Það sem þjóðin vill ekki Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 3. desember 2018 07:00 Síðastliðinn laugardag héldu Íslendingar upp á hundrað ára afmæli fullveldisins í skugga frétta af ótrúlegu hátterni þingmanna á bar í nálægð við Alþingishúsið. Það er dapurlegt þegar nokkrir þingmenn virðast líta svo á að einkar heppileg leið til að slaka á og slappa af í erli dagsins sé að fá sér í glas og níða niður í svaðið samstarfsfólk sitt um leið og keppst er við að klæmast á sem grófastan hátt. Árið 2018 eru til þingmenn á Íslandi sem virðast hafa hreina unun af að tala um konur í stjórnmálum á eins niðrandi hátt og hægt er. „Húrrandi klikkuð kunta“, „algjör apaköttur“, „helvítis tík“ eru dæmi um orð sem féllu í alræmdu kráartali þingmannanna. Það var líkt og þeir hefðu sérstakt dálæti á því að finna sem ógeðslegust orð yfir konur. Aðrir hópar fengu sömuleiðis yfir sig dembur. Þegar kom að svívirðingum var þess vandlega gætt að enginn yrði út undan. Almenningur sem fagnaði fullveldisdeginum hlýtur að hafa haft orðbragð þingmannanna í huga, ekki síst þeir einstaklingar sem lögðu leið sína niður á Austurvöll. Þar stóðu dyr Alþingis galopnar og þjóðin var boðin velkomin inn. Hætt er við því að þeir fjölmörgu sem þar svipuðust um hafi ekki verið fullir lotningar. Á Austurvelli mótmælti fjöldi fólks framferði þingmannanna. Þjóðin vill geta treyst því að þingmenn landsins vilji vel og hafnar þeim finnist henni þeir ala mannfyrirlitningu í brjósti sér. Alþingi á ekki að vera griðastaður karla sem hugsa og tala á niðrandi hátt um konur, hvort sem þeir hafa fengið sér nokkrum drykkjum of mikið eða ekki. Á fullveldisdaginn kom í hlut forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur að setja hátíðardagskrána við stjórnarráðið. Þjóðin hefur átt marga gallaða stjórnmálamenn, en getur huggað sig við að hún á þessa stundina heiðarlegan forsætisráðherra. Við stjórnarráðið þennan ískalda fyrsta dag desembermánaðar var einnig mættur dáður forseti þjóðarinnar, Guðni Th. Jóhannesson, annar strangheiðarlegur ráðamaður. Ekki spillast allir og ofmetnast af því að öðlast völd. Alltaf eru einhverjir sem muna að þeir eru þjónar fólksins og myndu aldrei setjast að sumbli til að opinbera mannfyrirlitningu. Hundrað ára afmælisdagur fullveldisins var merkilegur. Ekki bara vegna þess að verið var að fagna 100 ára fullveldisafmæli, heldur einnig vegna þess að fullljóst var þennan dag hvað þjóðin vill alls ekki. Þjóðin vill ekki að á Alþingi sitji fólk sem finnur ánægju í því að svívirða aðra. Þjóðin kærir sig ekki um þingmenn sem hika ekki við að beita öllum ráðum til að koma sjálfum sér á framfæri og telja pólitísk hrossakaup bæði sjálfsögð og eðlileg. Þjóðin vill einfaldlega skikkanlegt fólk á þing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn laugardag héldu Íslendingar upp á hundrað ára afmæli fullveldisins í skugga frétta af ótrúlegu hátterni þingmanna á bar í nálægð við Alþingishúsið. Það er dapurlegt þegar nokkrir þingmenn virðast líta svo á að einkar heppileg leið til að slaka á og slappa af í erli dagsins sé að fá sér í glas og níða niður í svaðið samstarfsfólk sitt um leið og keppst er við að klæmast á sem grófastan hátt. Árið 2018 eru til þingmenn á Íslandi sem virðast hafa hreina unun af að tala um konur í stjórnmálum á eins niðrandi hátt og hægt er. „Húrrandi klikkuð kunta“, „algjör apaköttur“, „helvítis tík“ eru dæmi um orð sem féllu í alræmdu kráartali þingmannanna. Það var líkt og þeir hefðu sérstakt dálæti á því að finna sem ógeðslegust orð yfir konur. Aðrir hópar fengu sömuleiðis yfir sig dembur. Þegar kom að svívirðingum var þess vandlega gætt að enginn yrði út undan. Almenningur sem fagnaði fullveldisdeginum hlýtur að hafa haft orðbragð þingmannanna í huga, ekki síst þeir einstaklingar sem lögðu leið sína niður á Austurvöll. Þar stóðu dyr Alþingis galopnar og þjóðin var boðin velkomin inn. Hætt er við því að þeir fjölmörgu sem þar svipuðust um hafi ekki verið fullir lotningar. Á Austurvelli mótmælti fjöldi fólks framferði þingmannanna. Þjóðin vill geta treyst því að þingmenn landsins vilji vel og hafnar þeim finnist henni þeir ala mannfyrirlitningu í brjósti sér. Alþingi á ekki að vera griðastaður karla sem hugsa og tala á niðrandi hátt um konur, hvort sem þeir hafa fengið sér nokkrum drykkjum of mikið eða ekki. Á fullveldisdaginn kom í hlut forsætisráðherra Katrínar Jakobsdóttur að setja hátíðardagskrána við stjórnarráðið. Þjóðin hefur átt marga gallaða stjórnmálamenn, en getur huggað sig við að hún á þessa stundina heiðarlegan forsætisráðherra. Við stjórnarráðið þennan ískalda fyrsta dag desembermánaðar var einnig mættur dáður forseti þjóðarinnar, Guðni Th. Jóhannesson, annar strangheiðarlegur ráðamaður. Ekki spillast allir og ofmetnast af því að öðlast völd. Alltaf eru einhverjir sem muna að þeir eru þjónar fólksins og myndu aldrei setjast að sumbli til að opinbera mannfyrirlitningu. Hundrað ára afmælisdagur fullveldisins var merkilegur. Ekki bara vegna þess að verið var að fagna 100 ára fullveldisafmæli, heldur einnig vegna þess að fullljóst var þennan dag hvað þjóðin vill alls ekki. Þjóðin vill ekki að á Alþingi sitji fólk sem finnur ánægju í því að svívirða aðra. Þjóðin kærir sig ekki um þingmenn sem hika ekki við að beita öllum ráðum til að koma sjálfum sér á framfæri og telja pólitísk hrossakaup bæði sjálfsögð og eðlileg. Þjóðin vill einfaldlega skikkanlegt fólk á þing.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun