Dómur er fallinn – en hvað svo? Andrés Magnússon skrifar 12. nóvember 2018 08:00 Eins og öllum er enn í fersku minni komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu, með dómi sínum þann 11. október sl., að innflutningstakmarkanir á fersku kjöti feli í sér vísvitandi og alvarlegt brot gegn EES-skuldbindingum ríkisins, eins og fram kemur í héraðsdómi sem staðfestur var af Hæstarétti, og séu því með öllu ólögmætar. Þar með var komin endanleg niðurstaða fyrir dómstólum í baráttu Samtaka verslunar og þjónustu sem staðið hafði í rúmlega sjö ár. Þrátt fyrir þessa skýru og ótvíræðu niðurstöðu Hæstaréttar, og EFTA-dómstólsins þar áður, er ekki að merkja að neinn asi sé, hvorki á ríkisstjórn né Alþingi, að bregðast við og breyta löggjöfinni til samræmis við niðurstöðu dómsins og þjóðréttarlegar skyldur ríkisins. Samkvæmt fréttatilkynningu sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sendi frá sér sama dag og dómur gekk, er stefnt að því að mæla fyrir slíku frumvarpi á Alþingi í febrúar nk.! Þessi dráttur á viðbrögðum af hálfu stjórnvalda vekur mikla undrun. Fyrir það fyrsta hafa stjórnvöld haft yfrið nægan tíma til að undirbúa viðbrögð við þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir. Það voru allt frá upphafi yfirgnæfandi líkur á að dómur í þessu máli yrði á þann veg sem raunin varð. Í öðru lagi er nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að frá og með uppsögu dómsins er það ólögmæt aðgerð að gera ferskt og ófrosið kjöt upptækt við innflutning til landsins. Upptaka kjötsins í tolli hefur beinlínis í för með sér skaðabótaábyrgð fyrir ríkissjóð á öllu því tjóni sem innflytjendur verða fyrir við slíka aðgerð. Þetta er einmitt það sem er að gerast. Nú þegar hefur a.m.k. ein sending af þýsku lífrænt ræktuðu nautakjöti verið gerð upptæk við innflutning til landsins. Allar líkur eru á að þær verði fleiri á næstunni, vindi stjórnvöld ekki bráðan bug að því að koma í gegn nauðsynlegri lagabreytingu. Stóra spurningin er því þessi: Ætla stjórnvöld að sitja aðgerðarlaus hjá á meðan löglega innflutt kjöt er gert upptækt í tolli með tilheyrandi skaðabótaábyrgð fyrir ríkissjóð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Eins og öllum er enn í fersku minni komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu, með dómi sínum þann 11. október sl., að innflutningstakmarkanir á fersku kjöti feli í sér vísvitandi og alvarlegt brot gegn EES-skuldbindingum ríkisins, eins og fram kemur í héraðsdómi sem staðfestur var af Hæstarétti, og séu því með öllu ólögmætar. Þar með var komin endanleg niðurstaða fyrir dómstólum í baráttu Samtaka verslunar og þjónustu sem staðið hafði í rúmlega sjö ár. Þrátt fyrir þessa skýru og ótvíræðu niðurstöðu Hæstaréttar, og EFTA-dómstólsins þar áður, er ekki að merkja að neinn asi sé, hvorki á ríkisstjórn né Alþingi, að bregðast við og breyta löggjöfinni til samræmis við niðurstöðu dómsins og þjóðréttarlegar skyldur ríkisins. Samkvæmt fréttatilkynningu sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sendi frá sér sama dag og dómur gekk, er stefnt að því að mæla fyrir slíku frumvarpi á Alþingi í febrúar nk.! Þessi dráttur á viðbrögðum af hálfu stjórnvalda vekur mikla undrun. Fyrir það fyrsta hafa stjórnvöld haft yfrið nægan tíma til að undirbúa viðbrögð við þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir. Það voru allt frá upphafi yfirgnæfandi líkur á að dómur í þessu máli yrði á þann veg sem raunin varð. Í öðru lagi er nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að frá og með uppsögu dómsins er það ólögmæt aðgerð að gera ferskt og ófrosið kjöt upptækt við innflutning til landsins. Upptaka kjötsins í tolli hefur beinlínis í för með sér skaðabótaábyrgð fyrir ríkissjóð á öllu því tjóni sem innflytjendur verða fyrir við slíka aðgerð. Þetta er einmitt það sem er að gerast. Nú þegar hefur a.m.k. ein sending af þýsku lífrænt ræktuðu nautakjöti verið gerð upptæk við innflutning til landsins. Allar líkur eru á að þær verði fleiri á næstunni, vindi stjórnvöld ekki bráðan bug að því að koma í gegn nauðsynlegri lagabreytingu. Stóra spurningin er því þessi: Ætla stjórnvöld að sitja aðgerðarlaus hjá á meðan löglega innflutt kjöt er gert upptækt í tolli með tilheyrandi skaðabótaábyrgð fyrir ríkissjóð?
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar