Veltiár framundan Ari Trausti Guðmundsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Okkur jarðarbúum gengur of hægt við að efla viðbrögð gegn hraðri hlýnun loftslags á heimsvísu. Þau snúast um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og samtímis að binda sem mest af kolefni. Breyttur landbúnaður, minni flutningar, minni skógvinnsla í stórum stíl en meiri skógrækt eru meðal lykilverkefna. Enn eitt lykilverkefnið er sjálfbærari orkuframleiðsla en nú tíðkast og tæknilegri stóriðja sem minnkar losun frá verksmiðjum. Rýrnun jökla og hafíss er verulegt áhyggjuefni. Við það minnkar endurvarp sólgeislunar og dökkt land og haf drekkur í sig æ meiri varma. Margt af þessu og skyldum efnum enduróma á ráðstefnum og fundum, t.d. skoðana- og fræðslutorginu sem opið er í Hörpu ár hvert: Arctic Circle. Þar kemur líka oft fram að rannsóknir eru orðnar nægar til þess að við getum aðhafst af skynsemi – að verkin eigi að tala án þess að rannsóknir minnki. Markmið íslenskra stjórnvalda eru metnaðarfull. Að standa við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins og gera auk þess Ísland kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Bæði eiga þau að hljóta þverpólitískt fulltingi þó svo menn greini á um leiðir. Þær finnum við með umræðum og virðingu fyrir staðreyndum. Fjármögnun aðgerða sem til þarf til þess að ná markmiðunum verður að ganga fyrir sumu af því sem við erum vön að vilja fjármagna. Neyslumynstur verður að breytast að ýmsu leyti. Norðurslóðir eru lykilsvæði í andófinu gegn loftslagsbreytingum og við hér á landi í miðri hringiðunni. Á norðurslóðum verður að hægja á vinnslu jarðefnaeldsneytis og takmarka hana við 20% þekktra birgða í jörðu. Á heimsvísu verður að láta ? þekktra birgða liggja kyrrar. Um leið er afar brýnt að Norður-Íshafið og aðliggjandi haf- og strandsvæði verði virt sem vopnlaust svæði með alþjóðlegum samningum – svæði þar sem öryggi, leit og björgun er tryggð en hernaðaruppbygging látin eiga sig. Hafsvæði utan 200 mílna lögsögu verði undir alþjóðlegri stjórn og auðlindanýting þar sömuleiðis. Norðurskautsráðið verður undir íslenskri stjórn frá 2019-2021 og þá hægt að komu mörgu góðu til leiðar eins og um verður búið í verkefnaskrá sem unnið hefur verið að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Okkur jarðarbúum gengur of hægt við að efla viðbrögð gegn hraðri hlýnun loftslags á heimsvísu. Þau snúast um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og samtímis að binda sem mest af kolefni. Breyttur landbúnaður, minni flutningar, minni skógvinnsla í stórum stíl en meiri skógrækt eru meðal lykilverkefna. Enn eitt lykilverkefnið er sjálfbærari orkuframleiðsla en nú tíðkast og tæknilegri stóriðja sem minnkar losun frá verksmiðjum. Rýrnun jökla og hafíss er verulegt áhyggjuefni. Við það minnkar endurvarp sólgeislunar og dökkt land og haf drekkur í sig æ meiri varma. Margt af þessu og skyldum efnum enduróma á ráðstefnum og fundum, t.d. skoðana- og fræðslutorginu sem opið er í Hörpu ár hvert: Arctic Circle. Þar kemur líka oft fram að rannsóknir eru orðnar nægar til þess að við getum aðhafst af skynsemi – að verkin eigi að tala án þess að rannsóknir minnki. Markmið íslenskra stjórnvalda eru metnaðarfull. Að standa við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins og gera auk þess Ísland kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Bæði eiga þau að hljóta þverpólitískt fulltingi þó svo menn greini á um leiðir. Þær finnum við með umræðum og virðingu fyrir staðreyndum. Fjármögnun aðgerða sem til þarf til þess að ná markmiðunum verður að ganga fyrir sumu af því sem við erum vön að vilja fjármagna. Neyslumynstur verður að breytast að ýmsu leyti. Norðurslóðir eru lykilsvæði í andófinu gegn loftslagsbreytingum og við hér á landi í miðri hringiðunni. Á norðurslóðum verður að hægja á vinnslu jarðefnaeldsneytis og takmarka hana við 20% þekktra birgða í jörðu. Á heimsvísu verður að láta ? þekktra birgða liggja kyrrar. Um leið er afar brýnt að Norður-Íshafið og aðliggjandi haf- og strandsvæði verði virt sem vopnlaust svæði með alþjóðlegum samningum – svæði þar sem öryggi, leit og björgun er tryggð en hernaðaruppbygging látin eiga sig. Hafsvæði utan 200 mílna lögsögu verði undir alþjóðlegri stjórn og auðlindanýting þar sömuleiðis. Norðurskautsráðið verður undir íslenskri stjórn frá 2019-2021 og þá hægt að komu mörgu góðu til leiðar eins og um verður búið í verkefnaskrá sem unnið hefur verið að.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar