Rannsaka ásakanir um kynferðisbrot á hendur Neil deGrasse Tyson Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2018 23:30 Neil deGrasse Tyson. Getty/Craig Barritt Stjarneðlisfræðingurinn og sjónvarpsmaðurinn Neil deGrasse Tyson sætir nú rannsókn vegna ásakana um kynferðisbrot á hendur honum. Greint var frá ásökununum í grein á vefritinu Patheos á fimmtudag. Þar stíga fram tvær konur og saka Tyson um að hafa sýnt af sér ósæmilega hegðun í samskiptum við þær. Önnur þeirra, dr. Katelyn N. Allers, eðlis- og stjörnufræðikennari við Bucknell-háskóla, segir Tyson hafa káfað á sér í veislu sem haldin var eftir ráðstefnu Bandaríska stjörnufræðisambandsins árið 2009. Hin konan heitir Ashley Watson og er fyrrverandi aðstoðarkona Tysons. Watson heldur því fram að hún hafi neyðst til að segja upp starfi sínu eftir að Tyson fór þess ítrekað á leit við hana að þau hæfu kynferðislegt samband.Sjá einnig: Cosmos: A Spacetime Odyssey byrjuðu í gær Tyson er stjórnandi sjónvarpsþáttaraðarinnar Cosmos, sem bar titilinn Alheimurinn þegar hún var sýnd á RÚV, og mun stýra framhaldsþáttaröð sem frumsýnd verður á bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox á næsta ári. Í yfirlýsingu frá framleiðendum þáttanna segir að ásakanirnar á hendur Tyson verði rannsakaðar og að brugðist verði við þeim á viðeigandi hátt að rannsókn lokinni. Fox-sjónvarpsstöðin tekur í sama streng í yfirlýsingu. Þar segir að stöðin hefði nýlega fengið veður af ásökunum á hendur Tyson og að málið sé tekið alvarlega. Þá verði ásakanirnar rannsakaðar.Fagnar óháðri rannsókn Tyson tjáði sig um ásakanirnar á Facebook-síðu sinni í kvöld, bæði þær sem greint var frá á fimmtudag og ásakanir konu sem steig fram í fyrra. Tyson hafnaði því að hafa káfað á Allers árið 2009 en minntist þess að hún hefði beðið hann um að sitja fyrir með sér á mynd er þau hittust á ráðstefnunni. Þá kannaðist hann ekki við að hafa hagað sér ósæmilega í garð fyrrverandi aðstoðarkonu sinnar, en viðurkenndi þó að hún hefði tjáð sér að hann hefði farið yfir strikið. „Ég er sá sem ásakanirnar eru bornar á, af hverju ætti nokkur maður að trúa því sem ég segi? [...] Þar komum við að gildi óháðrar rannsóknar sem Fox/NatGEO tilkynnti um að muni fara fram. Ég fagna því,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni, sem lesa má í heild hér. Cosmos-þættirnir voru frumsýndir árið 2014 en í þeim reynir Tyson að leita skýringa á uppruna mannsins með aðstoð vísindanna. Þetta er jafnframt ekki í fyrsta sinn sem Tyson er sakaður um kynferðisbrot eins og áður segir. Í fyrra sakaði tónlistarkonan Tchiya Amet Tyson um að hafa nauðgað sér þegar þau voru saman í háskólanámi.Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Tyson sem birt voru seint í kvöld. Bandaríkin Geimurinn MeToo Tengdar fréttir Cosmos: A Spacetime Odyssey byrjuðu í gær Í gær var frumsýndur fyrsti þáttur hinnar nýju Cosmos seríu með stjarneðlisfræðingnum Neil deGrasse Tyson. 10. mars 2014 11:52 Hawking glæddi áhuga íslenskra vísindamanna á heimsfræði Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar heilluðust af heimsfræði við lestur bóka Stephens Hawking. Hann lést í morgun, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 15:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Stjarneðlisfræðingurinn og sjónvarpsmaðurinn Neil deGrasse Tyson sætir nú rannsókn vegna ásakana um kynferðisbrot á hendur honum. Greint var frá ásökununum í grein á vefritinu Patheos á fimmtudag. Þar stíga fram tvær konur og saka Tyson um að hafa sýnt af sér ósæmilega hegðun í samskiptum við þær. Önnur þeirra, dr. Katelyn N. Allers, eðlis- og stjörnufræðikennari við Bucknell-háskóla, segir Tyson hafa káfað á sér í veislu sem haldin var eftir ráðstefnu Bandaríska stjörnufræðisambandsins árið 2009. Hin konan heitir Ashley Watson og er fyrrverandi aðstoðarkona Tysons. Watson heldur því fram að hún hafi neyðst til að segja upp starfi sínu eftir að Tyson fór þess ítrekað á leit við hana að þau hæfu kynferðislegt samband.Sjá einnig: Cosmos: A Spacetime Odyssey byrjuðu í gær Tyson er stjórnandi sjónvarpsþáttaraðarinnar Cosmos, sem bar titilinn Alheimurinn þegar hún var sýnd á RÚV, og mun stýra framhaldsþáttaröð sem frumsýnd verður á bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox á næsta ári. Í yfirlýsingu frá framleiðendum þáttanna segir að ásakanirnar á hendur Tyson verði rannsakaðar og að brugðist verði við þeim á viðeigandi hátt að rannsókn lokinni. Fox-sjónvarpsstöðin tekur í sama streng í yfirlýsingu. Þar segir að stöðin hefði nýlega fengið veður af ásökunum á hendur Tyson og að málið sé tekið alvarlega. Þá verði ásakanirnar rannsakaðar.Fagnar óháðri rannsókn Tyson tjáði sig um ásakanirnar á Facebook-síðu sinni í kvöld, bæði þær sem greint var frá á fimmtudag og ásakanir konu sem steig fram í fyrra. Tyson hafnaði því að hafa káfað á Allers árið 2009 en minntist þess að hún hefði beðið hann um að sitja fyrir með sér á mynd er þau hittust á ráðstefnunni. Þá kannaðist hann ekki við að hafa hagað sér ósæmilega í garð fyrrverandi aðstoðarkonu sinnar, en viðurkenndi þó að hún hefði tjáð sér að hann hefði farið yfir strikið. „Ég er sá sem ásakanirnar eru bornar á, af hverju ætti nokkur maður að trúa því sem ég segi? [...] Þar komum við að gildi óháðrar rannsóknar sem Fox/NatGEO tilkynnti um að muni fara fram. Ég fagna því,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni, sem lesa má í heild hér. Cosmos-þættirnir voru frumsýndir árið 2014 en í þeim reynir Tyson að leita skýringa á uppruna mannsins með aðstoð vísindanna. Þetta er jafnframt ekki í fyrsta sinn sem Tyson er sakaður um kynferðisbrot eins og áður segir. Í fyrra sakaði tónlistarkonan Tchiya Amet Tyson um að hafa nauðgað sér þegar þau voru saman í háskólanámi.Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Tyson sem birt voru seint í kvöld.
Bandaríkin Geimurinn MeToo Tengdar fréttir Cosmos: A Spacetime Odyssey byrjuðu í gær Í gær var frumsýndur fyrsti þáttur hinnar nýju Cosmos seríu með stjarneðlisfræðingnum Neil deGrasse Tyson. 10. mars 2014 11:52 Hawking glæddi áhuga íslenskra vísindamanna á heimsfræði Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar heilluðust af heimsfræði við lestur bóka Stephens Hawking. Hann lést í morgun, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 15:30 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Cosmos: A Spacetime Odyssey byrjuðu í gær Í gær var frumsýndur fyrsti þáttur hinnar nýju Cosmos seríu með stjarneðlisfræðingnum Neil deGrasse Tyson. 10. mars 2014 11:52
Hawking glæddi áhuga íslenskra vísindamanna á heimsfræði Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar heilluðust af heimsfræði við lestur bóka Stephens Hawking. Hann lést í morgun, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 15:30
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent