Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2018 08:38 Repúblikaninn Marsha Blackburn er fyrsta konan til að ná kjöri til öldungadeildarinnar fyrir hönd Tennessee. Vísir/AP Þrátt fyrir að demókratar hafi unnið sigur í fulltrúadeild Bandaríkjaþings unnu repúblikanar á í öldungadeildinni, þökk sé frambjóðendum í lykilríkjum sem hafa bundið trúss sitt við Donald Trump forseta. Demókratar áttu í vök að verjast í öldungadeildinni þar sem kosið var í mun fleiri ríkjum sitjandi þingmanna þeirra en repúblikana. Kosningaspár höfðu gefið repúblikönum um 80% líkur á að halda meirihluta sínum í deildinni og góðar líkur á að bæta við hann. Þær spár virðast hafa gengið eftir að mestu leyti. Eins og stendur er útlit fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni en þeir höfðu áður aðeins eins manns meirihluta. Þrír demókratar í ríkjum sem kusu Trump sem forseta og þóttu valtir í sessi töpuðu allir. Þannig tapaði Heidi Heitkamp fyrir Kevin Cramer í Norður-Dakóta, Claire McCaskill fyrir Josh Hawley í Missouri og Joe Donelly fyrir Mike Braun í Indíana. Allir eru repúblikanarnir einarðir stuðningsmenn Trump forseta. Tapið þýðir að nær engir íhaldssamir demókratar verða eftir í öldungadeildinni fyrir utan Joe Manchin, þingmann Vestur-Virginíu, sem náði endurkjöri. Hann var eini þingmaður demókrata sem greiddi atkvæði með umdeildri skipun Bretts Kavanaugh sem hæstaréttardómara í haust. Á Flórída misstu demókratar einnig þingsæti þegar Bill Nelson, öldungadeildarþingmaður flokksins, tapaði fyrir Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóra ríkisins. Í Tennessee varð Marsha Blackburn, frambjóðandi repúblikana, fyrsta konan til að ná kjöri sem öldungadeildarþingmaður ríkisins.Örlög demókrata í öldungadeildinni ultu á því að þingmenn eins og Heidi Heitkamp í Norður-Dakóta næðu að verja sæti sín. Demókratar töpuðu öllum sætunum þar sem þeir áttu í vök að verjast.Vísir/APBaktrygging gegn mögulegri ákæru fulltrúadeildarinnar Repúblikanar töpuðu einu sæti í Nevada þegar Dean Heller viðurkenndi ósigur gegn Jacky Rosen, frambjóðanda demókrata. Úrslit liggja enn ekki fyrir í Arizona þar sem demókratinn Kyrsten Sinema og repúblikaninn Martha McSally takast á. Sú kosning er sögð nær hnífjöfn. Demókratar höfðu bundið miklar vonir við óvæntan sigur Beto O‘Rourke í baráttu gegn Ted Cruz, öldungadeildarþingmanni repúblikana, í Texas þrátt fyrir að kannanir hafi bent til nokkuð öruggs sigurs Cruz. Cruz hafði á endanum sigur. Stjórnmálaskýrendur hafa þó tengt framboð O‘Rourke við góðan árangur demókrata í kosningum um fulltrúadeildar- og ríkisþingsæti í Texas. Mitt Romney, forsetaframbjóðandi repúblikana árið 2012, náði kjöri í Utah. Hann var harður gagnrýnandi Trump í kosningabaráttunni árið 2016 en hefur síðan tónað hana verulega niður. Stjórnmálaskýrendur telja áhugavert að fylgjast með hvaða stefnu Romney tekur gagnvart forsetanum sem þingmaður. Athygli vekur að Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður demókrata, náði endurkjöri í New Jersey, þrátt fyrir að stutt sé frá því að hann slapp undan ákæru um spillingu í starfi vegna þess að kviðdómur komst ekki að niðurstöðu í máli hans. Sæti hans hefði alla jafna átt að vera nokkuð öruggt en skoðanakannanir bentu til þess að repúblikaninn Bob Hugin ætti möguleika á að velta Menendez úr sessi. Aukinn meirihluti repúblikana í öldungadeildinni gæti reynst Trump forseta mikilvæg baktrygging ef nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeildinni ákveður að gefa út ákæru á hendur honum. Þó að fulltrúadeildin ákveði hvort ákæra skuli forseta er það í höndum aukins meirihluta öldungadeildarinnar að samþykkja eða hafna slíkri ákæru. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Þrátt fyrir að demókratar hafi unnið sigur í fulltrúadeild Bandaríkjaþings unnu repúblikanar á í öldungadeildinni, þökk sé frambjóðendum í lykilríkjum sem hafa bundið trúss sitt við Donald Trump forseta. Demókratar áttu í vök að verjast í öldungadeildinni þar sem kosið var í mun fleiri ríkjum sitjandi þingmanna þeirra en repúblikana. Kosningaspár höfðu gefið repúblikönum um 80% líkur á að halda meirihluta sínum í deildinni og góðar líkur á að bæta við hann. Þær spár virðast hafa gengið eftir að mestu leyti. Eins og stendur er útlit fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni en þeir höfðu áður aðeins eins manns meirihluta. Þrír demókratar í ríkjum sem kusu Trump sem forseta og þóttu valtir í sessi töpuðu allir. Þannig tapaði Heidi Heitkamp fyrir Kevin Cramer í Norður-Dakóta, Claire McCaskill fyrir Josh Hawley í Missouri og Joe Donelly fyrir Mike Braun í Indíana. Allir eru repúblikanarnir einarðir stuðningsmenn Trump forseta. Tapið þýðir að nær engir íhaldssamir demókratar verða eftir í öldungadeildinni fyrir utan Joe Manchin, þingmann Vestur-Virginíu, sem náði endurkjöri. Hann var eini þingmaður demókrata sem greiddi atkvæði með umdeildri skipun Bretts Kavanaugh sem hæstaréttardómara í haust. Á Flórída misstu demókratar einnig þingsæti þegar Bill Nelson, öldungadeildarþingmaður flokksins, tapaði fyrir Rick Scott, fyrrverandi ríkisstjóra ríkisins. Í Tennessee varð Marsha Blackburn, frambjóðandi repúblikana, fyrsta konan til að ná kjöri sem öldungadeildarþingmaður ríkisins.Örlög demókrata í öldungadeildinni ultu á því að þingmenn eins og Heidi Heitkamp í Norður-Dakóta næðu að verja sæti sín. Demókratar töpuðu öllum sætunum þar sem þeir áttu í vök að verjast.Vísir/APBaktrygging gegn mögulegri ákæru fulltrúadeildarinnar Repúblikanar töpuðu einu sæti í Nevada þegar Dean Heller viðurkenndi ósigur gegn Jacky Rosen, frambjóðanda demókrata. Úrslit liggja enn ekki fyrir í Arizona þar sem demókratinn Kyrsten Sinema og repúblikaninn Martha McSally takast á. Sú kosning er sögð nær hnífjöfn. Demókratar höfðu bundið miklar vonir við óvæntan sigur Beto O‘Rourke í baráttu gegn Ted Cruz, öldungadeildarþingmanni repúblikana, í Texas þrátt fyrir að kannanir hafi bent til nokkuð öruggs sigurs Cruz. Cruz hafði á endanum sigur. Stjórnmálaskýrendur hafa þó tengt framboð O‘Rourke við góðan árangur demókrata í kosningum um fulltrúadeildar- og ríkisþingsæti í Texas. Mitt Romney, forsetaframbjóðandi repúblikana árið 2012, náði kjöri í Utah. Hann var harður gagnrýnandi Trump í kosningabaráttunni árið 2016 en hefur síðan tónað hana verulega niður. Stjórnmálaskýrendur telja áhugavert að fylgjast með hvaða stefnu Romney tekur gagnvart forsetanum sem þingmaður. Athygli vekur að Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður demókrata, náði endurkjöri í New Jersey, þrátt fyrir að stutt sé frá því að hann slapp undan ákæru um spillingu í starfi vegna þess að kviðdómur komst ekki að niðurstöðu í máli hans. Sæti hans hefði alla jafna átt að vera nokkuð öruggt en skoðanakannanir bentu til þess að repúblikaninn Bob Hugin ætti möguleika á að velta Menendez úr sessi. Aukinn meirihluti repúblikana í öldungadeildinni gæti reynst Trump forseta mikilvæg baktrygging ef nýr meirihluti demókrata í fulltrúadeildinni ákveður að gefa út ákæru á hendur honum. Þó að fulltrúadeildin ákveði hvort ákæra skuli forseta er það í höndum aukins meirihluta öldungadeildarinnar að samþykkja eða hafna slíkri ákæru.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Sjá meira
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45
Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40