Trump yngri birtir auglýsingu sem CNN neitaði að birta Sylvía Hall skrifar 3. nóvember 2018 18:11 Donald Trump er kominn í kosningagír. Vísir/Getty Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, birti í dag auglýsingu á Twitter-síðu sinni sem hann segir CNN hafa neitað að birta. Auglýsingin sýnir fjölda innflytjenda flykkjast að landamærunum og forsetann heita því að vernda landsmenn gegn slíku. Í færslu sonar forsetans segir hann CNN hafa neitað að birta auglýsinguna vegna þess að hún henti ekki þeirra málflutningi og segir þá aðeins birta „falskar fréttir“. Þá hvetur hann kjósendur til þess að muna eftir auglýsingunni næsta þriðjudag þegar gengið verður til kosninga. Auglýsingin er gerð fyrir Repúblikanaflokkinn og hvetur fólk til þess að veita þeim sitt atkvæði í komandi þingkosningum.CNN refused to run this ad... I guess they only run fake news and won’t talk about real threats that don’t suit their agenda. Enjoy. Remember this on Tuesday. #vote#voterepublicanpic.twitter.com/VyMm7GhPLX — Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) 3 November 2018 Samskiptadeild CNN svaraði tísti Trumps yngri og sagði það hafa komið skýrt fram í svari stöðvarinnar að auglýsingin yrði ekki birt því hún þótti rasísk en í henni eru birtar klippur af glæpamönnum sem hafa komið ólöglega til Bandaríkjanna.CNN has made it abundantly clear in its editorial coverage that this ad is racist. When presented with an opportunity to be paid to take a version of this ad, we declined. Those are the facts. — CNN Communications (@CNNPR) 3 November 2018 Þingkosningunum í næstu viku hefur verið lýst sem einum þeim mikilvægustu í Bandaríkjunum í manna minnum. Þær eru sagðar vera fyrsta tækifæri kjósenda til þess að segja hug sinn um stefnu landsins eftir að kosningasigur Donalds Trump umturnaði stjórnmálunum þar fyrir tveimur árum.Fréttin hefur verið uppfærð Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira
Donald Trump yngri, sonur Bandaríkjaforseta, birti í dag auglýsingu á Twitter-síðu sinni sem hann segir CNN hafa neitað að birta. Auglýsingin sýnir fjölda innflytjenda flykkjast að landamærunum og forsetann heita því að vernda landsmenn gegn slíku. Í færslu sonar forsetans segir hann CNN hafa neitað að birta auglýsinguna vegna þess að hún henti ekki þeirra málflutningi og segir þá aðeins birta „falskar fréttir“. Þá hvetur hann kjósendur til þess að muna eftir auglýsingunni næsta þriðjudag þegar gengið verður til kosninga. Auglýsingin er gerð fyrir Repúblikanaflokkinn og hvetur fólk til þess að veita þeim sitt atkvæði í komandi þingkosningum.CNN refused to run this ad... I guess they only run fake news and won’t talk about real threats that don’t suit their agenda. Enjoy. Remember this on Tuesday. #vote#voterepublicanpic.twitter.com/VyMm7GhPLX — Donald Trump Jr. (@DonaldJTrumpJr) 3 November 2018 Samskiptadeild CNN svaraði tísti Trumps yngri og sagði það hafa komið skýrt fram í svari stöðvarinnar að auglýsingin yrði ekki birt því hún þótti rasísk en í henni eru birtar klippur af glæpamönnum sem hafa komið ólöglega til Bandaríkjanna.CNN has made it abundantly clear in its editorial coverage that this ad is racist. When presented with an opportunity to be paid to take a version of this ad, we declined. Those are the facts. — CNN Communications (@CNNPR) 3 November 2018 Þingkosningunum í næstu viku hefur verið lýst sem einum þeim mikilvægustu í Bandaríkjunum í manna minnum. Þær eru sagðar vera fyrsta tækifæri kjósenda til þess að segja hug sinn um stefnu landsins eftir að kosningasigur Donalds Trump umturnaði stjórnmálunum þar fyrir tveimur árum.Fréttin hefur verið uppfærð
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira