Tillögur um að verkið fari til góðgerðarmála hagga ekki ákvörðun Jóns Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 11:09 Banksy vakti athygli gesta á skrifstofu Jóns Gnarr. Fréttablaðið/GVA Jón Gnarr segist ekki ætla að láta Banksy-verkið sem hann fékk að gjöf þegar hann var borgarstjóri Reykjavíkur af hendi rakna til góðgerðarmála þar sem slíkt samræmist ekki vilja listamannsins. Þá hyggst hann ekki taka kauptilboðum sem borist hafa í myndina. Málið hefur vakið mikla athygli síðan fyrst var fjallað um það í Fréttablaðinu. Greint var frá því að Jón hefði tekið umrætt Banksy-verk með sér heim eftir að hann lét af störfum sem borgarstjóri en það hafði hangið uppi á skrifstofu borgarstjóra á meðan Jón gegndi embættinu. Fullyrt var að Banksy hefði samþykkt bón Jóns um að gefa honum verk, að því gefnu að það myndi prýða skrifstofu borgarstjóra. Í gær greindi Jón svo frá því að hann hefði ákveðið í samráði við eiginkonu sína, Jógu Jóhannsdóttur, að farga verkinu við fyrsta tækifæri.Góðgerðarmál, borgin og listasöfn samræmist ekki vilja Banksy Jón áréttar þessa ákvörðun sína í nýrri færslu á Facebook sem hann birti í dag. Hann þakkar fyrir góðar kveðjur sem hann hefur fengið vegna myndarinnar. Þá gerir hann ráð fyrir að myndinni verði fargað seinna í dag eða á morgun þrátt fyrir að upp hafi komið hugmyndir um annað. „Vil ég líka segja að ég sé engan flöt á að gefa hana til uppboðs til góðgerðarmála, því það samræmist ekki vilja listamannsins þeas, að ég skapi leið fyrir fjársterka aðila að eignast verkið,“ segir Jón.Sjá einnig: Sara gefur Jóni Gnarr nýtt verk eftir sig Þá samræmist það líklega heldur ekki vilja Banksy að borgin eða listasöfn fái verkið. „Sumir benda á að ég eigi að láta borgina hafa myndina. Það hefur aldrei verið neinn áhugi frá borginni að eignast myndina. Það samræmist líklega heldur og ekki vilja listamannsins. Það hefur og heldur ekki verið neinn áhugi frá listasöfnum að fá þetta verk hvorki til eignar eða láns eða geymslu eða neitt. Mér hefur heldur aldrei dottið það í hug. Ég veit ekki heldur hvort það samræmist vilja listamannsins.“hmmm? pic.twitter.com/TjNxGnAxhc— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 14, 2018 Tekur ekki kauptilboðum Að síðustu segir Jón að í kjölfar „upphlaupsins“ í kringum myndina sé því hreinlegast að farga verkinu. Þá hafi honum jafnframt borist nokkur kauptilboð í myndina en hann hyggst ekki taka neinu þeirra. Því hefur verið haldið fram að Banksy-verkið sé milljóna króna virði, og jafnvel að Jón þyrfti að gefa það upp til skatts. Sjálfur hefur Jón hins vegar vísað því algjörlega á bug að verkið sé svo verðmætt, í raun sé aðeins um að ræða eftirprentun eða plakat sem sé verðlaust og hafi takmarkað gildi fyrir aðra en sig. Banksy og Jón Gnarr Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13 Sara gefur Jóni Gnarr nýtt verk eftir sig Verkið undir miklum áhrifum frá Banksy. 13. nóvember 2018 13:30 Jón Gnarr fargar Banksy-verkinu Gerir það í samráði við eiginkonu sína. 13. nóvember 2018 17:57 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Jón Gnarr segist ekki ætla að láta Banksy-verkið sem hann fékk að gjöf þegar hann var borgarstjóri Reykjavíkur af hendi rakna til góðgerðarmála þar sem slíkt samræmist ekki vilja listamannsins. Þá hyggst hann ekki taka kauptilboðum sem borist hafa í myndina. Málið hefur vakið mikla athygli síðan fyrst var fjallað um það í Fréttablaðinu. Greint var frá því að Jón hefði tekið umrætt Banksy-verk með sér heim eftir að hann lét af störfum sem borgarstjóri en það hafði hangið uppi á skrifstofu borgarstjóra á meðan Jón gegndi embættinu. Fullyrt var að Banksy hefði samþykkt bón Jóns um að gefa honum verk, að því gefnu að það myndi prýða skrifstofu borgarstjóra. Í gær greindi Jón svo frá því að hann hefði ákveðið í samráði við eiginkonu sína, Jógu Jóhannsdóttur, að farga verkinu við fyrsta tækifæri.Góðgerðarmál, borgin og listasöfn samræmist ekki vilja Banksy Jón áréttar þessa ákvörðun sína í nýrri færslu á Facebook sem hann birti í dag. Hann þakkar fyrir góðar kveðjur sem hann hefur fengið vegna myndarinnar. Þá gerir hann ráð fyrir að myndinni verði fargað seinna í dag eða á morgun þrátt fyrir að upp hafi komið hugmyndir um annað. „Vil ég líka segja að ég sé engan flöt á að gefa hana til uppboðs til góðgerðarmála, því það samræmist ekki vilja listamannsins þeas, að ég skapi leið fyrir fjársterka aðila að eignast verkið,“ segir Jón.Sjá einnig: Sara gefur Jóni Gnarr nýtt verk eftir sig Þá samræmist það líklega heldur ekki vilja Banksy að borgin eða listasöfn fái verkið. „Sumir benda á að ég eigi að láta borgina hafa myndina. Það hefur aldrei verið neinn áhugi frá borginni að eignast myndina. Það samræmist líklega heldur og ekki vilja listamannsins. Það hefur og heldur ekki verið neinn áhugi frá listasöfnum að fá þetta verk hvorki til eignar eða láns eða geymslu eða neitt. Mér hefur heldur aldrei dottið það í hug. Ég veit ekki heldur hvort það samræmist vilja listamannsins.“hmmm? pic.twitter.com/TjNxGnAxhc— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 14, 2018 Tekur ekki kauptilboðum Að síðustu segir Jón að í kjölfar „upphlaupsins“ í kringum myndina sé því hreinlegast að farga verkinu. Þá hafi honum jafnframt borist nokkur kauptilboð í myndina en hann hyggst ekki taka neinu þeirra. Því hefur verið haldið fram að Banksy-verkið sé milljóna króna virði, og jafnvel að Jón þyrfti að gefa það upp til skatts. Sjálfur hefur Jón hins vegar vísað því algjörlega á bug að verkið sé svo verðmætt, í raun sé aðeins um að ræða eftirprentun eða plakat sem sé verðlaust og hafi takmarkað gildi fyrir aðra en sig.
Banksy og Jón Gnarr Borgarstjórn Tengdar fréttir Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13 Sara gefur Jóni Gnarr nýtt verk eftir sig Verkið undir miklum áhrifum frá Banksy. 13. nóvember 2018 13:30 Jón Gnarr fargar Banksy-verkinu Gerir það í samráði við eiginkonu sína. 13. nóvember 2018 17:57 Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Fleiri fréttir „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Sjá meira
Borgin hefur engin áform uppi um að kalla eftir Banksy-mynd Jóns Gnarr Umræðan um Banksy-myndina kom illa við skemmtikraftinn. 12. nóvember 2018 12:13
Sara gefur Jóni Gnarr nýtt verk eftir sig Verkið undir miklum áhrifum frá Banksy. 13. nóvember 2018 13:30