Nýr dómsmálaráðherra Trump var stjórnarmeðlimur í fyrirtæki sem svindlaði á fólki Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2018 16:51 Matthew Whitaker, starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Charlie Neibergall Matthew Whitaker, sem er nú starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, var stjórnarformaður í fyrirtæki sem Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna sagði vera svindl og lokaði. Fyrirtækið, World Patent Marketing, á að hafa svikið fúlgur fjár af fólki og var lokað í fyrra. Miami New Times segir Whitaker einnig hafa sent einum af viðskiptavinum fyrirtækisins hótun í tölvupóst eftir að viðskiptavinurinn kvartaði yfir því að hafa ekki fengið þá þjónustu sem hann borgaði fyrir.Scott Cooper, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, lagði 2,600 dali til kosningasjóðs Whitaker þegar hann reyndi að komast á þing árið 2014. Þá greiddi fyrirtækið Whitaker um tíu þúsund dali áður en því var lokað. Eftir að tilraun Whitaker til að komast á þing misheppnaðist gekk hann til liðs við stjórn WPM. „Ég myndi einungis ganga til liðs við fyrsta flokks samtök,“ sagði Whitaker í fréttatilkynningu á sínum tíma, samkvæmt Washington Post.World Patent Marketing safnaði nærri því 26 milljónum dala í tekjur með því að lofa uppfinningarmönnum meðal annars að selja vörur þeirra.Notuðu stjórnarmeðlimi til að laða viðskiptavini að Fyrirtækið laðaði að sér viðskiptavini með því að vísa til stjórnar þess. Þar sem Whitaker sat, auk annarra. Forstjórinn notaði stjórnina til dæmis til þess að svara gagnrýni á fyrirtækið. Þegar einn óánægður viðskiptavinur sakaði Cooper um svik svaraði hann á þá leið að ef hann væri svikahrappur væri þetta fólk ekki í stjórn fyrirtækisins. „Við erum með fyrrverandi ríkissaksóknarar, meðlimi úr ráðgjafaráði Obama, hershöfðingja, fræga lækn. Hugsaðu út í það,“ skrifaði Cooper.Sjá einnig: Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sérNew Times segir að þrátt fyrir að WPM hafi lofað mikilli þjónustu og stært sig af meintri velgengni, hafi viðskiptavinir þess nánast enga þjónustu fengið.Þegar viðskiptavinirnir kvörtuðu svaraði Cooper með hótunum og meðal annars hótaði hann að siga öryggisvörðum, sem hefðu fengið þjálfun í Krav Maga, á fólk.Notaði fyrrverandi stöðu sína til hótunar Whitaker sjálfur svaraði einum óánægðum viðskiptavini. Eftir að viðskiptavinurinn hafði hótað að kæra WPM sagði Whitaker, sem var þá fyrrverandi ríkissaksóknari og minntist hann á það í póstinum, að það myndi hafa mjög alvarlega lagalegar afleiðingar fyrir viðskiptavininn. Fjármálaeftirlitið segir þúsundir manna hafa orðið fyrir barðinu á WPM. Einhverjir hafi tapað allt að 400 þúsund dölum og aðrir öllu sparifé þeirra. Í samtali við Washington Post segja fyrrverandi viðskiptavinir, eða ef til vill fórnarlömb, WPM að þeim sárni við það að Whitaker sé nú starfandi dómsmálaráðherra. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Matthew Whitaker, sem er nú starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, var stjórnarformaður í fyrirtæki sem Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna sagði vera svindl og lokaði. Fyrirtækið, World Patent Marketing, á að hafa svikið fúlgur fjár af fólki og var lokað í fyrra. Miami New Times segir Whitaker einnig hafa sent einum af viðskiptavinum fyrirtækisins hótun í tölvupóst eftir að viðskiptavinurinn kvartaði yfir því að hafa ekki fengið þá þjónustu sem hann borgaði fyrir.Scott Cooper, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, lagði 2,600 dali til kosningasjóðs Whitaker þegar hann reyndi að komast á þing árið 2014. Þá greiddi fyrirtækið Whitaker um tíu þúsund dali áður en því var lokað. Eftir að tilraun Whitaker til að komast á þing misheppnaðist gekk hann til liðs við stjórn WPM. „Ég myndi einungis ganga til liðs við fyrsta flokks samtök,“ sagði Whitaker í fréttatilkynningu á sínum tíma, samkvæmt Washington Post.World Patent Marketing safnaði nærri því 26 milljónum dala í tekjur með því að lofa uppfinningarmönnum meðal annars að selja vörur þeirra.Notuðu stjórnarmeðlimi til að laða viðskiptavini að Fyrirtækið laðaði að sér viðskiptavini með því að vísa til stjórnar þess. Þar sem Whitaker sat, auk annarra. Forstjórinn notaði stjórnina til dæmis til þess að svara gagnrýni á fyrirtækið. Þegar einn óánægður viðskiptavinur sakaði Cooper um svik svaraði hann á þá leið að ef hann væri svikahrappur væri þetta fólk ekki í stjórn fyrirtækisins. „Við erum með fyrrverandi ríkissaksóknarar, meðlimi úr ráðgjafaráði Obama, hershöfðingja, fræga lækn. Hugsaðu út í það,“ skrifaði Cooper.Sjá einnig: Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sérNew Times segir að þrátt fyrir að WPM hafi lofað mikilli þjónustu og stært sig af meintri velgengni, hafi viðskiptavinir þess nánast enga þjónustu fengið.Þegar viðskiptavinirnir kvörtuðu svaraði Cooper með hótunum og meðal annars hótaði hann að siga öryggisvörðum, sem hefðu fengið þjálfun í Krav Maga, á fólk.Notaði fyrrverandi stöðu sína til hótunar Whitaker sjálfur svaraði einum óánægðum viðskiptavini. Eftir að viðskiptavinurinn hafði hótað að kæra WPM sagði Whitaker, sem var þá fyrrverandi ríkissaksóknari og minntist hann á það í póstinum, að það myndi hafa mjög alvarlega lagalegar afleiðingar fyrir viðskiptavininn. Fjármálaeftirlitið segir þúsundir manna hafa orðið fyrir barðinu á WPM. Einhverjir hafi tapað allt að 400 þúsund dölum og aðrir öllu sparifé þeirra. Í samtali við Washington Post segja fyrrverandi viðskiptavinir, eða ef til vill fórnarlömb, WPM að þeim sárni við það að Whitaker sé nú starfandi dómsmálaráðherra.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira