiðla og vita sín takmörk um tímanotkun. Skólar og foreldrar/forráðamenn ættu að setja reglur um notkun til að tryggja að ungmennin séu með fulla athygli í skólanum en einnig heima hjá sér. Með reglum um notkun þá má t.d. auka samverustundir fjölskyldunnar og jafnvel verja meiri tíma í hreyfingu. Annar hugsanlegur áhrifaþáttur á æ minni svefntíma ungmenna er neysla koffeindrykkja. Neysla ungmenna á koffeindrykkjum hefur farið vaxandi og áhyggjuefni að margir af þeim drykkjum sem eru í boði innihalda koffein og einnig vítamín í margföldum ráðlögðum dagskömmtun. Slík neysla ruglar auðveldlega líkamsklukkuna og getur haft mikil áhrif á svefn. Einnig ber að nefna áhrif vinnu ungmenna með skóla. Fjölmargir nemendur í framhaldsskólum vinna mikið með námi og í góðu atvinnuástandi kallar atvinnulífið á unga fólkið. Nám er full vinna og kallar á fulla athygli og því þurfa skólasamfélagið og foreldrar/forráðamenn að vinna stöðugt í forvörnum til að tryggja hag íslenskra ungmenna. Það er staðreynd að ungmenni sem fá nægan svefn eru að standa sig betur í námi, eru líklegri til að hreyfa sig reglulega og eru ánægðari með lífið og tilveruna. Hvetjum því ungmennin okkar til að sofa nóg og vera þannig móttækilegri fyrir lærdómi í skólum landsins og ekki síður í daglegu lífi. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinn Jóhannsson Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Sjá meira
Nýlega var fjallað um að svefntími og hreyfing ungmenna færi minnkandi samkvæmt rannsóknum fræðimanna í íþrótta- og heilsufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í rannsókninni kom fram að „svefntími unglinga styttist að meðaltali um nærri hálfa klukkustund milli 15 og 17 ára aldurs og á sama tíma dregur töluvert úr hreyfingu á virkum dögum hjá þessum hópi.“ Það er vissulega áhyggjuefni ef íslensk ungmenn fá minni svefntíma en áður og ekki nægan svefn fyrir nám og dagleg störf. Samkvæmt þeim niðurstöðum sem fjallað var um bendir allt til þess að íslensk ungmenni vanti nokkra klukkutíma til að uppfylla viðmið um ráðlagða hreyfingu og svefn. Á vef Landlæknis kemur fram að unglingar þurfi að jafnaði 8-10 klukkustunda svefn. Góður svefn ungmenna er undirstaða fyrir árangur í námi og vinnu og nauðsynlegt að skólar og foreldrar/forráðamenn veiti ungmennum aðhald og hvatningu um mikilvægi svefns. Svefn er mikilvægur því þá erum við að vinna úr þeim upplýsingum sem við meðtökum yfir daginn. Í því ljósi hlýtur að vera enn mikilvægara fyrir ungmenni í námi að fá næga hvíld. Líf ungmenna er að vissu leyti flóknara en á árum áður og áreitið sem dynur á unga fólkinu meira en fyrir 20-30 árum. Það er staðreynd að ungmenni eyða miklum tíma á samskiptamiðlum, þ.e. Snapchat, Twitter, Instagram, Facebook, o.fl. Samskiptamiðlar eru órjúfanlegur hluti af lífi ungmenna og því verður ekki breytt. Það sem þarf að gera er að kenna börnum og ungmennum að umgangast samskiptamiðlana á þann máta að þeir snúi ekki sólarhringnum við. Því er afar mikilvægt að foreldrar og forráðamenn fylgist vel með hvernig börn og ungmenni eru að nota samskiptamiðla og hversu mikið á hverjum degi. Fjölmörg ungmenni nota samskiptamiðla í námi sem er jákvætt en það sem e.t.v. skiptir mestu máli er að gleyma sér ekki í notkun samskiptamiðla og vita sín takmörk um tímanotkun. Skólar og foreldrar/forráðamenn ættu að setja reglur um notkun til að tryggja að ungmennin séu með fulla athygli í skólanum en einnig heima hjá sér. Með reglum um notkun þá má t.d. auka samverustundir fjölskyldunnar og jafnvel verja meiri tíma í hreyfingu. Annar hugsanlegur áhrifaþáttur á æ minni svefntíma ungmenna er neysla koffeindrykkja. Neysla ungmenna á koffeindrykkjum hefur farið vaxandi og áhyggjuefni að margir af þeim drykkjum sem eru í boði innihalda koffein og einnig vítamín í margföldum ráðlögðum dagskömmtun. Slík neysla ruglar auðveldlega líkamsklukkuna og getur haft mikil áhrif á svefn. Einnig ber að nefna áhrif vinnu ungmenna með skóla. Fjölmargir nemendur í framhaldsskólum vinna mikið með námi og í góðu atvinnuástandi kallar atvinnulífið á unga fólkið. Nám er full vinna og kallar á fulla athygli og því þurfa skólasamfélagið og foreldrar/forráðamenn að vinna stöðugt í forvörnum til að tryggja hag íslenskra ungmenna. Það er staðreynd að ungmenni sem fá nægan svefn eru að standa sig betur í námi, eru líklegri til að hreyfa sig reglulega og eru ánægðari með lífið og tilveruna. Hvetjum því ungmennin okkar til að sofa nóg og vera þannig móttækilegri fyrir lærdómi í skólum landsins og ekki síður í daglegu lífi. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun