Lyfjastofnun bregst við lyfjaskorti með nýju kerfi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2018 19:00 Alma Geirdal greindist með brjóstakrabbamein fyrir ári síðan. Ekkert lát virðist á lyfjaskorti í landinu en konur, í krabbameinsmeðferðum, þurfa enn að lána hvor annarri lífsnauðsynleg lyf til að halda meðferð áfram. Þær segja ástandið langþreytt. Í lok september sagði forstjóri Lyfjastofnunar að lyfin yrðu aðgengileg innan fárra daga. Enn á ný stíga þær konur sem eru í lyfjameðferð eftir brjóstakrabbamein fram og vekja athygli á að mikill skortur sé á lífsnauðsynlegum lyfjum í landinu. Fjallað var upphaflega um málið í september en þá höfðu konurnar verið lyfjalausar dögum saman eða neyðst til að lána hvor annarri lyf til að halda meðferð áfram. Nokkrar þeirra hafa deilt áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum. „Við erum örmagna. Þetta gengur ekki lengur. Nú er heilbrigðiskerfið farið að marinera okkur á botni lyfjaskorts," segir ein þeirra. Alma Geirdal, sem barist hefur við krabbamein í ár, tekur undir þetta. „Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem þetta gerist. Þetta á ekki að vera svona. Eins og ég segi þá eru þetta lífsnausynleg lyf fyrir okkur. Við erum inni á lokaðri grúppu, konur sem hafa verið með brjóstakrabbamein. Þar skiptumst við á lyfjum til að konur sem eiga ekki lyf fái lyfin sín,“ segir hún.Apótek megi afgreiða undanþágulyf Fréttastofa leitaði svara hjá Lyfjastofnun og fékk þær upplýsingar að lyfið sé ófáanlegt vegna framleiðslutafa. Í dag tilkynnti svo stofnunin á heimasíðu sinni að apótek megi bregðast við með þvi að afgreiða undanþágulyf þegar tiltekin lyf fást ekki í lengri tíma og einnig að nýtt kerfi taki strax gildi þar sem markaðsleyfishöfum verður gert skylt að tilkynna fyrirsjáanlegan lyfjaskort. Konurnar hafa þó ekki aðgengi að frumlyfinu en margar segja óþægilegar aukaverkanir fylgja undanþágulyfjunum. Ekki sé boðlegt að geta ekki klárað meðferð á sömu lyfjum og vísað var á þær. „ Það eru nægar aukaverkanir af lyfinu sem við erum á. Mikið hita- og kuldakóf, herjar á stoðkerfið, bjúgmyndun, þreyta, verkir í fótum, geta verið öndunarerfiðleikar. Ef þessi lyf auka á aukaverkanirnar þá er það hræðilegt fyrir okkur sem þurfum nauðsynlega á þessu að halda,” segir hún og fagnar því að Lyfjastofnun hafi sett af stað nýtt ferli í dag. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. 17. september 2018 19:19 Lyfjaskortur kom heilbrigðisráðherra á óvart Krabbameinslyf og önnur nauðsynleg lyf sem skortur hefur verið á verða líklega aðgengileg innan fárra daga. 18. september 2018 23:23 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Ekkert lát virðist á lyfjaskorti í landinu en konur, í krabbameinsmeðferðum, þurfa enn að lána hvor annarri lífsnauðsynleg lyf til að halda meðferð áfram. Þær segja ástandið langþreytt. Í lok september sagði forstjóri Lyfjastofnunar að lyfin yrðu aðgengileg innan fárra daga. Enn á ný stíga þær konur sem eru í lyfjameðferð eftir brjóstakrabbamein fram og vekja athygli á að mikill skortur sé á lífsnauðsynlegum lyfjum í landinu. Fjallað var upphaflega um málið í september en þá höfðu konurnar verið lyfjalausar dögum saman eða neyðst til að lána hvor annarri lyf til að halda meðferð áfram. Nokkrar þeirra hafa deilt áhyggjum sínum á samfélagsmiðlum. „Við erum örmagna. Þetta gengur ekki lengur. Nú er heilbrigðiskerfið farið að marinera okkur á botni lyfjaskorts," segir ein þeirra. Alma Geirdal, sem barist hefur við krabbamein í ár, tekur undir þetta. „Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem þetta gerist. Þetta á ekki að vera svona. Eins og ég segi þá eru þetta lífsnausynleg lyf fyrir okkur. Við erum inni á lokaðri grúppu, konur sem hafa verið með brjóstakrabbamein. Þar skiptumst við á lyfjum til að konur sem eiga ekki lyf fái lyfin sín,“ segir hún.Apótek megi afgreiða undanþágulyf Fréttastofa leitaði svara hjá Lyfjastofnun og fékk þær upplýsingar að lyfið sé ófáanlegt vegna framleiðslutafa. Í dag tilkynnti svo stofnunin á heimasíðu sinni að apótek megi bregðast við með þvi að afgreiða undanþágulyf þegar tiltekin lyf fást ekki í lengri tíma og einnig að nýtt kerfi taki strax gildi þar sem markaðsleyfishöfum verður gert skylt að tilkynna fyrirsjáanlegan lyfjaskort. Konurnar hafa þó ekki aðgengi að frumlyfinu en margar segja óþægilegar aukaverkanir fylgja undanþágulyfjunum. Ekki sé boðlegt að geta ekki klárað meðferð á sömu lyfjum og vísað var á þær. „ Það eru nægar aukaverkanir af lyfinu sem við erum á. Mikið hita- og kuldakóf, herjar á stoðkerfið, bjúgmyndun, þreyta, verkir í fótum, geta verið öndunarerfiðleikar. Ef þessi lyf auka á aukaverkanirnar þá er það hræðilegt fyrir okkur sem þurfum nauðsynlega á þessu að halda,” segir hún og fagnar því að Lyfjastofnun hafi sett af stað nýtt ferli í dag.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. 17. september 2018 19:19 Lyfjaskortur kom heilbrigðisráðherra á óvart Krabbameinslyf og önnur nauðsynleg lyf sem skortur hefur verið á verða líklega aðgengileg innan fárra daga. 18. september 2018 23:23 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. 17. september 2018 19:19
Lyfjaskortur kom heilbrigðisráðherra á óvart Krabbameinslyf og önnur nauðsynleg lyf sem skortur hefur verið á verða líklega aðgengileg innan fárra daga. 18. september 2018 23:23