Milljarður í sekt eftir að hafa valdið skógareldi með kynafhjúpunarsprengju Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. nóvember 2018 10:45 Tilkomumikið en örlagaríkt. Mynd/Skjáskot Hinn 37 ára gamli bandaríski landamæravörður Denis Dickey þarf að greiða himinháa sekt eftir að hafa orðið valdur af umfangsmiklum skógareldi í Arizona á síðasta ári. Eldurinn breiddist út eftir að maðurinn hélt svokallaða kynafhjúpunarveislu í óbyggðum Arizona fyrir fjölskyldumeðlimi þar sem afhjúpa átti kyn ófædds barns hans og konu hans. Kynafhjúpunarveislur verða æ vinsælli og keppist fólk gjarnan við að afhjúpa kyn barna þeirra á sem frumlegastan hátt. Dickey virðist hafa ætlað að sprengja skalann í frumleikakeppninni. Fyllti hann kassa af dufti og eldfimu efni.Á kassanum stóðu orðin „boy“ og „girl“ eða „strákur“ og „stelpa“ með leiðbeiningum um að ef sprengingin yrði bleik ættu þau von á stelpu og strák ef sprengingin yrði blá. Því næst skaut Dickey með byssu á kassann með þeim afleiðingum að kassinn sprakk í tætlur.Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi varð sprengingin blá. Sprengingin var hins vegar umtalsverð og dreifðist eldurinn í nærliggjandi kjarr og strá á skömmum tíma. Dickey virðist strax hafa gert sér grein fyrir því að hætta væri að skapast en á myndbandinu má heyra hann skipa fjölskyldumeðlimum sínum að ganga frá svo þau geti komið sér í burtu frá eldinum.Í frétt KLTA í Arizonasegir að Dickey hafi þegar í stað hringt í lögreglu til þess að láta vita af eldinum og játa að hafa kveikt eldinn.Eldurinn geisaði í um viku og olli gríðarlegu tjónu á umfangsmiklu svæði í Arizona, þar á meðal í Coronado-þjóðgarðinum í ríkinu, að því er kemur fram í frétt KLTA.Dickey var á dögunum fundinn sekur um að hafa verið valdur af skógareldinum. Var hann dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða átta milljóna dollara sekt, um einn milljarð íslenskra króna.Landamæravörðurinn þarf þó ekki að greiða sektina alla í einu. Fyrst um sinn mun hann greiða 100 þúsund dollara, um 12 milljónir króna, og eftir það þarf hann að greiða mánaðarlegar greiðslur þangað til að sektin er greidd að fullu. Bandaríkin Skógareldar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Hinn 37 ára gamli bandaríski landamæravörður Denis Dickey þarf að greiða himinháa sekt eftir að hafa orðið valdur af umfangsmiklum skógareldi í Arizona á síðasta ári. Eldurinn breiddist út eftir að maðurinn hélt svokallaða kynafhjúpunarveislu í óbyggðum Arizona fyrir fjölskyldumeðlimi þar sem afhjúpa átti kyn ófædds barns hans og konu hans. Kynafhjúpunarveislur verða æ vinsælli og keppist fólk gjarnan við að afhjúpa kyn barna þeirra á sem frumlegastan hátt. Dickey virðist hafa ætlað að sprengja skalann í frumleikakeppninni. Fyllti hann kassa af dufti og eldfimu efni.Á kassanum stóðu orðin „boy“ og „girl“ eða „strákur“ og „stelpa“ með leiðbeiningum um að ef sprengingin yrði bleik ættu þau von á stelpu og strák ef sprengingin yrði blá. Því næst skaut Dickey með byssu á kassann með þeim afleiðingum að kassinn sprakk í tætlur.Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi varð sprengingin blá. Sprengingin var hins vegar umtalsverð og dreifðist eldurinn í nærliggjandi kjarr og strá á skömmum tíma. Dickey virðist strax hafa gert sér grein fyrir því að hætta væri að skapast en á myndbandinu má heyra hann skipa fjölskyldumeðlimum sínum að ganga frá svo þau geti komið sér í burtu frá eldinum.Í frétt KLTA í Arizonasegir að Dickey hafi þegar í stað hringt í lögreglu til þess að láta vita af eldinum og játa að hafa kveikt eldinn.Eldurinn geisaði í um viku og olli gríðarlegu tjónu á umfangsmiklu svæði í Arizona, þar á meðal í Coronado-þjóðgarðinum í ríkinu, að því er kemur fram í frétt KLTA.Dickey var á dögunum fundinn sekur um að hafa verið valdur af skógareldinum. Var hann dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða átta milljóna dollara sekt, um einn milljarð íslenskra króna.Landamæravörðurinn þarf þó ekki að greiða sektina alla í einu. Fyrst um sinn mun hann greiða 100 þúsund dollara, um 12 milljónir króna, og eftir það þarf hann að greiða mánaðarlegar greiðslur þangað til að sektin er greidd að fullu.
Bandaríkin Skógareldar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila