Trú CIA á aðild sádiarabíska krónprinsins styrkist Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2018 12:09 Talið er að Mohammed bin Salman krónprins hafi gefið skipun um morðið á Jamal Khashoggi. Vísir/EPA Njósnir bandarísku leyniþjónustunnar CIA benda til þess að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu hafi ítrekað skipst á skilaboðum við aðstoðarmann sinn um það leyti sem Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Trú leyniþjónustunnar á að Salman hafi skipað fyrir um morðið er sögð hafa styrkst. Þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti og ráðherrar hans hafi fram að þessu ekki viljað kenna sádiarabískum ráðamönnum um morðið á Khashoggi, blaðamanni sem var gagnrýninn á stjórnvöld í Ríad, telur bandaríska leyniþjónustan að það hafi verið framið með fullri vitund Salman og líklega að skipun hans. Salman og Saud al-Qahtani, ráðgjafi hans, skiptust á ellefu skilaboðum á þeim tíma sem hópur Sáda kom á ræðisskrifstofuna í Istanbúl í Tyrklandi þar sem Khashoggi var myrtur í október samkvæmt upplýsingum CIA. Qahtani var efstur á lista þeirra Sáda sem Bandaríkjastjórn lagði refsiaðgerðir á í síðasta mánuði, að sögn New York Times. Hann er sagður á meðal nánustu ráðgjafa krónprinsins. Talið er að það hafi verið Qahtani sem var í beinum samskiptum við morðingja Khashoggi. Þessi samskipti Salman og Qahtani eru sögð hafa gert leyniþjónustuna vissari í sinni sök um að Salman hafi skipað fyrir um morðið. Þau séu þó ekki afdráttarlaus og bein sönnun á sekt krónprinsins sem Trump forseti hefur krafist ef sannfæra á hann um það. Salman krónprins hefur verið náinn bandamaður Trump forseta og þeir Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn helsti ráðgjafi hans, eru sagðir miklir mátar. Bandaríkjastjórn hefur haldið fast við stuðning sinn við krónprinsinn þrátt fyrir morðið á Khashoggi sem var með dvalarleyfi í Bandaríkjunum og skrifaði pistla fyrir Washington Post. Qahatani er sagður hafa verið sviptur ráðgjafatitli sínum við konungsfjölskylduna eftir morðið. Hann er ekki á meðal þeirra sem sádiarabísk yfirvöld hafa ákært vegna þess. Sem helsti áróðursmeistari krónprinsins er Qahatani sagður hafa tekið saman svartan lista yfir pólitíska óvini hans og skipulagt samfélagsmiðlaherferðir gegn þeim. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Njósnir bandarísku leyniþjónustunnar CIA benda til þess að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu hafi ítrekað skipst á skilaboðum við aðstoðarmann sinn um það leyti sem Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. Trú leyniþjónustunnar á að Salman hafi skipað fyrir um morðið er sögð hafa styrkst. Þrátt fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti og ráðherrar hans hafi fram að þessu ekki viljað kenna sádiarabískum ráðamönnum um morðið á Khashoggi, blaðamanni sem var gagnrýninn á stjórnvöld í Ríad, telur bandaríska leyniþjónustan að það hafi verið framið með fullri vitund Salman og líklega að skipun hans. Salman og Saud al-Qahtani, ráðgjafi hans, skiptust á ellefu skilaboðum á þeim tíma sem hópur Sáda kom á ræðisskrifstofuna í Istanbúl í Tyrklandi þar sem Khashoggi var myrtur í október samkvæmt upplýsingum CIA. Qahtani var efstur á lista þeirra Sáda sem Bandaríkjastjórn lagði refsiaðgerðir á í síðasta mánuði, að sögn New York Times. Hann er sagður á meðal nánustu ráðgjafa krónprinsins. Talið er að það hafi verið Qahtani sem var í beinum samskiptum við morðingja Khashoggi. Þessi samskipti Salman og Qahtani eru sögð hafa gert leyniþjónustuna vissari í sinni sök um að Salman hafi skipað fyrir um morðið. Þau séu þó ekki afdráttarlaus og bein sönnun á sekt krónprinsins sem Trump forseti hefur krafist ef sannfæra á hann um það. Salman krónprins hefur verið náinn bandamaður Trump forseta og þeir Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn helsti ráðgjafi hans, eru sagðir miklir mátar. Bandaríkjastjórn hefur haldið fast við stuðning sinn við krónprinsinn þrátt fyrir morðið á Khashoggi sem var með dvalarleyfi í Bandaríkjunum og skrifaði pistla fyrir Washington Post. Qahatani er sagður hafa verið sviptur ráðgjafatitli sínum við konungsfjölskylduna eftir morðið. Hann er ekki á meðal þeirra sem sádiarabísk yfirvöld hafa ákært vegna þess. Sem helsti áróðursmeistari krónprinsins er Qahatani sagður hafa tekið saman svartan lista yfir pólitíska óvini hans og skipulagt samfélagsmiðlaherferðir gegn þeim.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira