Iceland-verslanir í Reykjanesbæ og á Akureyri flæktu kaupin Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 13:00 Meðal verslana sem Basko seldi voru 6 verslanir 10-11. VÍSIR/GVA Viðauki sem gerður var við kaupsamning Samkaupa á verslunum Basko liðkaði fyrir viðskiptunum. Með viðaukanum voru kaup á verslunum í Reykjanesbæ og á Akureyri tekin út fyrir sviga en rannsókn Samkeppniseftirlitsins laut einna helst að samkeppnislegum áhrifum viðskiptanna á þessi tvö svæði. Greint var frá viðskiptunum í gær en Samkaup festi kaup á verslunum 10 - 11 í Lágmúla, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Laugalæk, Borgartúni og Hafnarfirði. Þá voru einnig verslanir Iceland í Glæsibæ, Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka og háskólaverslanirnar í Háskóla Íslands og Háskóla í Reykjavík keyptar.Í frétt á vef Samkeppniseftirlitsins segir að kaupin hafi upphaflega verið tilkynnt stofnuninni þann 25. júní síðastliðinn. Sú tilkynning hafi einnig tekið til tveggja Iceland-verslana sem að endingu voru ekki með í kaupunum; önnur við Hafnargötu í Reykjanesbæ en hin í Kaupangi Akureyri. „Tók rannsókn málsins einkum til samkeppnislegra staðbundinna áhrifa samrunans á þeim svæðum,“ segir í fréttinni.Sjá einnig: Samkaup kaupir tólf verslanir BaskoSamkaup hafi hins vegar tilkynnt Samkeppniseftirlitinu í liðinni viku, þann 12. nóvember, að undirritaður hafi verið viðauki við kaupsamninginn við Basko þar sem fram kom að verslanirnir tvær væru undanskildar kaupunum. „Vegna framangreinds viðauka við kaupsamning samrunaaðila er Samkeppniseftirlitinu nú kleift að taka afstöðu til kaupa Samkaupa á 12 verslunum Basko á höfuðborgarsvæðinu. Gerir Samkeppniseftirlitið ekki athugasemdir við þau kaup,“ segir í fréttinni á vef Samkeppniseftirlitsins en bætt við að ekki hafi hins vegar verið tekin afstaða til kaupa Samkaupa á fyrrnefndum verslunum Basko í Reykjanesi og á Akureyri. Í tilkynningu Samkaupa vegna viðskiptanna sagði að búast mætti við þeim úrskurði á næsta ári. Akureyri Neytendur Reykjanesbær Samkeppnismál Tengdar fréttir Samkaup kaupir tólf verslanir Baskó Samkaup hafa keypt tólf verslanir Baskó á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal verslanir undir merkjum Iceland og valdar verslanir þar sem nú eru reknar 10-11 verslanir. 18. nóvember 2018 11:49 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Viðauki sem gerður var við kaupsamning Samkaupa á verslunum Basko liðkaði fyrir viðskiptunum. Með viðaukanum voru kaup á verslunum í Reykjanesbæ og á Akureyri tekin út fyrir sviga en rannsókn Samkeppniseftirlitsins laut einna helst að samkeppnislegum áhrifum viðskiptanna á þessi tvö svæði. Greint var frá viðskiptunum í gær en Samkaup festi kaup á verslunum 10 - 11 í Lágmúla, Grímsbæ, Hjarðarhaga, Laugalæk, Borgartúni og Hafnarfirði. Þá voru einnig verslanir Iceland í Glæsibæ, Engihjalla, Vesturbergi og Arnarbakka og háskólaverslanirnar í Háskóla Íslands og Háskóla í Reykjavík keyptar.Í frétt á vef Samkeppniseftirlitsins segir að kaupin hafi upphaflega verið tilkynnt stofnuninni þann 25. júní síðastliðinn. Sú tilkynning hafi einnig tekið til tveggja Iceland-verslana sem að endingu voru ekki með í kaupunum; önnur við Hafnargötu í Reykjanesbæ en hin í Kaupangi Akureyri. „Tók rannsókn málsins einkum til samkeppnislegra staðbundinna áhrifa samrunans á þeim svæðum,“ segir í fréttinni.Sjá einnig: Samkaup kaupir tólf verslanir BaskoSamkaup hafi hins vegar tilkynnt Samkeppniseftirlitinu í liðinni viku, þann 12. nóvember, að undirritaður hafi verið viðauki við kaupsamninginn við Basko þar sem fram kom að verslanirnir tvær væru undanskildar kaupunum. „Vegna framangreinds viðauka við kaupsamning samrunaaðila er Samkeppniseftirlitinu nú kleift að taka afstöðu til kaupa Samkaupa á 12 verslunum Basko á höfuðborgarsvæðinu. Gerir Samkeppniseftirlitið ekki athugasemdir við þau kaup,“ segir í fréttinni á vef Samkeppniseftirlitsins en bætt við að ekki hafi hins vegar verið tekin afstaða til kaupa Samkaupa á fyrrnefndum verslunum Basko í Reykjanesi og á Akureyri. Í tilkynningu Samkaupa vegna viðskiptanna sagði að búast mætti við þeim úrskurði á næsta ári.
Akureyri Neytendur Reykjanesbær Samkeppnismál Tengdar fréttir Samkaup kaupir tólf verslanir Baskó Samkaup hafa keypt tólf verslanir Baskó á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal verslanir undir merkjum Iceland og valdar verslanir þar sem nú eru reknar 10-11 verslanir. 18. nóvember 2018 11:49 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Sjá meira
Samkaup kaupir tólf verslanir Baskó Samkaup hafa keypt tólf verslanir Baskó á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal verslanir undir merkjum Iceland og valdar verslanir þar sem nú eru reknar 10-11 verslanir. 18. nóvember 2018 11:49