Ný menntastefna í Reykjavík Skúli Helgason skrifar 6. desember 2018 07:00 Borgarstjórn hefur samþykkt nýja menntastefnu Reykjavíkur til 2030. Hún varð til í samstarfi þúsunda einstaklinga meðal annars barna, foreldra, kennara, skólastjórnenda, fulltrúa fagfélaga og háskólasamfélagsins. Menntastefnan snýst um valdeflingu barna og ungmenna í skóla- og frístundastarfinu og aukna fagmennsku og samstarf starfsfólks. Yfirskrift stefnunnar: Látum draumana rætast er háfleyg og kannski dálítið væmin fyrir miðaldra karla eins og mig en hún setur markið hátt: að ýta undir frumkvæði, frumleika og skapandi hugsun barna, jafna aðgengi barna að fjölbreyttu námsframboði og skapa kennurum og starfsfólki aukið svigrúm til að gera þær breytingar á starfseminni sem nýta enn betur styrkleika barna, hæfni þeirra og áhuga. Það var sameiginleg niðurstaða að efla einkum fimm hæfniþætti meðal barna og ungmenna. Þeir eru: félagsfærni með sterka vísan til lýðræðis, mannréttinda og virðingar; sjálfsefling með áherslu á sterka sjálfsmynd, sjálfsaga og sjálfstæða hugsun; læsi sem grundvallast á þekkingu og skilningi; sköpun þar sem frumleiki, frumkvæði og gagnrýnin hugsun er í forgrunni og loks heilbrigði þar sem markmið er að börn tileinki sér heilbrigðan lífsstíl. Of oft hefur skort úthald til að fylgja eftir samþykktri stefnu og innleiðingin hefur orðið í skötulíki. Því leggjum við mikla áherslu á að stefnunni fylgir fjármagn til að hefja kröftuga innleiðingu strax og tíu almennar aðgerðir sem treysta grundvöll stefnunnar. Þær felast meðal annars í auknu vægi list- og verknáms, náttúruvísinda, útináms og sköpunar; einföldun stoðkerfis fyrir börn með fjölþættan vanda; fjölgun fagfólks með ríkum tækifærum til starfsþróunar og frekari umbótum á aðstöðu til skóla- og frístundastarfs. 200 milljónum verður árlega varið í þróunarstarf í fyrsta áfanga innleiðingar með áherslu á skólaþróun og Nýsköpunarmiðja menntamála mun aðstoða skóla við innleiðinguna í samræmi við áherslur þeirra, mannauð og forgangsröðun. Ný menntastefna Reykjavíkur er stefna beint úr grasrótinni sem lýsir miklum metnaði skólasamfélagsins í borginni fyrir hönd kynslóðanna sem eru að vaxa úr grasi.Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skóla - og menntamál Skúli Helgason Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Borgarstjórn hefur samþykkt nýja menntastefnu Reykjavíkur til 2030. Hún varð til í samstarfi þúsunda einstaklinga meðal annars barna, foreldra, kennara, skólastjórnenda, fulltrúa fagfélaga og háskólasamfélagsins. Menntastefnan snýst um valdeflingu barna og ungmenna í skóla- og frístundastarfinu og aukna fagmennsku og samstarf starfsfólks. Yfirskrift stefnunnar: Látum draumana rætast er háfleyg og kannski dálítið væmin fyrir miðaldra karla eins og mig en hún setur markið hátt: að ýta undir frumkvæði, frumleika og skapandi hugsun barna, jafna aðgengi barna að fjölbreyttu námsframboði og skapa kennurum og starfsfólki aukið svigrúm til að gera þær breytingar á starfseminni sem nýta enn betur styrkleika barna, hæfni þeirra og áhuga. Það var sameiginleg niðurstaða að efla einkum fimm hæfniþætti meðal barna og ungmenna. Þeir eru: félagsfærni með sterka vísan til lýðræðis, mannréttinda og virðingar; sjálfsefling með áherslu á sterka sjálfsmynd, sjálfsaga og sjálfstæða hugsun; læsi sem grundvallast á þekkingu og skilningi; sköpun þar sem frumleiki, frumkvæði og gagnrýnin hugsun er í forgrunni og loks heilbrigði þar sem markmið er að börn tileinki sér heilbrigðan lífsstíl. Of oft hefur skort úthald til að fylgja eftir samþykktri stefnu og innleiðingin hefur orðið í skötulíki. Því leggjum við mikla áherslu á að stefnunni fylgir fjármagn til að hefja kröftuga innleiðingu strax og tíu almennar aðgerðir sem treysta grundvöll stefnunnar. Þær felast meðal annars í auknu vægi list- og verknáms, náttúruvísinda, útináms og sköpunar; einföldun stoðkerfis fyrir börn með fjölþættan vanda; fjölgun fagfólks með ríkum tækifærum til starfsþróunar og frekari umbótum á aðstöðu til skóla- og frístundastarfs. 200 milljónum verður árlega varið í þróunarstarf í fyrsta áfanga innleiðingar með áherslu á skólaþróun og Nýsköpunarmiðja menntamála mun aðstoða skóla við innleiðinguna í samræmi við áherslur þeirra, mannauð og forgangsröðun. Ný menntastefna Reykjavíkur er stefna beint úr grasrótinni sem lýsir miklum metnaði skólasamfélagsins í borginni fyrir hönd kynslóðanna sem eru að vaxa úr grasi.Höfundur er formaður skóla- og frístundaráðs
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar