Óeining um ritskoðaða Kínaleitarvél Google Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. nóvember 2018 06:45 Það eru ekki allir starfsmenn sáttir við áformin. Nordicphotos/Getty Djúp gjá hefur myndast á milli þeirra starfsmanna leitarvélarrisans Google sem eru hrifnir af þróun leitarvélar fyrir Kínamarkað og þeirra sem eru andvígir. Þetta kemur fram í umfjöllun hjá bæði Techcrunch og The Verge. Verkefnið, sem kallast Dragonfly, hefur verið umdeilt alveg frá því fyrst var fjallað um það í ágúst síðastliðnum. Kínversk leitarvél Google verður nefnilega ritskoðuð í takt við stefnu stjórnvalda. Með þróun leitarvélarinnar kemst Google hins vegar aftur inn á Kínamarkað eftir átta ára útlegð. Stjórnmálamenn á borð við varaforseta Bandaríkjanna, mannréttindabaráttufólk, fyrrverandi starfsmenn og fjölmargir aðrir hafa lýst yfir efasemdum sínum um siðferði verkefnisins. Google hefur ítrekað neitað að tjá sig um Dragonfly og hefur, samkvæmt The Verge, sagt að verkefnið sé á tilraunastigi og að leitarvélin sé ekki að fara í loftið í náinni framtíð. Strax í upphafi kröfðust um 1.400 starfsmenn Google þess í bréfi að fá frekari upplýsingar um verkefnið. Nú, mánuðum síðar, hafa um 530 starfsmenn undirritað bréf þar sem lýst er yfir andstöðu við Kínaleitarvélina. Flestir sem skrifa undir eru hugbúnaðarverkfræðingar og forritarar. „Við neitum að þróa tækni sem gerir valdafólki auðveldara að kúga hina berskjölduðu. Kínverska ríkisstjórnin er ekki sú eina sem vill hindra tjáningarfrelsið og nota eftirlitstækni til þess að bæla niður andstöðu. Markaðssetning Dragonfly í Kína myndi gefa hættulegt fordæmi og gera Google erfitt að neita fleiri ríkjum um að ritskoða leitir,“ sagði meðal annars í bréfinu. Á hinn bóginn hafa um 500 undirskriftir safnast innan Google til stuðnings Dragonfly. Techcrunch fékk afrit af bréfinu og var meginstefið það að verkefnið væri í samræmi við þá hugsjón Google að auka aðgengi að upplýsingum. „Hvergi eru fleiri internetnotendur en í Kína en samt stendur þjónusta Google Kínverjum ekki til boða. Þetta ástand gengur í berhögg við verkefni okkar sem gengur út á að gera upplýsingar aðgengilegar. Google ætti að halda áfram vinnu sinni að því að komast að því hvernig hægt er að bjóða kínverskum notendum þjónustu okkar,“ sagði í því bréfi. Birtist í Fréttablaðinu Kína Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira
Djúp gjá hefur myndast á milli þeirra starfsmanna leitarvélarrisans Google sem eru hrifnir af þróun leitarvélar fyrir Kínamarkað og þeirra sem eru andvígir. Þetta kemur fram í umfjöllun hjá bæði Techcrunch og The Verge. Verkefnið, sem kallast Dragonfly, hefur verið umdeilt alveg frá því fyrst var fjallað um það í ágúst síðastliðnum. Kínversk leitarvél Google verður nefnilega ritskoðuð í takt við stefnu stjórnvalda. Með þróun leitarvélarinnar kemst Google hins vegar aftur inn á Kínamarkað eftir átta ára útlegð. Stjórnmálamenn á borð við varaforseta Bandaríkjanna, mannréttindabaráttufólk, fyrrverandi starfsmenn og fjölmargir aðrir hafa lýst yfir efasemdum sínum um siðferði verkefnisins. Google hefur ítrekað neitað að tjá sig um Dragonfly og hefur, samkvæmt The Verge, sagt að verkefnið sé á tilraunastigi og að leitarvélin sé ekki að fara í loftið í náinni framtíð. Strax í upphafi kröfðust um 1.400 starfsmenn Google þess í bréfi að fá frekari upplýsingar um verkefnið. Nú, mánuðum síðar, hafa um 530 starfsmenn undirritað bréf þar sem lýst er yfir andstöðu við Kínaleitarvélina. Flestir sem skrifa undir eru hugbúnaðarverkfræðingar og forritarar. „Við neitum að þróa tækni sem gerir valdafólki auðveldara að kúga hina berskjölduðu. Kínverska ríkisstjórnin er ekki sú eina sem vill hindra tjáningarfrelsið og nota eftirlitstækni til þess að bæla niður andstöðu. Markaðssetning Dragonfly í Kína myndi gefa hættulegt fordæmi og gera Google erfitt að neita fleiri ríkjum um að ritskoða leitir,“ sagði meðal annars í bréfinu. Á hinn bóginn hafa um 500 undirskriftir safnast innan Google til stuðnings Dragonfly. Techcrunch fékk afrit af bréfinu og var meginstefið það að verkefnið væri í samræmi við þá hugsjón Google að auka aðgengi að upplýsingum. „Hvergi eru fleiri internetnotendur en í Kína en samt stendur þjónusta Google Kínverjum ekki til boða. Þetta ástand gengur í berhögg við verkefni okkar sem gengur út á að gera upplýsingar aðgengilegar. Google ætti að halda áfram vinnu sinni að því að komast að því hvernig hægt er að bjóða kínverskum notendum þjónustu okkar,“ sagði í því bréfi.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Samfélagsmiðlar Tækni Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fleiri fréttir Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Sjá meira