Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. október 2025 13:03 Anna Margrét Grétarsdóttir lætur ummælin ekki á sig fá. Facebook Trans kona á landsþingi Miðflokksins fékk að heyra þau ummæli í málefnastarfi fundarins í gær að trans konur væru skömm við kvenþjóðina. Hún lætur ummælin ekki á sig fá og heldur fundinum ótrauð áfram. Anna Margrét Grétarsdóttir, einn stofnenda Trans Ísland, er dygg stuðningskona Miðflokksins og hefur áður mætt á landsþing flokksins. Í gær var fundarmönnum skipt í fimm hópa og málefnastarf fór í gang. Trans málefni til umræðu Í samtali við fréttastofu segir Anna Margrét að umræðan hafi á tímapunkti snúist að trans málefnum, einkum í tengslum við hinseginfræðslu í skólum og leikskólum. Hún hafi ekki mikið látið að sér kveða í fyrstu. „Það var búið að ræða þetta svolítið og þá sagði ein kona við hliðina á mér að trans konur væru skömm fyrir kvenþjóðina. Og svo var önnur kona sem tók undir það,“ segir Anna Margrét. Hún hafi brugðist við með því að spyrja flokkssystur sína hvað henni fyndist þá um trans karlmenn en fengið svör á þá leið að þeir skiptu ekki máli. Anna Margrét hafi þá staðið upp og farið frá í hálftíma en snúið svo hnarreist aftur. „Ég fór síðan í pontu og hélt smá tölu og endaði á að segja að ég hafi fengið þessi skilaboð. Eftir það fékk ég ekkert annað en jákvætt,“ segir hún. Sammála 99 prósent Miðflokksmála Hún segir misskilnings gæta um viðhorf Miðflokksmanna gegn trans fólki og nefnir nýlegt Kastljósviðtal við Snorra Másson flokksbróður sinn sem dæmi. „Þó að við séum ekki sammála má hann hafa sínar skoðanir. Ég leyfi það alveg en þetta fannst mér svolítið neðanbeltis að segja,“ segir Anna Margrét og vísar til ummæla flokkssystur sinnar. Í færslu á X segir Eldur Smári Kristinsson, fundarmaður sem hefur látið hafa eftir sér ýmis hatursfull ummæli gagnvart trans fólki, eftirfarandi: „Íslensk stjórnmálasaga var skrifuð í kvöld. Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sískonur og létu kvengervillinn sem hefur haldið aftur af umræðunni í flokknum heyra það. Og hann lét ekki sjá sig við kvöldverðinn.“ Anna Margrét, sem segist hokin af reynslu á að heyra skoðanir annarra um sína hagi, segist ekki hafa mætt í kvöldverðinn vegna þess að hún ætlaði sér það aldrei. „Ég mætti heldur ekki í kvöldverðinn síðast, þetta hefur engin áhrif á það,“ segir Anna Margrét og hlær. Hún segist spennt fyrir síðustu klukkustundum landsþingsins en kosið verður í varaformansembættið hvað úr hverju. „Það eru margir hérna að spyrja, af hverju ertu í Miðflokknum? En það er 99 prósent af málum flokksins sem ég trúi á. Það er bara þannig.“ Miðflokkurinn Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Anna Margrét Grétarsdóttir, einn stofnenda Trans Ísland, er dygg stuðningskona Miðflokksins og hefur áður mætt á landsþing flokksins. Í gær var fundarmönnum skipt í fimm hópa og málefnastarf fór í gang. Trans málefni til umræðu Í samtali við fréttastofu segir Anna Margrét að umræðan hafi á tímapunkti snúist að trans málefnum, einkum í tengslum við hinseginfræðslu í skólum og leikskólum. Hún hafi ekki mikið látið að sér kveða í fyrstu. „Það var búið að ræða þetta svolítið og þá sagði ein kona við hliðina á mér að trans konur væru skömm fyrir kvenþjóðina. Og svo var önnur kona sem tók undir það,“ segir Anna Margrét. Hún hafi brugðist við með því að spyrja flokkssystur sína hvað henni fyndist þá um trans karlmenn en fengið svör á þá leið að þeir skiptu ekki máli. Anna Margrét hafi þá staðið upp og farið frá í hálftíma en snúið svo hnarreist aftur. „Ég fór síðan í pontu og hélt smá tölu og endaði á að segja að ég hafi fengið þessi skilaboð. Eftir það fékk ég ekkert annað en jákvætt,“ segir hún. Sammála 99 prósent Miðflokksmála Hún segir misskilnings gæta um viðhorf Miðflokksmanna gegn trans fólki og nefnir nýlegt Kastljósviðtal við Snorra Másson flokksbróður sinn sem dæmi. „Þó að við séum ekki sammála má hann hafa sínar skoðanir. Ég leyfi það alveg en þetta fannst mér svolítið neðanbeltis að segja,“ segir Anna Margrét og vísar til ummæla flokkssystur sinnar. Í færslu á X segir Eldur Smári Kristinsson, fundarmaður sem hefur látið hafa eftir sér ýmis hatursfull ummæli gagnvart trans fólki, eftirfarandi: „Íslensk stjórnmálasaga var skrifuð í kvöld. Miðflokkskonur neita að vera kallaðar sískonur og létu kvengervillinn sem hefur haldið aftur af umræðunni í flokknum heyra það. Og hann lét ekki sjá sig við kvöldverðinn.“ Anna Margrét, sem segist hokin af reynslu á að heyra skoðanir annarra um sína hagi, segist ekki hafa mætt í kvöldverðinn vegna þess að hún ætlaði sér það aldrei. „Ég mætti heldur ekki í kvöldverðinn síðast, þetta hefur engin áhrif á það,“ segir Anna Margrét og hlær. Hún segist spennt fyrir síðustu klukkustundum landsþingsins en kosið verður í varaformansembættið hvað úr hverju. „Það eru margir hérna að spyrja, af hverju ertu í Miðflokknum? En það er 99 prósent af málum flokksins sem ég trúi á. Það er bara þannig.“
Miðflokkurinn Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira