Ívilnun vegna kolefnisbindingar Ari Trausti Guðmundsson skrifar 17. desember 2018 07:00 Mikilvægi kolefnisbindingar í jarðvegi og gróðri er alþekkt. Hér á landi er unnt að binda milljónir tonna af kolefni úr kolefnisgösum (gróðurhúsalofttegundum) á ári, þegar fram í sækir. Losun nú á Íslandi, að slepptu útstreymi úr framræstu eða illa förnu landi, frá flugvélum og orkufrekum iðnaði, er tæplega 5 milljón tonn á ári. Það bíður okkar margþætt verkefni við að minnka alla losun og binda kolefni að auki. Ríkið leikur stórt hlutverk í þessum efnum, ásamt sveitarfélögum og almenningi. Að auki verða fyrirtæki, stofnanir og félög að taka til höndum. Samanlagt eru framlög allra annarra en ríkisins, þungvægust í andófinu gegn hraðri loftslagshlýnun. Ríkisvaldið hvetur vissulega til dáða í ótal tilvikum, liðkar fyrir og leggur fram fé til margvíslegra verkefna, ríkisstjórnir setja fram stefnur og markmið í nafni samfélagsins. Núverandi ríkisstjórn stendur við sín markmið. Ég hef lagt til vinnslu á Alþingi breytingartillögu við lög um tekjuskatt, í samráði við ráðherra, til þess að ívilna lögaðilum, leggi þeir fram fé til kolefnisbindingar, til dæmis skógræktar með ræktendum eða Kolviði og/eða endurheimtar votlendis með Landgræðslunni eða Votlendissjóði. Þannig geta aðilar í atvinnurekstri talið fram greiðslur til bindiverkefna, allt að 0,85% tekna, sem verða undanþegnar tekjuskatti. Í reglugerð verður kveðið nánar á um kröfur um upplýsingaskil þegar gerð er grein fyrir svona framlögum. Meðal annars er æskilegt að framlögin séu liður í umhverfis- eða loftslagsstefnu þess sem bindur kolefni með þessum hætti. Margir þingmenn flytja tillöguna með mér og er það til marks um þverpólitískan vilja á Alþingi. Vonandi nýta margir ívilnunina þegar tillagan, vonandi óbreytt, verður að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægi kolefnisbindingar í jarðvegi og gróðri er alþekkt. Hér á landi er unnt að binda milljónir tonna af kolefni úr kolefnisgösum (gróðurhúsalofttegundum) á ári, þegar fram í sækir. Losun nú á Íslandi, að slepptu útstreymi úr framræstu eða illa förnu landi, frá flugvélum og orkufrekum iðnaði, er tæplega 5 milljón tonn á ári. Það bíður okkar margþætt verkefni við að minnka alla losun og binda kolefni að auki. Ríkið leikur stórt hlutverk í þessum efnum, ásamt sveitarfélögum og almenningi. Að auki verða fyrirtæki, stofnanir og félög að taka til höndum. Samanlagt eru framlög allra annarra en ríkisins, þungvægust í andófinu gegn hraðri loftslagshlýnun. Ríkisvaldið hvetur vissulega til dáða í ótal tilvikum, liðkar fyrir og leggur fram fé til margvíslegra verkefna, ríkisstjórnir setja fram stefnur og markmið í nafni samfélagsins. Núverandi ríkisstjórn stendur við sín markmið. Ég hef lagt til vinnslu á Alþingi breytingartillögu við lög um tekjuskatt, í samráði við ráðherra, til þess að ívilna lögaðilum, leggi þeir fram fé til kolefnisbindingar, til dæmis skógræktar með ræktendum eða Kolviði og/eða endurheimtar votlendis með Landgræðslunni eða Votlendissjóði. Þannig geta aðilar í atvinnurekstri talið fram greiðslur til bindiverkefna, allt að 0,85% tekna, sem verða undanþegnar tekjuskatti. Í reglugerð verður kveðið nánar á um kröfur um upplýsingaskil þegar gerð er grein fyrir svona framlögum. Meðal annars er æskilegt að framlögin séu liður í umhverfis- eða loftslagsstefnu þess sem bindur kolefni með þessum hætti. Margir þingmenn flytja tillöguna með mér og er það til marks um þverpólitískan vilja á Alþingi. Vonandi nýta margir ívilnunina þegar tillagan, vonandi óbreytt, verður að veruleika.
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar