Óeining um ritskoðaða Kínaleitarvél Google Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. nóvember 2018 06:45 Það eru ekki allir starfsmenn sáttir við áformin. Nordicphotos/Getty Djúp gjá hefur myndast á milli þeirra starfsmanna leitarvélarrisans Google sem eru hrifnir af þróun leitarvélar fyrir Kínamarkað og þeirra sem eru andvígir. Þetta kemur fram í umfjöllun hjá bæði Techcrunch og The Verge. Verkefnið, sem kallast Dragonfly, hefur verið umdeilt alveg frá því fyrst var fjallað um það í ágúst síðastliðnum. Kínversk leitarvél Google verður nefnilega ritskoðuð í takt við stefnu stjórnvalda. Með þróun leitarvélarinnar kemst Google hins vegar aftur inn á Kínamarkað eftir átta ára útlegð. Stjórnmálamenn á borð við varaforseta Bandaríkjanna, mannréttindabaráttufólk, fyrrverandi starfsmenn og fjölmargir aðrir hafa lýst yfir efasemdum sínum um siðferði verkefnisins. Google hefur ítrekað neitað að tjá sig um Dragonfly og hefur, samkvæmt The Verge, sagt að verkefnið sé á tilraunastigi og að leitarvélin sé ekki að fara í loftið í náinni framtíð. Strax í upphafi kröfðust um 1.400 starfsmenn Google þess í bréfi að fá frekari upplýsingar um verkefnið. Nú, mánuðum síðar, hafa um 530 starfsmenn undirritað bréf þar sem lýst er yfir andstöðu við Kínaleitarvélina. Flestir sem skrifa undir eru hugbúnaðarverkfræðingar og forritarar. „Við neitum að þróa tækni sem gerir valdafólki auðveldara að kúga hina berskjölduðu. Kínverska ríkisstjórnin er ekki sú eina sem vill hindra tjáningarfrelsið og nota eftirlitstækni til þess að bæla niður andstöðu. Markaðssetning Dragonfly í Kína myndi gefa hættulegt fordæmi og gera Google erfitt að neita fleiri ríkjum um að ritskoða leitir,“ sagði meðal annars í bréfinu. Á hinn bóginn hafa um 500 undirskriftir safnast innan Google til stuðnings Dragonfly. Techcrunch fékk afrit af bréfinu og var meginstefið það að verkefnið væri í samræmi við þá hugsjón Google að auka aðgengi að upplýsingum. „Hvergi eru fleiri internetnotendur en í Kína en samt stendur þjónusta Google Kínverjum ekki til boða. Þetta ástand gengur í berhögg við verkefni okkar sem gengur út á að gera upplýsingar aðgengilegar. Google ætti að halda áfram vinnu sinni að því að komast að því hvernig hægt er að bjóða kínverskum notendum þjónustu okkar,“ sagði í því bréfi. Birtist í Fréttablaðinu Kína Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Sjá meira
Djúp gjá hefur myndast á milli þeirra starfsmanna leitarvélarrisans Google sem eru hrifnir af þróun leitarvélar fyrir Kínamarkað og þeirra sem eru andvígir. Þetta kemur fram í umfjöllun hjá bæði Techcrunch og The Verge. Verkefnið, sem kallast Dragonfly, hefur verið umdeilt alveg frá því fyrst var fjallað um það í ágúst síðastliðnum. Kínversk leitarvél Google verður nefnilega ritskoðuð í takt við stefnu stjórnvalda. Með þróun leitarvélarinnar kemst Google hins vegar aftur inn á Kínamarkað eftir átta ára útlegð. Stjórnmálamenn á borð við varaforseta Bandaríkjanna, mannréttindabaráttufólk, fyrrverandi starfsmenn og fjölmargir aðrir hafa lýst yfir efasemdum sínum um siðferði verkefnisins. Google hefur ítrekað neitað að tjá sig um Dragonfly og hefur, samkvæmt The Verge, sagt að verkefnið sé á tilraunastigi og að leitarvélin sé ekki að fara í loftið í náinni framtíð. Strax í upphafi kröfðust um 1.400 starfsmenn Google þess í bréfi að fá frekari upplýsingar um verkefnið. Nú, mánuðum síðar, hafa um 530 starfsmenn undirritað bréf þar sem lýst er yfir andstöðu við Kínaleitarvélina. Flestir sem skrifa undir eru hugbúnaðarverkfræðingar og forritarar. „Við neitum að þróa tækni sem gerir valdafólki auðveldara að kúga hina berskjölduðu. Kínverska ríkisstjórnin er ekki sú eina sem vill hindra tjáningarfrelsið og nota eftirlitstækni til þess að bæla niður andstöðu. Markaðssetning Dragonfly í Kína myndi gefa hættulegt fordæmi og gera Google erfitt að neita fleiri ríkjum um að ritskoða leitir,“ sagði meðal annars í bréfinu. Á hinn bóginn hafa um 500 undirskriftir safnast innan Google til stuðnings Dragonfly. Techcrunch fékk afrit af bréfinu og var meginstefið það að verkefnið væri í samræmi við þá hugsjón Google að auka aðgengi að upplýsingum. „Hvergi eru fleiri internetnotendur en í Kína en samt stendur þjónusta Google Kínverjum ekki til boða. Þetta ástand gengur í berhögg við verkefni okkar sem gengur út á að gera upplýsingar aðgengilegar. Google ætti að halda áfram vinnu sinni að því að komast að því hvernig hægt er að bjóða kínverskum notendum þjónustu okkar,“ sagði í því bréfi.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Innlent Fleiri fréttir Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Sjá meira