Stefnir í lokun stofnana vegna veggsins Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2018 08:29 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að skrifa ekki undir nýtt fjárlagafrumvarp, fái hann ekki fimm milljarða til að byggja vegg. AP/Evan Vucci Þingmenn Demókrataflokksins segjast ætla að hafna tillögu Repúblikanaflokksins varðandi fjármögnun veggjarsmíði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landamærunum við Mexíkó. Því er útlit fyrir að lokun ríkisstofnanna í næstu viku, leysist deilan ekki. Tillaga Repúblikana fól í sér að fimm milljörðum dala yrði veitt til veggjarins á næstu tveimur árum. Trump hefur hótað því að skrifa ekki undir nýtt fjárlagafrumvarp, án þess að fá fé til að byggja vegg sinn. Þingið hefur þó þegar tryggt um 75 prósentum allra stofnanna fjármagn fram að næsta hausti. Verði ný fjárlög ekki sett í næstu viku yrði því einungis um lokun hluta ríkisstofnanna að ræða. Meðal þeirra stofnanna sem þyrfti að loka yrði þó heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna. Demókratar vilja þó alls ekki fjármagna smíði veggjarins og vísa til orða forsetans um að Mexíkó hefði átt að borga reikninginn. Þá segja þeir það ekki gera fjármögnunina auðveldari að dreifa henni yfir tvö ár. „Þó við séum tilbúin til viðræðna um hvernig við eigum að tryggja landamæri okkar, munum við aldrei styðja það að sólunda skattpeningum í vegg sem ætlað er að æsa upp grasrót Repúblikanaflokksins,“ hefur Washington Post eftir þingkonunni Nita M. Lowey.Einn af hæst settu þingmönnum Demókrataflokksins í öldungadeildinni, Patrick J. Leahy, segir Trump vera að biðja skattgreiðendur Bandaríkjanna um að gefa honum peninga vegna verkefnis sem hann lofaði að myndi ekki kosta þá neitt. Slíkt héldi ekki vatni. Fyrr á árinu sömdu þingmenn um að veita 1,6 milljörðum dala í að bæta öryggi á landamærunum á næsta ári. Demókratar vilja ekki gefa frekar eftir. Sérstaklega með tilliti til þess að þeir tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningum í byrjun mánaðarins. Samkvæmt Washington Post hafði Trump, að áeggjan þingmanna Repúblikanaflokksins, samþykkt að krefjast ekki milljarðanna fimm fyrr en eftir kosningarnar. Nú er hann hins vegar harður á því að fá sitt, áður en Repúblikanar missa tökin á báðum deildum þingsins. Báðar fylkingar kenna hinni um ef til lokunar stofnanna kemur. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Norður-Ameríka Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira
Þingmenn Demókrataflokksins segjast ætla að hafna tillögu Repúblikanaflokksins varðandi fjármögnun veggjarsmíði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landamærunum við Mexíkó. Því er útlit fyrir að lokun ríkisstofnanna í næstu viku, leysist deilan ekki. Tillaga Repúblikana fól í sér að fimm milljörðum dala yrði veitt til veggjarins á næstu tveimur árum. Trump hefur hótað því að skrifa ekki undir nýtt fjárlagafrumvarp, án þess að fá fé til að byggja vegg sinn. Þingið hefur þó þegar tryggt um 75 prósentum allra stofnanna fjármagn fram að næsta hausti. Verði ný fjárlög ekki sett í næstu viku yrði því einungis um lokun hluta ríkisstofnanna að ræða. Meðal þeirra stofnanna sem þyrfti að loka yrði þó heimavarnarráðuneyti Bandaríkjanna. Demókratar vilja þó alls ekki fjármagna smíði veggjarins og vísa til orða forsetans um að Mexíkó hefði átt að borga reikninginn. Þá segja þeir það ekki gera fjármögnunina auðveldari að dreifa henni yfir tvö ár. „Þó við séum tilbúin til viðræðna um hvernig við eigum að tryggja landamæri okkar, munum við aldrei styðja það að sólunda skattpeningum í vegg sem ætlað er að æsa upp grasrót Repúblikanaflokksins,“ hefur Washington Post eftir þingkonunni Nita M. Lowey.Einn af hæst settu þingmönnum Demókrataflokksins í öldungadeildinni, Patrick J. Leahy, segir Trump vera að biðja skattgreiðendur Bandaríkjanna um að gefa honum peninga vegna verkefnis sem hann lofaði að myndi ekki kosta þá neitt. Slíkt héldi ekki vatni. Fyrr á árinu sömdu þingmenn um að veita 1,6 milljörðum dala í að bæta öryggi á landamærunum á næsta ári. Demókratar vilja ekki gefa frekar eftir. Sérstaklega með tilliti til þess að þeir tryggðu sér meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningum í byrjun mánaðarins. Samkvæmt Washington Post hafði Trump, að áeggjan þingmanna Repúblikanaflokksins, samþykkt að krefjast ekki milljarðanna fimm fyrr en eftir kosningarnar. Nú er hann hins vegar harður á því að fá sitt, áður en Repúblikanar missa tökin á báðum deildum þingsins. Báðar fylkingar kenna hinni um ef til lokunar stofnanna kemur.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mexíkó Norður-Ameríka Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Fleiri fréttir Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Sjá meira