Trump segir Kínverja falla frá bílatollum Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2018 06:35 Frá fundi Donalds Trump og Xi Jinping á dögunum. Vísir/getty Stjórnvöld í Peking munu „lækka og afnema“ tolla sem þau hafa til þessa lagt á innfluttar, bandarískar bifreiðar að sögn Bandaríkjaforseta. Tollarnir hafa numið um 40 prósentum af söluandvirði bílanna og ætla má að bandarískir bílaframleiðendur, sem hafa liðið fyrir viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína undanfarna mánuði, muni taka tíðindunum fagnandi. Kínversk stjórnvöld hafa þó ekki viljað staðfesta tollaniðurfellinguna, sem Donald Trump forseti greindi frá á Twitter-síðu sinni. Þó er ljóst að þíðu gætir í samskiptum Trump og Xi Jinping Kínaforseta, sem snæddu saman kvöldverð á fundi G20-ríkjanna sem fram fór í Argentínu á dögunum. Meðal niðurstaðna fundarins var að ríkin myndu hækka ekki tolla hvert á annað í 90 daga, til að liðka fyrir viðræðum. Hefði ekki komið til viðræðnanna hefðu tollar á innfluttar, kínverskar vörur snarhækkað í Bandaríkjunum um áramótin, auk þess sem enn fleiri tollahækkanir höfðu verið boðaðar. Markaðir í Asíu fögnuðu fregnum af viðskiptavopnahléinu. Þannig hækkaði Hang Seng hlutabréfavísitalan í Hong Kong um 2,6 prósent við opnun markað, hækkunin nam 2,9 prósentum í Sjanghæ og um 1 prósenti í Japan.China has agreed to reduce and remove tariffs on cars coming into China from the U.S. Currently the tariff is 40%.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 3, 2018 Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Stjórnvöld í Peking munu „lækka og afnema“ tolla sem þau hafa til þessa lagt á innfluttar, bandarískar bifreiðar að sögn Bandaríkjaforseta. Tollarnir hafa numið um 40 prósentum af söluandvirði bílanna og ætla má að bandarískir bílaframleiðendur, sem hafa liðið fyrir viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína undanfarna mánuði, muni taka tíðindunum fagnandi. Kínversk stjórnvöld hafa þó ekki viljað staðfesta tollaniðurfellinguna, sem Donald Trump forseti greindi frá á Twitter-síðu sinni. Þó er ljóst að þíðu gætir í samskiptum Trump og Xi Jinping Kínaforseta, sem snæddu saman kvöldverð á fundi G20-ríkjanna sem fram fór í Argentínu á dögunum. Meðal niðurstaðna fundarins var að ríkin myndu hækka ekki tolla hvert á annað í 90 daga, til að liðka fyrir viðræðum. Hefði ekki komið til viðræðnanna hefðu tollar á innfluttar, kínverskar vörur snarhækkað í Bandaríkjunum um áramótin, auk þess sem enn fleiri tollahækkanir höfðu verið boðaðar. Markaðir í Asíu fögnuðu fregnum af viðskiptavopnahléinu. Þannig hækkaði Hang Seng hlutabréfavísitalan í Hong Kong um 2,6 prósent við opnun markað, hækkunin nam 2,9 prósentum í Sjanghæ og um 1 prósenti í Japan.China has agreed to reduce and remove tariffs on cars coming into China from the U.S. Currently the tariff is 40%.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 3, 2018
Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44 Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44