Fjármálastjóri Huawei handtekin vegna meintra viðskipta við Íran Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2018 11:30 Huawei varð nýverið næst stærsti símaframleiðandi heimsins. Vestræn ríki hafa þó tekið upp á því að hætta að nota tækni og búnað Huawei vegna ásakana um að yfirvöld Kína stundi njósnir í gegnum fyrirtækið. AP/Ng Han Guan Handtaka fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei tengist rannsókn Bandaríkjanna á því hvort fyrirtækið hafi brotið gegn viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þetta hefur verið staðfest af Dómsmálaráðuneyti Kanada. Meng Wanzhou var handtekin í Kanada þann fyrsta desember og verður mögulega framseld til Bandaríkjanna en yfirvöld Kína krefjast þess að Meng verði sleppt úr haldi og henni gert kleift að fara aftur til Kína. Talsmaður sendiráðs Kína í Kanada segir að handtakan hafi brotið alvarlega gegn mannréttindum hennar, samkvæmt CBC í Kanada.Starfsmenn Dómsmálaráðuneytis Kanada segjast ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið þar sem Meng hafi krafist þess fyrir dómi að slíkt mætti ekki. Meng mun fara fyrir dómara á morgun þar sem ákveðið verður hvort henni verði sleppt gegn tryggingu. Handtakan kemur upp á erfiðum tíma í samskiptum Bandaríkjanna og Kína, sem gerðu nýverið 90 daga „vopnahlé“ í viðskiptastríði ríkjanna eftir samkomulag forsetanna Donald Trump og Xi Jinping. Huawei varð nýverið næst stærsti símaframleiðandi heimsins. Vestræn ríki hafa þó tekið upp á því að hætta að nota tækni og búnað Huawei vegna ásakana um að yfirvöld Kína stundi njósnir í gegnum fyrirtækið. Forsvarsmenn Huwai þvertaka þó fyrir að yfirvöld Kína komi að fyrirtækinu með nokkrum hætti. Yfirvöld Bandaríkjanna, Nýja-Sjálands og Ástralíu hafa bannað notkun búnaðar frá Huawai við uppbyggingu 5G kerfa þar í landi. Þá hefur BT í Bretlandi tilkynnt að búnaður Huawei verður fjarlægður úr kerfum þess eftir að leyniþjónusta Bretlands, MI6, sagði búnaðinn óöruggan. Ráða- og embættismenn í Bandaríkjunum hafa verið að hvetja yfirvöld Kanada til að grípa til sambærilegra aðgerða. Huawei er einkafyrirtæki en vestræn ríki óttast þrátt fyrir það að fyrirtækið, og önnur fyrirtæki í Kína, starfi með leyniþjónustum Kína. Lög voru sett í Kína fyrr á þessu ári að fyrirtækjum þar í landi er í raun skylt að starfa með leyniþjónustum. Bandaríkin Kína Tækni Tengdar fréttir Huawei siglir fram úr Apple Kínverski raftækjarisinn Huawei er orðinn næststærsti snjallsímaframleiðandi heims og hefur þar með tekið fram úr Apple. 2. ágúst 2018 06:30 Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55 Biðja um að Huawei verði sniðgengið Ríkisstjórn Bandaríkjanna reynir um þessar mundir að telja bandamenn sína á að hætta notkun netbúnaðar frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. 24. nóvember 2018 00:01 Deila persónulegum gögnum með meintri þjóðaröryggisógn Enn eitt hneykslið skekur Facebook. Miðillinn deilir upplýsingum með kínverska símafyrirtækinu Huawei. CIA, FBI og NSA hafa sagt Huawei ógn við þjóðaröryggi. Forstjóri Huawei neitar staðfastlega að fyrirtæki hans stundi njósnir. Bandarí 7. júní 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Sjá meira
Handtaka fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei tengist rannsókn Bandaríkjanna á því hvort fyrirtækið hafi brotið gegn viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þetta hefur verið staðfest af Dómsmálaráðuneyti Kanada. Meng Wanzhou var handtekin í Kanada þann fyrsta desember og verður mögulega framseld til Bandaríkjanna en yfirvöld Kína krefjast þess að Meng verði sleppt úr haldi og henni gert kleift að fara aftur til Kína. Talsmaður sendiráðs Kína í Kanada segir að handtakan hafi brotið alvarlega gegn mannréttindum hennar, samkvæmt CBC í Kanada.Starfsmenn Dómsmálaráðuneytis Kanada segjast ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið þar sem Meng hafi krafist þess fyrir dómi að slíkt mætti ekki. Meng mun fara fyrir dómara á morgun þar sem ákveðið verður hvort henni verði sleppt gegn tryggingu. Handtakan kemur upp á erfiðum tíma í samskiptum Bandaríkjanna og Kína, sem gerðu nýverið 90 daga „vopnahlé“ í viðskiptastríði ríkjanna eftir samkomulag forsetanna Donald Trump og Xi Jinping. Huawei varð nýverið næst stærsti símaframleiðandi heimsins. Vestræn ríki hafa þó tekið upp á því að hætta að nota tækni og búnað Huawei vegna ásakana um að yfirvöld Kína stundi njósnir í gegnum fyrirtækið. Forsvarsmenn Huwai þvertaka þó fyrir að yfirvöld Kína komi að fyrirtækinu með nokkrum hætti. Yfirvöld Bandaríkjanna, Nýja-Sjálands og Ástralíu hafa bannað notkun búnaðar frá Huawai við uppbyggingu 5G kerfa þar í landi. Þá hefur BT í Bretlandi tilkynnt að búnaður Huawei verður fjarlægður úr kerfum þess eftir að leyniþjónusta Bretlands, MI6, sagði búnaðinn óöruggan. Ráða- og embættismenn í Bandaríkjunum hafa verið að hvetja yfirvöld Kanada til að grípa til sambærilegra aðgerða. Huawei er einkafyrirtæki en vestræn ríki óttast þrátt fyrir það að fyrirtækið, og önnur fyrirtæki í Kína, starfi með leyniþjónustum Kína. Lög voru sett í Kína fyrr á þessu ári að fyrirtækjum þar í landi er í raun skylt að starfa með leyniþjónustum.
Bandaríkin Kína Tækni Tengdar fréttir Huawei siglir fram úr Apple Kínverski raftækjarisinn Huawei er orðinn næststærsti snjallsímaframleiðandi heims og hefur þar með tekið fram úr Apple. 2. ágúst 2018 06:30 Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55 Biðja um að Huawei verði sniðgengið Ríkisstjórn Bandaríkjanna reynir um þessar mundir að telja bandamenn sína á að hætta notkun netbúnaðar frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. 24. nóvember 2018 00:01 Deila persónulegum gögnum með meintri þjóðaröryggisógn Enn eitt hneykslið skekur Facebook. Miðillinn deilir upplýsingum með kínverska símafyrirtækinu Huawei. CIA, FBI og NSA hafa sagt Huawei ógn við þjóðaröryggi. Forstjóri Huawei neitar staðfastlega að fyrirtæki hans stundi njósnir. Bandarí 7. júní 2018 06:00 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Girnist Gasa og vill íbúana burt Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Sjá meira
Huawei siglir fram úr Apple Kínverski raftækjarisinn Huawei er orðinn næststærsti snjallsímaframleiðandi heims og hefur þar með tekið fram úr Apple. 2. ágúst 2018 06:30
Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55
Biðja um að Huawei verði sniðgengið Ríkisstjórn Bandaríkjanna reynir um þessar mundir að telja bandamenn sína á að hætta notkun netbúnaðar frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. 24. nóvember 2018 00:01
Deila persónulegum gögnum með meintri þjóðaröryggisógn Enn eitt hneykslið skekur Facebook. Miðillinn deilir upplýsingum með kínverska símafyrirtækinu Huawei. CIA, FBI og NSA hafa sagt Huawei ógn við þjóðaröryggi. Forstjóri Huawei neitar staðfastlega að fyrirtæki hans stundi njósnir. Bandarí 7. júní 2018 06:00