Dómur er fallinn – en hvað svo? Andrés Magnússon skrifar 12. nóvember 2018 08:00 Eins og öllum er enn í fersku minni komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu, með dómi sínum þann 11. október sl., að innflutningstakmarkanir á fersku kjöti feli í sér vísvitandi og alvarlegt brot gegn EES-skuldbindingum ríkisins, eins og fram kemur í héraðsdómi sem staðfestur var af Hæstarétti, og séu því með öllu ólögmætar. Þar með var komin endanleg niðurstaða fyrir dómstólum í baráttu Samtaka verslunar og þjónustu sem staðið hafði í rúmlega sjö ár. Þrátt fyrir þessa skýru og ótvíræðu niðurstöðu Hæstaréttar, og EFTA-dómstólsins þar áður, er ekki að merkja að neinn asi sé, hvorki á ríkisstjórn né Alþingi, að bregðast við og breyta löggjöfinni til samræmis við niðurstöðu dómsins og þjóðréttarlegar skyldur ríkisins. Samkvæmt fréttatilkynningu sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sendi frá sér sama dag og dómur gekk, er stefnt að því að mæla fyrir slíku frumvarpi á Alþingi í febrúar nk.! Þessi dráttur á viðbrögðum af hálfu stjórnvalda vekur mikla undrun. Fyrir það fyrsta hafa stjórnvöld haft yfrið nægan tíma til að undirbúa viðbrögð við þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir. Það voru allt frá upphafi yfirgnæfandi líkur á að dómur í þessu máli yrði á þann veg sem raunin varð. Í öðru lagi er nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að frá og með uppsögu dómsins er það ólögmæt aðgerð að gera ferskt og ófrosið kjöt upptækt við innflutning til landsins. Upptaka kjötsins í tolli hefur beinlínis í för með sér skaðabótaábyrgð fyrir ríkissjóð á öllu því tjóni sem innflytjendur verða fyrir við slíka aðgerð. Þetta er einmitt það sem er að gerast. Nú þegar hefur a.m.k. ein sending af þýsku lífrænt ræktuðu nautakjöti verið gerð upptæk við innflutning til landsins. Allar líkur eru á að þær verði fleiri á næstunni, vindi stjórnvöld ekki bráðan bug að því að koma í gegn nauðsynlegri lagabreytingu. Stóra spurningin er því þessi: Ætla stjórnvöld að sitja aðgerðarlaus hjá á meðan löglega innflutt kjöt er gert upptækt í tolli með tilheyrandi skaðabótaábyrgð fyrir ríkissjóð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eins og öllum er enn í fersku minni komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu, með dómi sínum þann 11. október sl., að innflutningstakmarkanir á fersku kjöti feli í sér vísvitandi og alvarlegt brot gegn EES-skuldbindingum ríkisins, eins og fram kemur í héraðsdómi sem staðfestur var af Hæstarétti, og séu því með öllu ólögmætar. Þar með var komin endanleg niðurstaða fyrir dómstólum í baráttu Samtaka verslunar og þjónustu sem staðið hafði í rúmlega sjö ár. Þrátt fyrir þessa skýru og ótvíræðu niðurstöðu Hæstaréttar, og EFTA-dómstólsins þar áður, er ekki að merkja að neinn asi sé, hvorki á ríkisstjórn né Alþingi, að bregðast við og breyta löggjöfinni til samræmis við niðurstöðu dómsins og þjóðréttarlegar skyldur ríkisins. Samkvæmt fréttatilkynningu sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sendi frá sér sama dag og dómur gekk, er stefnt að því að mæla fyrir slíku frumvarpi á Alþingi í febrúar nk.! Þessi dráttur á viðbrögðum af hálfu stjórnvalda vekur mikla undrun. Fyrir það fyrsta hafa stjórnvöld haft yfrið nægan tíma til að undirbúa viðbrögð við þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir. Það voru allt frá upphafi yfirgnæfandi líkur á að dómur í þessu máli yrði á þann veg sem raunin varð. Í öðru lagi er nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að frá og með uppsögu dómsins er það ólögmæt aðgerð að gera ferskt og ófrosið kjöt upptækt við innflutning til landsins. Upptaka kjötsins í tolli hefur beinlínis í för með sér skaðabótaábyrgð fyrir ríkissjóð á öllu því tjóni sem innflytjendur verða fyrir við slíka aðgerð. Þetta er einmitt það sem er að gerast. Nú þegar hefur a.m.k. ein sending af þýsku lífrænt ræktuðu nautakjöti verið gerð upptæk við innflutning til landsins. Allar líkur eru á að þær verði fleiri á næstunni, vindi stjórnvöld ekki bráðan bug að því að koma í gegn nauðsynlegri lagabreytingu. Stóra spurningin er því þessi: Ætla stjórnvöld að sitja aðgerðarlaus hjá á meðan löglega innflutt kjöt er gert upptækt í tolli með tilheyrandi skaðabótaábyrgð fyrir ríkissjóð?
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun