Bara misskilningur um aldursgreiningar? Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 15. nóvember 2018 20:01 Í ljósi greinar Lilju Rósar Pálsdóttur, verkefnastjóra hjá Útlendingastofnun í Fréttablaðinu þann 15. nóvember., þar sem hún vísar í grein mína „Hvert er siðferði Háskóla Íslands“, frá 1. nóvember sl, vil ég ítreka innihald greinarinnar. Staðreyndin er sú að Háskóli Íslands er að undirbúa þjónustusamning um að aldursgreiningarnar á hælisleitendum með tanngreiningum fari fram innan veggja skólans. Verði það að veruleika tekur menntastofnunin HÍ sér þá stöðu að hafa áhrif á málsmeðferð umsækjenda um hæli hérlendis með líkamsrannsóknum. Þannig myndi HÍ framkvæma rannsóknir sem eru í andstöðu við yfirlýsingar UNICEF, Rauða krossins og fleiri mannúðarsamtaka sem eru mótfallin tanngreiningarrannsóknum. Það er aðkoma HÍ að þessum rannsóknum sem málið snýst um af hálfu stúdenta; hvort að skólinn eigi að standa fyrir þeim líkamsrannsóknum sem eru nýttar til ákvörðunar aldurs hælisleitenda. Það er enginn misskilningur um það, nema kannski hjá Útlendingastofnun? Þá er tilefni til að tjá Lilju að undirrituð og þeir stúdentaráðsliðar sem ég tala fyrir hafa að sjálfsögðu kynnt sér málið í þaula. Að Útlendingastofnun grípi til greinarskrifa í tilefni af grein minni og afstöðu Stúdentaráðs er áhugavert, enda er það alfarið á ábyrgð Háskóla Íslands ef rannsóknirnar munu fara fram á vegum skólans. Þetta hef ég hef ítrekað bent á og þá fyrst í september á fundi Stúdentaráðs HÍ. Samkvæmt lögum um háskóla er skýrt að háskólar ráða skipulagi starfsemi sinnar og ákveða hvernig henni er best fyrir komið. Útlendingastofnun eða nokkur önnur ríkisstofnun getur ekki sagt skólanum fyrir um hvaða starfsemi skuli fara fram innan skólans heldur er ákvörðunin alfarið í höndum HÍ. Vernd eða ekki vernd: Í grein Lilju Rósar Pálsdóttur, segir hún: „Að niðurstaða aldursgreiningar ráði því hvort einstaklingi sé veitt vernd en ekki þörfin fyrir vernd er misskilningur sem víða hefur borið á í umræðunni.“ Í grein minni frá 1. nóvember sl. er hvergi að finna fullyrðingu þess efnis að aldursgreiningin ráði úrslitum málsins. Enginn hefur haldið öðru fram en að börn njóti ólíkrar réttarverndar en fullorðnir í gildandi lagaumhverfi og að aldur skipti máli við ákvörðun um að veita hæli hérlendis. Það er ekki misskilningur um þessi atriði af hálfu stúdenta. Málið snýst um hvort að Háskóli Íslands skuli standa fyrir vafasömum rannsóknum sem nýttar eru til ákvörðunar aldurs hælisleitenda. Þess vegna hafa stúdentar fjallað um málið og vísað til laga, vísindasiðareglna og yfirlýsinga mannúðarsamtaka. Hvað ætlar HÍ að gera? Afstaða stúdenta hefur gengið út á með hvaða hætti HÍ er að taka sér stöðu í málefnum hælisleitenda hérlendis. Á sama tíma og LÍN hefur breytt sínum reglum og aukið aðgengi að námi, á sama ári og ræðumenn á útskrift HÍ tala fyrir því að skólinn eigi að taka vel á móti þeim sem leita til landsins, á meðan mannúðarsamtök hafa ályktað gegn þeim aðferðum sem HÍ vill nú semja um að taka þátt í, er virkilega til skoðunar innan HÍ að skólinn taki sér hlutverk sem hefur áhrif á afgreiðslu mála meðal þessa viðkvæma hóps. Skoðun stúdenta er að slíkt verkefni samrýmist ekki siðareglum HÍ.Höfundur er oddviti Röskvu og stúdentaráðsliði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Í ljósi greinar Lilju Rósar Pálsdóttur, verkefnastjóra hjá Útlendingastofnun í Fréttablaðinu þann 15. nóvember., þar sem hún vísar í grein mína „Hvert er siðferði Háskóla Íslands“, frá 1. nóvember sl, vil ég ítreka innihald greinarinnar. Staðreyndin er sú að Háskóli Íslands er að undirbúa þjónustusamning um að aldursgreiningarnar á hælisleitendum með tanngreiningum fari fram innan veggja skólans. Verði það að veruleika tekur menntastofnunin HÍ sér þá stöðu að hafa áhrif á málsmeðferð umsækjenda um hæli hérlendis með líkamsrannsóknum. Þannig myndi HÍ framkvæma rannsóknir sem eru í andstöðu við yfirlýsingar UNICEF, Rauða krossins og fleiri mannúðarsamtaka sem eru mótfallin tanngreiningarrannsóknum. Það er aðkoma HÍ að þessum rannsóknum sem málið snýst um af hálfu stúdenta; hvort að skólinn eigi að standa fyrir þeim líkamsrannsóknum sem eru nýttar til ákvörðunar aldurs hælisleitenda. Það er enginn misskilningur um það, nema kannski hjá Útlendingastofnun? Þá er tilefni til að tjá Lilju að undirrituð og þeir stúdentaráðsliðar sem ég tala fyrir hafa að sjálfsögðu kynnt sér málið í þaula. Að Útlendingastofnun grípi til greinarskrifa í tilefni af grein minni og afstöðu Stúdentaráðs er áhugavert, enda er það alfarið á ábyrgð Háskóla Íslands ef rannsóknirnar munu fara fram á vegum skólans. Þetta hef ég hef ítrekað bent á og þá fyrst í september á fundi Stúdentaráðs HÍ. Samkvæmt lögum um háskóla er skýrt að háskólar ráða skipulagi starfsemi sinnar og ákveða hvernig henni er best fyrir komið. Útlendingastofnun eða nokkur önnur ríkisstofnun getur ekki sagt skólanum fyrir um hvaða starfsemi skuli fara fram innan skólans heldur er ákvörðunin alfarið í höndum HÍ. Vernd eða ekki vernd: Í grein Lilju Rósar Pálsdóttur, segir hún: „Að niðurstaða aldursgreiningar ráði því hvort einstaklingi sé veitt vernd en ekki þörfin fyrir vernd er misskilningur sem víða hefur borið á í umræðunni.“ Í grein minni frá 1. nóvember sl. er hvergi að finna fullyrðingu þess efnis að aldursgreiningin ráði úrslitum málsins. Enginn hefur haldið öðru fram en að börn njóti ólíkrar réttarverndar en fullorðnir í gildandi lagaumhverfi og að aldur skipti máli við ákvörðun um að veita hæli hérlendis. Það er ekki misskilningur um þessi atriði af hálfu stúdenta. Málið snýst um hvort að Háskóli Íslands skuli standa fyrir vafasömum rannsóknum sem nýttar eru til ákvörðunar aldurs hælisleitenda. Þess vegna hafa stúdentar fjallað um málið og vísað til laga, vísindasiðareglna og yfirlýsinga mannúðarsamtaka. Hvað ætlar HÍ að gera? Afstaða stúdenta hefur gengið út á með hvaða hætti HÍ er að taka sér stöðu í málefnum hælisleitenda hérlendis. Á sama tíma og LÍN hefur breytt sínum reglum og aukið aðgengi að námi, á sama ári og ræðumenn á útskrift HÍ tala fyrir því að skólinn eigi að taka vel á móti þeim sem leita til landsins, á meðan mannúðarsamtök hafa ályktað gegn þeim aðferðum sem HÍ vill nú semja um að taka þátt í, er virkilega til skoðunar innan HÍ að skólinn taki sér hlutverk sem hefur áhrif á afgreiðslu mála meðal þessa viðkvæma hóps. Skoðun stúdenta er að slíkt verkefni samrýmist ekki siðareglum HÍ.Höfundur er oddviti Röskvu og stúdentaráðsliði
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun