Telja að sum fórnarlömb kjarreldanna finnist aldrei Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2018 12:01 Hitinn sem myndaðist í kjarreldinum sem fór yfir Paradís var svo mikill að lík gætu hafa brunnið upp til agna þannig að ómögulegt verður að finna þau. Vísir/EPA Um þúsund manns er enn saknað eftir kjarreldana miklu í bænum Paradís í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Leitarfólk óttast að lík sumra þeirra sem fórust muni aldrei finnast vegna þess þess hversu ákafur eldurinn var. Lík 77 manns höfðu fundist í gærkvöldi. Paradís varð verst úti í Camp-kjarreldinum sem stækkaði á ógnarhraða fyrr í þessum mánuði. Eyðileggingin af völdum eldsins er talin sú mesta í sögu Kaliforníu. Á ellefta þúsund íbúðarhúsa urðu eldinum að bráð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Leitarhópar freista þess enn að finna líkamsleifar fólks sem er saknað. Eldurinn var hins vegar svo heitur að mögulegt er talið að lík hafi brunnið upp til agna. „Ef eldurinn varði nógu lengi og brann nógu heitt gætu beinin að minnsta kosti hafa brotnað svo smátt niður að við kæmum ekki auga á þau og það er mögulega að ekki einu sinni hundarnir gætu greint þau,“ segir Trish Moutard, einn sjálfboðaliðanna sem hefur leitað að fólki í brunarústunum. Upphaflega fór listi þeirra sem var saknað upp í um tvö þúsund manns. Þekkt er að slíkt gerist í kjölfar hamfara þegar ættingum og vinum tekst ekki að ná sambandi við fólk á hamfarasvæðum þegar fjarskipti eru stopul eða liggja niðri. Yfirvöld hafa því hvatt íbúa til þess að fara yfir lista þeirra sem er saknað svo hægt sé að fjarlægja þá sem vitað er að eru á lífi. Lík margra þeirra sem fórust fundust í eða við bíla á einu flóttaleiðinni út úr fjallabænum Paradís. Eldurinn er sagður hafa farið svo hratt yfir að fólk sem reyndi að komast undan á bílum en sat fast í umferð hafi þurft að yfirgefa þá og forða sér á hlaupum.Vandinn hefur ágerst með loftslagsbreytingum Hætta er á skógareldum í Kaliforníu á haustin þegar árstíðarbundnir vindar, svonefndir Santa Ana-vindar, bera heitt og þurrt loft frá eyðimörkunum austan við Kaliforníu yfir ríkið sunnanvert. Sérfræðingar segja að áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna hafi magnað eldhættuna með því að auka enn á þurrkinn og hitann. Fimm síðustu ár eru þau hlýjustu í Kaliforníu frá því að mælingar hófust. Í Paradís hefur úrkoman aðeins numið 25 millímetrum frá því í maí. Þrátt fyrir það sagði Donald Trump forseti að eldarnir hefðu ekki breytt hugmyndum sínum um loftslagsbreytingar þegar hann heimsótti hamfarasvæðin um helgina. Forsetinn hefur líkt og fleiri repúblikanar afneita vísindalegri þekkingu á eðli og orsökum loftslagsbreytinga. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30 Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Leit að látnum gæti tekið vikur Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. 14. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
Um þúsund manns er enn saknað eftir kjarreldana miklu í bænum Paradís í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Leitarfólk óttast að lík sumra þeirra sem fórust muni aldrei finnast vegna þess þess hversu ákafur eldurinn var. Lík 77 manns höfðu fundist í gærkvöldi. Paradís varð verst úti í Camp-kjarreldinum sem stækkaði á ógnarhraða fyrr í þessum mánuði. Eyðileggingin af völdum eldsins er talin sú mesta í sögu Kaliforníu. Á ellefta þúsund íbúðarhúsa urðu eldinum að bráð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Leitarhópar freista þess enn að finna líkamsleifar fólks sem er saknað. Eldurinn var hins vegar svo heitur að mögulegt er talið að lík hafi brunnið upp til agna. „Ef eldurinn varði nógu lengi og brann nógu heitt gætu beinin að minnsta kosti hafa brotnað svo smátt niður að við kæmum ekki auga á þau og það er mögulega að ekki einu sinni hundarnir gætu greint þau,“ segir Trish Moutard, einn sjálfboðaliðanna sem hefur leitað að fólki í brunarústunum. Upphaflega fór listi þeirra sem var saknað upp í um tvö þúsund manns. Þekkt er að slíkt gerist í kjölfar hamfara þegar ættingum og vinum tekst ekki að ná sambandi við fólk á hamfarasvæðum þegar fjarskipti eru stopul eða liggja niðri. Yfirvöld hafa því hvatt íbúa til þess að fara yfir lista þeirra sem er saknað svo hægt sé að fjarlægja þá sem vitað er að eru á lífi. Lík margra þeirra sem fórust fundust í eða við bíla á einu flóttaleiðinni út úr fjallabænum Paradís. Eldurinn er sagður hafa farið svo hratt yfir að fólk sem reyndi að komast undan á bílum en sat fast í umferð hafi þurft að yfirgefa þá og forða sér á hlaupum.Vandinn hefur ágerst með loftslagsbreytingum Hætta er á skógareldum í Kaliforníu á haustin þegar árstíðarbundnir vindar, svonefndir Santa Ana-vindar, bera heitt og þurrt loft frá eyðimörkunum austan við Kaliforníu yfir ríkið sunnanvert. Sérfræðingar segja að áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna hafi magnað eldhættuna með því að auka enn á þurrkinn og hitann. Fimm síðustu ár eru þau hlýjustu í Kaliforníu frá því að mælingar hófust. Í Paradís hefur úrkoman aðeins numið 25 millímetrum frá því í maí. Þrátt fyrir það sagði Donald Trump forseti að eldarnir hefðu ekki breytt hugmyndum sínum um loftslagsbreytingar þegar hann heimsótti hamfarasvæðin um helgina. Forsetinn hefur líkt og fleiri repúblikanar afneita vísindalegri þekkingu á eðli og orsökum loftslagsbreytinga.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05 Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45 Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30 Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Leit að látnum gæti tekið vikur Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. 14. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Sjá meira
Hundruð þúsunda Kaliforníubúa flýja verstu kjarrelda í sögu ríkisins Forseti sambands slökkviliðsmanna í Kaliforníu fordæmir hótanir Trump forseta í garð yfirvalda í ríkinu vegna kjarreldanna sem geisa í því norðan- og sunnanverðu. 10. nóvember 2018 23:05
Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn skógareldar. 18. nóvember 2018 07:45
Íslendingar í Kaliforníu: „Þetta er algjör hryllingur“ Vegur á milli húsahverfis og hlíðar kom í veg fyrir að heimili íslenskrar konu og fjölskyldu hennar hafi brunnið í kjarreldunum sem geysa í Kaliforníu. 11. nóvember 2018 18:30
Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27
Leit að látnum gæti tekið vikur Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. 14. nóvember 2018 07:00