Rannsaka ásakanir um kynferðisbrot á hendur Neil deGrasse Tyson Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. desember 2018 23:30 Neil deGrasse Tyson. Getty/Craig Barritt Stjarneðlisfræðingurinn og sjónvarpsmaðurinn Neil deGrasse Tyson sætir nú rannsókn vegna ásakana um kynferðisbrot á hendur honum. Greint var frá ásökununum í grein á vefritinu Patheos á fimmtudag. Þar stíga fram tvær konur og saka Tyson um að hafa sýnt af sér ósæmilega hegðun í samskiptum við þær. Önnur þeirra, dr. Katelyn N. Allers, eðlis- og stjörnufræðikennari við Bucknell-háskóla, segir Tyson hafa káfað á sér í veislu sem haldin var eftir ráðstefnu Bandaríska stjörnufræðisambandsins árið 2009. Hin konan heitir Ashley Watson og er fyrrverandi aðstoðarkona Tysons. Watson heldur því fram að hún hafi neyðst til að segja upp starfi sínu eftir að Tyson fór þess ítrekað á leit við hana að þau hæfu kynferðislegt samband.Sjá einnig: Cosmos: A Spacetime Odyssey byrjuðu í gær Tyson er stjórnandi sjónvarpsþáttaraðarinnar Cosmos, sem bar titilinn Alheimurinn þegar hún var sýnd á RÚV, og mun stýra framhaldsþáttaröð sem frumsýnd verður á bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox á næsta ári. Í yfirlýsingu frá framleiðendum þáttanna segir að ásakanirnar á hendur Tyson verði rannsakaðar og að brugðist verði við þeim á viðeigandi hátt að rannsókn lokinni. Fox-sjónvarpsstöðin tekur í sama streng í yfirlýsingu. Þar segir að stöðin hefði nýlega fengið veður af ásökunum á hendur Tyson og að málið sé tekið alvarlega. Þá verði ásakanirnar rannsakaðar.Fagnar óháðri rannsókn Tyson tjáði sig um ásakanirnar á Facebook-síðu sinni í kvöld, bæði þær sem greint var frá á fimmtudag og ásakanir konu sem steig fram í fyrra. Tyson hafnaði því að hafa káfað á Allers árið 2009 en minntist þess að hún hefði beðið hann um að sitja fyrir með sér á mynd er þau hittust á ráðstefnunni. Þá kannaðist hann ekki við að hafa hagað sér ósæmilega í garð fyrrverandi aðstoðarkonu sinnar, en viðurkenndi þó að hún hefði tjáð sér að hann hefði farið yfir strikið. „Ég er sá sem ásakanirnar eru bornar á, af hverju ætti nokkur maður að trúa því sem ég segi? [...] Þar komum við að gildi óháðrar rannsóknar sem Fox/NatGEO tilkynnti um að muni fara fram. Ég fagna því,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni, sem lesa má í heild hér. Cosmos-þættirnir voru frumsýndir árið 2014 en í þeim reynir Tyson að leita skýringa á uppruna mannsins með aðstoð vísindanna. Þetta er jafnframt ekki í fyrsta sinn sem Tyson er sakaður um kynferðisbrot eins og áður segir. Í fyrra sakaði tónlistarkonan Tchiya Amet Tyson um að hafa nauðgað sér þegar þau voru saman í háskólanámi.Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Tyson sem birt voru seint í kvöld. Bandaríkin Geimurinn MeToo Tengdar fréttir Cosmos: A Spacetime Odyssey byrjuðu í gær Í gær var frumsýndur fyrsti þáttur hinnar nýju Cosmos seríu með stjarneðlisfræðingnum Neil deGrasse Tyson. 10. mars 2014 11:52 Hawking glæddi áhuga íslenskra vísindamanna á heimsfræði Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar heilluðust af heimsfræði við lestur bóka Stephens Hawking. Hann lést í morgun, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Stjarneðlisfræðingurinn og sjónvarpsmaðurinn Neil deGrasse Tyson sætir nú rannsókn vegna ásakana um kynferðisbrot á hendur honum. Greint var frá ásökununum í grein á vefritinu Patheos á fimmtudag. Þar stíga fram tvær konur og saka Tyson um að hafa sýnt af sér ósæmilega hegðun í samskiptum við þær. Önnur þeirra, dr. Katelyn N. Allers, eðlis- og stjörnufræðikennari við Bucknell-háskóla, segir Tyson hafa káfað á sér í veislu sem haldin var eftir ráðstefnu Bandaríska stjörnufræðisambandsins árið 2009. Hin konan heitir Ashley Watson og er fyrrverandi aðstoðarkona Tysons. Watson heldur því fram að hún hafi neyðst til að segja upp starfi sínu eftir að Tyson fór þess ítrekað á leit við hana að þau hæfu kynferðislegt samband.Sjá einnig: Cosmos: A Spacetime Odyssey byrjuðu í gær Tyson er stjórnandi sjónvarpsþáttaraðarinnar Cosmos, sem bar titilinn Alheimurinn þegar hún var sýnd á RÚV, og mun stýra framhaldsþáttaröð sem frumsýnd verður á bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox á næsta ári. Í yfirlýsingu frá framleiðendum þáttanna segir að ásakanirnar á hendur Tyson verði rannsakaðar og að brugðist verði við þeim á viðeigandi hátt að rannsókn lokinni. Fox-sjónvarpsstöðin tekur í sama streng í yfirlýsingu. Þar segir að stöðin hefði nýlega fengið veður af ásökunum á hendur Tyson og að málið sé tekið alvarlega. Þá verði ásakanirnar rannsakaðar.Fagnar óháðri rannsókn Tyson tjáði sig um ásakanirnar á Facebook-síðu sinni í kvöld, bæði þær sem greint var frá á fimmtudag og ásakanir konu sem steig fram í fyrra. Tyson hafnaði því að hafa káfað á Allers árið 2009 en minntist þess að hún hefði beðið hann um að sitja fyrir með sér á mynd er þau hittust á ráðstefnunni. Þá kannaðist hann ekki við að hafa hagað sér ósæmilega í garð fyrrverandi aðstoðarkonu sinnar, en viðurkenndi þó að hún hefði tjáð sér að hann hefði farið yfir strikið. „Ég er sá sem ásakanirnar eru bornar á, af hverju ætti nokkur maður að trúa því sem ég segi? [...] Þar komum við að gildi óháðrar rannsóknar sem Fox/NatGEO tilkynnti um að muni fara fram. Ég fagna því,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni, sem lesa má í heild hér. Cosmos-þættirnir voru frumsýndir árið 2014 en í þeim reynir Tyson að leita skýringa á uppruna mannsins með aðstoð vísindanna. Þetta er jafnframt ekki í fyrsta sinn sem Tyson er sakaður um kynferðisbrot eins og áður segir. Í fyrra sakaði tónlistarkonan Tchiya Amet Tyson um að hafa nauðgað sér þegar þau voru saman í háskólanámi.Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Tyson sem birt voru seint í kvöld.
Bandaríkin Geimurinn MeToo Tengdar fréttir Cosmos: A Spacetime Odyssey byrjuðu í gær Í gær var frumsýndur fyrsti þáttur hinnar nýju Cosmos seríu með stjarneðlisfræðingnum Neil deGrasse Tyson. 10. mars 2014 11:52 Hawking glæddi áhuga íslenskra vísindamanna á heimsfræði Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar heilluðust af heimsfræði við lestur bóka Stephens Hawking. Hann lést í morgun, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 15:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Cosmos: A Spacetime Odyssey byrjuðu í gær Í gær var frumsýndur fyrsti þáttur hinnar nýju Cosmos seríu með stjarneðlisfræðingnum Neil deGrasse Tyson. 10. mars 2014 11:52
Hawking glæddi áhuga íslenskra vísindamanna á heimsfræði Tveir íslenskir stjarneðlisfræðingar heilluðust af heimsfræði við lestur bóka Stephens Hawking. Hann lést í morgun, 76 ára að aldri. 14. mars 2018 15:30