Pólskættaðir sækja þjónustu heim til að forðast bið á Íslandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 21. nóvember 2018 09:00 Mun styttri bið er eftir læknisþjónustu í Póllandi en hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Íslendingar af pólskum ættum og Pólverjar búsettir hér á landi virðast að hluta sækja heilbrigðisþjónustu til gamla heimalandsins að sögn pólskættaðs hjúkrunarfræðings. Virðist það jafnt gilda um þá sem eru sjúkratryggðir hér á landi og ósjúkratryggða. „Það býr engin rannsókn að baki ályktunum mínum heldur byggja þær á minni reynslu og frásögnum fólks sem ég þekki. Þetta virðist ekki vera í stórum stíl en það eru þó margir sem nota heilbrigðiskerfið úti,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Grazyna María Okuniewska. Grazyna flutti erindi um efnið á morgunverðarfundi Lyfjastofnunar um lestur lyfseðla í liðinni viku. Að sögn Grazynu eru ástæðurnar fyrir slíkum ferðum jafn misjafnar og fjöldi þeirra sem fer í þær. Tungumálið spili rullu en sumir tali takmarkaða íslensku og ensku. Því getur samtalið við lækni hér á landi reynst erfitt. Hið sama gildi um lestur fylgiseðla sem flestir eru á íslensku. Upplýsingar um aukaverkanir og meðhöndlun lyfja geti því misfarist.Grazyna María Okuniewska, hjúkrunarfræðingur„Þá hefur einnig áhrif hve auðvelt það er að komast að hjá lækni í Póllandi. Hér er víða langur biðtími eftir þjónustu. Ég þekki persónulega dæmi um einstaklinga sem höfðu beðið meira en þrjá mánuði eftir meðferð hér. Það tók nokkra daga að fá tíma í rannsókn með sérfræðingi í Póllandi,“ segir Grazyna. Framboð lyfja hér á landi spili einnig inn í. Í Póllandi búi 40 milljónir manna en Ísland er aðeins rúmlega 300 þúsund manna markaður. Sumir sem hingað koma hafi fengið lyf í ættlandinu sem ekki sé aðgengilegt hér. Þau lyf sem hér hafi fengist hafi ekki gefið jafn góða raun og því þekkist það að fólk sæki lyfin út. „Það hefur líka áhrif ef þú ert búsettur í 800 manna bæ á Íslandi. Þar eru sjaldnast sérfræðingar en úti er fjöldi sérfræðinga og biðtíminn styttri,“ segir Grazyna. Í Póllandi er heilbrigðiskerfið tvöfalt í þeim skilningi að fólk getur valið á milli niðurgreiddrar heilbrigðisþjónustu ríkisins eða að fara á einkareknar stöðvar lækna. Þá segir Grazyna að munurinn á verði á tíma hjá sérfræðingi ytra, að teknu tilliti til flugfargjalda, samanborið við verðið á Íslandi, sé oft þannig að fé sparist á ferð út. Ferðina megi síðan nýta til að heimsækja ættingja. „Flestir pólskættaðir sem ég þekki hér myndu frekar vilja nota þjónustuna á Íslandi en hún er ekki boðin á þeim forsendum sem við erum vön. Það hefur áhrif á val okkar,“ segir Grazyna. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira
Íslendingar af pólskum ættum og Pólverjar búsettir hér á landi virðast að hluta sækja heilbrigðisþjónustu til gamla heimalandsins að sögn pólskættaðs hjúkrunarfræðings. Virðist það jafnt gilda um þá sem eru sjúkratryggðir hér á landi og ósjúkratryggða. „Það býr engin rannsókn að baki ályktunum mínum heldur byggja þær á minni reynslu og frásögnum fólks sem ég þekki. Þetta virðist ekki vera í stórum stíl en það eru þó margir sem nota heilbrigðiskerfið úti,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Grazyna María Okuniewska. Grazyna flutti erindi um efnið á morgunverðarfundi Lyfjastofnunar um lestur lyfseðla í liðinni viku. Að sögn Grazynu eru ástæðurnar fyrir slíkum ferðum jafn misjafnar og fjöldi þeirra sem fer í þær. Tungumálið spili rullu en sumir tali takmarkaða íslensku og ensku. Því getur samtalið við lækni hér á landi reynst erfitt. Hið sama gildi um lestur fylgiseðla sem flestir eru á íslensku. Upplýsingar um aukaverkanir og meðhöndlun lyfja geti því misfarist.Grazyna María Okuniewska, hjúkrunarfræðingur„Þá hefur einnig áhrif hve auðvelt það er að komast að hjá lækni í Póllandi. Hér er víða langur biðtími eftir þjónustu. Ég þekki persónulega dæmi um einstaklinga sem höfðu beðið meira en þrjá mánuði eftir meðferð hér. Það tók nokkra daga að fá tíma í rannsókn með sérfræðingi í Póllandi,“ segir Grazyna. Framboð lyfja hér á landi spili einnig inn í. Í Póllandi búi 40 milljónir manna en Ísland er aðeins rúmlega 300 þúsund manna markaður. Sumir sem hingað koma hafi fengið lyf í ættlandinu sem ekki sé aðgengilegt hér. Þau lyf sem hér hafi fengist hafi ekki gefið jafn góða raun og því þekkist það að fólk sæki lyfin út. „Það hefur líka áhrif ef þú ert búsettur í 800 manna bæ á Íslandi. Þar eru sjaldnast sérfræðingar en úti er fjöldi sérfræðinga og biðtíminn styttri,“ segir Grazyna. Í Póllandi er heilbrigðiskerfið tvöfalt í þeim skilningi að fólk getur valið á milli niðurgreiddrar heilbrigðisþjónustu ríkisins eða að fara á einkareknar stöðvar lækna. Þá segir Grazyna að munurinn á verði á tíma hjá sérfræðingi ytra, að teknu tilliti til flugfargjalda, samanborið við verðið á Íslandi, sé oft þannig að fé sparist á ferð út. Ferðina megi síðan nýta til að heimsækja ættingja. „Flestir pólskættaðir sem ég þekki hér myndu frekar vilja nota þjónustuna á Íslandi en hún er ekki boðin á þeim forsendum sem við erum vön. Það hefur áhrif á val okkar,“ segir Grazyna.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Sjá meira