Trump segir Kínverja falla frá bílatollum Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2018 06:35 Frá fundi Donalds Trump og Xi Jinping á dögunum. Vísir/getty Stjórnvöld í Peking munu „lækka og afnema“ tolla sem þau hafa til þessa lagt á innfluttar, bandarískar bifreiðar að sögn Bandaríkjaforseta. Tollarnir hafa numið um 40 prósentum af söluandvirði bílanna og ætla má að bandarískir bílaframleiðendur, sem hafa liðið fyrir viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína undanfarna mánuði, muni taka tíðindunum fagnandi. Kínversk stjórnvöld hafa þó ekki viljað staðfesta tollaniðurfellinguna, sem Donald Trump forseti greindi frá á Twitter-síðu sinni. Þó er ljóst að þíðu gætir í samskiptum Trump og Xi Jinping Kínaforseta, sem snæddu saman kvöldverð á fundi G20-ríkjanna sem fram fór í Argentínu á dögunum. Meðal niðurstaðna fundarins var að ríkin myndu hækka ekki tolla hvert á annað í 90 daga, til að liðka fyrir viðræðum. Hefði ekki komið til viðræðnanna hefðu tollar á innfluttar, kínverskar vörur snarhækkað í Bandaríkjunum um áramótin, auk þess sem enn fleiri tollahækkanir höfðu verið boðaðar. Markaðir í Asíu fögnuðu fregnum af viðskiptavopnahléinu. Þannig hækkaði Hang Seng hlutabréfavísitalan í Hong Kong um 2,6 prósent við opnun markað, hækkunin nam 2,9 prósentum í Sjanghæ og um 1 prósenti í Japan.China has agreed to reduce and remove tariffs on cars coming into China from the U.S. Currently the tariff is 40%.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 3, 2018 Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Stjórnvöld í Peking munu „lækka og afnema“ tolla sem þau hafa til þessa lagt á innfluttar, bandarískar bifreiðar að sögn Bandaríkjaforseta. Tollarnir hafa numið um 40 prósentum af söluandvirði bílanna og ætla má að bandarískir bílaframleiðendur, sem hafa liðið fyrir viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína undanfarna mánuði, muni taka tíðindunum fagnandi. Kínversk stjórnvöld hafa þó ekki viljað staðfesta tollaniðurfellinguna, sem Donald Trump forseti greindi frá á Twitter-síðu sinni. Þó er ljóst að þíðu gætir í samskiptum Trump og Xi Jinping Kínaforseta, sem snæddu saman kvöldverð á fundi G20-ríkjanna sem fram fór í Argentínu á dögunum. Meðal niðurstaðna fundarins var að ríkin myndu hækka ekki tolla hvert á annað í 90 daga, til að liðka fyrir viðræðum. Hefði ekki komið til viðræðnanna hefðu tollar á innfluttar, kínverskar vörur snarhækkað í Bandaríkjunum um áramótin, auk þess sem enn fleiri tollahækkanir höfðu verið boðaðar. Markaðir í Asíu fögnuðu fregnum af viðskiptavopnahléinu. Þannig hækkaði Hang Seng hlutabréfavísitalan í Hong Kong um 2,6 prósent við opnun markað, hækkunin nam 2,9 prósentum í Sjanghæ og um 1 prósenti í Japan.China has agreed to reduce and remove tariffs on cars coming into China from the U.S. Currently the tariff is 40%.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 3, 2018
Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44