Fjármálastjóri Huawei handtekin vegna meintra viðskipta við Íran Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2018 11:30 Huawei varð nýverið næst stærsti símaframleiðandi heimsins. Vestræn ríki hafa þó tekið upp á því að hætta að nota tækni og búnað Huawei vegna ásakana um að yfirvöld Kína stundi njósnir í gegnum fyrirtækið. AP/Ng Han Guan Handtaka fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei tengist rannsókn Bandaríkjanna á því hvort fyrirtækið hafi brotið gegn viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þetta hefur verið staðfest af Dómsmálaráðuneyti Kanada. Meng Wanzhou var handtekin í Kanada þann fyrsta desember og verður mögulega framseld til Bandaríkjanna en yfirvöld Kína krefjast þess að Meng verði sleppt úr haldi og henni gert kleift að fara aftur til Kína. Talsmaður sendiráðs Kína í Kanada segir að handtakan hafi brotið alvarlega gegn mannréttindum hennar, samkvæmt CBC í Kanada.Starfsmenn Dómsmálaráðuneytis Kanada segjast ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið þar sem Meng hafi krafist þess fyrir dómi að slíkt mætti ekki. Meng mun fara fyrir dómara á morgun þar sem ákveðið verður hvort henni verði sleppt gegn tryggingu. Handtakan kemur upp á erfiðum tíma í samskiptum Bandaríkjanna og Kína, sem gerðu nýverið 90 daga „vopnahlé“ í viðskiptastríði ríkjanna eftir samkomulag forsetanna Donald Trump og Xi Jinping. Huawei varð nýverið næst stærsti símaframleiðandi heimsins. Vestræn ríki hafa þó tekið upp á því að hætta að nota tækni og búnað Huawei vegna ásakana um að yfirvöld Kína stundi njósnir í gegnum fyrirtækið. Forsvarsmenn Huwai þvertaka þó fyrir að yfirvöld Kína komi að fyrirtækinu með nokkrum hætti. Yfirvöld Bandaríkjanna, Nýja-Sjálands og Ástralíu hafa bannað notkun búnaðar frá Huawai við uppbyggingu 5G kerfa þar í landi. Þá hefur BT í Bretlandi tilkynnt að búnaður Huawei verður fjarlægður úr kerfum þess eftir að leyniþjónusta Bretlands, MI6, sagði búnaðinn óöruggan. Ráða- og embættismenn í Bandaríkjunum hafa verið að hvetja yfirvöld Kanada til að grípa til sambærilegra aðgerða. Huawei er einkafyrirtæki en vestræn ríki óttast þrátt fyrir það að fyrirtækið, og önnur fyrirtæki í Kína, starfi með leyniþjónustum Kína. Lög voru sett í Kína fyrr á þessu ári að fyrirtækjum þar í landi er í raun skylt að starfa með leyniþjónustum. Bandaríkin Kína Tækni Tengdar fréttir Huawei siglir fram úr Apple Kínverski raftækjarisinn Huawei er orðinn næststærsti snjallsímaframleiðandi heims og hefur þar með tekið fram úr Apple. 2. ágúst 2018 06:30 Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55 Biðja um að Huawei verði sniðgengið Ríkisstjórn Bandaríkjanna reynir um þessar mundir að telja bandamenn sína á að hætta notkun netbúnaðar frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. 24. nóvember 2018 00:01 Deila persónulegum gögnum með meintri þjóðaröryggisógn Enn eitt hneykslið skekur Facebook. Miðillinn deilir upplýsingum með kínverska símafyrirtækinu Huawei. CIA, FBI og NSA hafa sagt Huawei ógn við þjóðaröryggi. Forstjóri Huawei neitar staðfastlega að fyrirtæki hans stundi njósnir. Bandarí 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Handtaka fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei tengist rannsókn Bandaríkjanna á því hvort fyrirtækið hafi brotið gegn viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þetta hefur verið staðfest af Dómsmálaráðuneyti Kanada. Meng Wanzhou var handtekin í Kanada þann fyrsta desember og verður mögulega framseld til Bandaríkjanna en yfirvöld Kína krefjast þess að Meng verði sleppt úr haldi og henni gert kleift að fara aftur til Kína. Talsmaður sendiráðs Kína í Kanada segir að handtakan hafi brotið alvarlega gegn mannréttindum hennar, samkvæmt CBC í Kanada.Starfsmenn Dómsmálaráðuneytis Kanada segjast ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið þar sem Meng hafi krafist þess fyrir dómi að slíkt mætti ekki. Meng mun fara fyrir dómara á morgun þar sem ákveðið verður hvort henni verði sleppt gegn tryggingu. Handtakan kemur upp á erfiðum tíma í samskiptum Bandaríkjanna og Kína, sem gerðu nýverið 90 daga „vopnahlé“ í viðskiptastríði ríkjanna eftir samkomulag forsetanna Donald Trump og Xi Jinping. Huawei varð nýverið næst stærsti símaframleiðandi heimsins. Vestræn ríki hafa þó tekið upp á því að hætta að nota tækni og búnað Huawei vegna ásakana um að yfirvöld Kína stundi njósnir í gegnum fyrirtækið. Forsvarsmenn Huwai þvertaka þó fyrir að yfirvöld Kína komi að fyrirtækinu með nokkrum hætti. Yfirvöld Bandaríkjanna, Nýja-Sjálands og Ástralíu hafa bannað notkun búnaðar frá Huawai við uppbyggingu 5G kerfa þar í landi. Þá hefur BT í Bretlandi tilkynnt að búnaður Huawei verður fjarlægður úr kerfum þess eftir að leyniþjónusta Bretlands, MI6, sagði búnaðinn óöruggan. Ráða- og embættismenn í Bandaríkjunum hafa verið að hvetja yfirvöld Kanada til að grípa til sambærilegra aðgerða. Huawei er einkafyrirtæki en vestræn ríki óttast þrátt fyrir það að fyrirtækið, og önnur fyrirtæki í Kína, starfi með leyniþjónustum Kína. Lög voru sett í Kína fyrr á þessu ári að fyrirtækjum þar í landi er í raun skylt að starfa með leyniþjónustum.
Bandaríkin Kína Tækni Tengdar fréttir Huawei siglir fram úr Apple Kínverski raftækjarisinn Huawei er orðinn næststærsti snjallsímaframleiðandi heims og hefur þar með tekið fram úr Apple. 2. ágúst 2018 06:30 Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55 Biðja um að Huawei verði sniðgengið Ríkisstjórn Bandaríkjanna reynir um þessar mundir að telja bandamenn sína á að hætta notkun netbúnaðar frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. 24. nóvember 2018 00:01 Deila persónulegum gögnum með meintri þjóðaröryggisógn Enn eitt hneykslið skekur Facebook. Miðillinn deilir upplýsingum með kínverska símafyrirtækinu Huawei. CIA, FBI og NSA hafa sagt Huawei ógn við þjóðaröryggi. Forstjóri Huawei neitar staðfastlega að fyrirtæki hans stundi njósnir. Bandarí 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Maðurinn fundinn Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Huawei siglir fram úr Apple Kínverski raftækjarisinn Huawei er orðinn næststærsti snjallsímaframleiðandi heims og hefur þar með tekið fram úr Apple. 2. ágúst 2018 06:30
Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55
Biðja um að Huawei verði sniðgengið Ríkisstjórn Bandaríkjanna reynir um þessar mundir að telja bandamenn sína á að hætta notkun netbúnaðar frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. 24. nóvember 2018 00:01
Deila persónulegum gögnum með meintri þjóðaröryggisógn Enn eitt hneykslið skekur Facebook. Miðillinn deilir upplýsingum með kínverska símafyrirtækinu Huawei. CIA, FBI og NSA hafa sagt Huawei ógn við þjóðaröryggi. Forstjóri Huawei neitar staðfastlega að fyrirtæki hans stundi njósnir. Bandarí 7. júní 2018 06:00