Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2018 08:40 Texas hefur lengi verið eitt helsta vígi Repúblikanaflokksins og vakti það athygli í aðdraganda kosninganna hve mjótt var á munum milli þeirra Ted Cruz og Beto O'Rourke. GETTY/JUSTIN SULLIVAN Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O‘Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. Þó að ekki sé búið að telja öll atkvæðin virðist sem að Cruz hafi fengið um 51 prósent atkvæða en O‘Rourke 48,2 prósent. Cruz sagði í sigurræðu sinni að kosningarnar hafi snúist um von Texasbúa og framtíðina og að íbúar ríkisins hafi í kosningunum lýst yfir vilja til að tryggja sér framtíð með fleiri störfum, auknu öryggi og frelsi. Hinn 47 ára Cruz hefur átt sæti í öldungadeild þingsins frá árinu 2013 og árið 2016 sóttist hann eftir því að verða forsetaefni Repúblikana en beið þá lægri hlut fyrir Donald Trump sem síðar varð forseti. Allt stefnir í að Repúblikanar muni herða tök sín um öldungadeild þingsins en fyrir kosningarnar voru Repúblikanar með 51 þingmann í deildinni en Demókratar 49.Beto O'Rourke ávarpaði stuðningsmenn sína í El Paso í nótt.Getty/Chip SomodevillaÓskaði Cruz til hamingju Texas hefur lengi verið eitt helsta vígi Repúblikanaflokksins og vakti það athygli í aðdraganda kosninganna hve mjótt var á munum milli þeirra Cruz og O‘Rourke. „Ósigur kvöldsins mun ekki draga úr tilfinningum mínum í garð Texas eða þessa lands,“ sagði O‘Rourke. Í ræðu sinni, sem O‘Rourke hélt eftir að ljóst var hvert stefndi, sagðist hann hafa rætt við Cruz og óskað honum til hamingju. „Ég mun starfa með honum og hverjum sem er, hvenær sem er til að sjá til þess að alveg eins og þið hafi verið til staðar fyrir mig, þá munum við vera til staðar fyrir ykkur. Ekki sem Repúblikanar eða Demókratar, heldur sem Texasbúar og Bandaríkjamenn.“ Þá sagðist O‘Rourke enn fremur vera svo „fucking“ stoltur af stuðningsmönnum sínum og þeim sem hafi aðstoðað hann í baráttunni.Beyoncé í hópi stuðningsmanna Hinn 46 ára O‘Rourke vakti sérstaka athygli fyrr á árinu þegar hann varði þá bandarísku fótboltamenn sem fóru niður á hné á meðan að þjóðsöngur Bandaríkjanna er spilaður fyrir leiki í þeim tilgangi að mótmæla kynþáttamisrætti í Bandaríkjunum. Í kosningabaráttunni tókst honum að safna metfé í kosningasjóði sína og lýsti tónlistarkonan Beyoncé, sem er frá Texas, meðal annars yfir stuðningi við Demókratann O‘Rourke. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O‘Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. Þó að ekki sé búið að telja öll atkvæðin virðist sem að Cruz hafi fengið um 51 prósent atkvæða en O‘Rourke 48,2 prósent. Cruz sagði í sigurræðu sinni að kosningarnar hafi snúist um von Texasbúa og framtíðina og að íbúar ríkisins hafi í kosningunum lýst yfir vilja til að tryggja sér framtíð með fleiri störfum, auknu öryggi og frelsi. Hinn 47 ára Cruz hefur átt sæti í öldungadeild þingsins frá árinu 2013 og árið 2016 sóttist hann eftir því að verða forsetaefni Repúblikana en beið þá lægri hlut fyrir Donald Trump sem síðar varð forseti. Allt stefnir í að Repúblikanar muni herða tök sín um öldungadeild þingsins en fyrir kosningarnar voru Repúblikanar með 51 þingmann í deildinni en Demókratar 49.Beto O'Rourke ávarpaði stuðningsmenn sína í El Paso í nótt.Getty/Chip SomodevillaÓskaði Cruz til hamingju Texas hefur lengi verið eitt helsta vígi Repúblikanaflokksins og vakti það athygli í aðdraganda kosninganna hve mjótt var á munum milli þeirra Cruz og O‘Rourke. „Ósigur kvöldsins mun ekki draga úr tilfinningum mínum í garð Texas eða þessa lands,“ sagði O‘Rourke. Í ræðu sinni, sem O‘Rourke hélt eftir að ljóst var hvert stefndi, sagðist hann hafa rætt við Cruz og óskað honum til hamingju. „Ég mun starfa með honum og hverjum sem er, hvenær sem er til að sjá til þess að alveg eins og þið hafi verið til staðar fyrir mig, þá munum við vera til staðar fyrir ykkur. Ekki sem Repúblikanar eða Demókratar, heldur sem Texasbúar og Bandaríkjamenn.“ Þá sagðist O‘Rourke enn fremur vera svo „fucking“ stoltur af stuðningsmönnum sínum og þeim sem hafi aðstoðað hann í baráttunni.Beyoncé í hópi stuðningsmanna Hinn 46 ára O‘Rourke vakti sérstaka athygli fyrr á árinu þegar hann varði þá bandarísku fótboltamenn sem fóru niður á hné á meðan að þjóðsöngur Bandaríkjanna er spilaður fyrir leiki í þeim tilgangi að mótmæla kynþáttamisrætti í Bandaríkjunum. Í kosningabaráttunni tókst honum að safna metfé í kosningasjóði sína og lýsti tónlistarkonan Beyoncé, sem er frá Texas, meðal annars yfir stuðningi við Demókratann O‘Rourke.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Vaktin: Sex í haldi vegna gruns um manndráp Innlent Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Innlent Fleiri fréttir Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Sjá meira
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45