Margt breyst á fjórum mánuðum hjá Lopetegui Hjörvar Ólafsson skrifar 30. október 2018 07:15 Julen Lopetegui hefur verið sagt upp hjá Real Madrid. AP/Manu Fernandez Það hefur margt breyst hjá spænska knattspyrnustjóranum Julen Lopetegui frá því í byrjun júnímánaðar fyrr á þessu ári. Hann var þá þjálfari spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem hafði ekki beðið lægri hlut undir hans stjórn á þeim rúmu tveimur árum sem hann hafði verið við stjórnvölinn. Spænska liðið hafði betur í 14 leikjum undir hans stjórn og gerði sex jafntefli. Lopetegui fékk þá gylliboð frá spænska stórveldinu Real Madrid sem falaðist eftir kröftum hans til þess að taka við skútunni þar af Zinedine Zidane sem var að láta af störfum eftir þriggja ára starf. Fernando Hierro, fyrrverandi fyrirliði Real Madrid, og félagar hans hjá spænska knattspyrnusambandinu voru ekki sáttir við að Lopetegui hefði farið á bak við þá og hann var látinn fara einungis nokkrum dögum áður en heimsmeistaramótið hófst í Rússlandi í sumar. Hann hafði, áður en hann tók við A-landsliðinu, farið tröppuganginn hjá spænska knattspyrnusambandinu með því að þjálfa U-17, U-19 og U-21 ára lið Spánverja. Þar að auki hefur hann stýrt Rayo Vallecano, B-liði Real Madrid og Porto. Hann fékk liðið í fangið sem var nýbúið að missa sína skærustu stjörnu, Cristiano Ronaldo, en flestir bjuggust við því að forráðamenn Real Madrid myndu opna veskið til þess að fylla skarð hans. Það var hins vegar ekki gert og liðið skortir tilfinnanlega brodd í fremstu fylkingu sína. Karim Benzema, aðalframherji liðsins, hefur skorað fjögur mörk í tíu leikjum í deildinni og Gareth Bale sem átti að taka við kyndlinum af Ronaldo þrjú mörk í níu leikjum í deildinni. Lopetegui mætti með snöruna um hálsinn á æfingu Real Madrid í gærmorgun eftir 5-1 tap fyrir Barcelona. Um kvöldið sendi félagið svo frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Lopetegui hefði verið rekinn. Real Madrid mætir C-deildarliðinu Melilla í fyrri leik liðanna í spænska konungsbikarnum annað kvöld. Santiago Solari, fyrrverandi leikmaður Real Madrid sem stýrt hefur B-liði félagsins síðustu tvö ár og þjálfað yngri flokka hjá félaginu síðan 2013 mun taka tímabundið við liðinu og stýra því í þeim leik hið minnsta. Arsene Wenger og Antonio Conte hafa verið nefndir til sögunnar til þess að taka við spænsk stórliðinu til frambúðar. – hó Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið í öruggum sigri Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Sjá meira
Það hefur margt breyst hjá spænska knattspyrnustjóranum Julen Lopetegui frá því í byrjun júnímánaðar fyrr á þessu ári. Hann var þá þjálfari spænska karlalandsliðsins í knattspyrnu sem hafði ekki beðið lægri hlut undir hans stjórn á þeim rúmu tveimur árum sem hann hafði verið við stjórnvölinn. Spænska liðið hafði betur í 14 leikjum undir hans stjórn og gerði sex jafntefli. Lopetegui fékk þá gylliboð frá spænska stórveldinu Real Madrid sem falaðist eftir kröftum hans til þess að taka við skútunni þar af Zinedine Zidane sem var að láta af störfum eftir þriggja ára starf. Fernando Hierro, fyrrverandi fyrirliði Real Madrid, og félagar hans hjá spænska knattspyrnusambandinu voru ekki sáttir við að Lopetegui hefði farið á bak við þá og hann var látinn fara einungis nokkrum dögum áður en heimsmeistaramótið hófst í Rússlandi í sumar. Hann hafði, áður en hann tók við A-landsliðinu, farið tröppuganginn hjá spænska knattspyrnusambandinu með því að þjálfa U-17, U-19 og U-21 ára lið Spánverja. Þar að auki hefur hann stýrt Rayo Vallecano, B-liði Real Madrid og Porto. Hann fékk liðið í fangið sem var nýbúið að missa sína skærustu stjörnu, Cristiano Ronaldo, en flestir bjuggust við því að forráðamenn Real Madrid myndu opna veskið til þess að fylla skarð hans. Það var hins vegar ekki gert og liðið skortir tilfinnanlega brodd í fremstu fylkingu sína. Karim Benzema, aðalframherji liðsins, hefur skorað fjögur mörk í tíu leikjum í deildinni og Gareth Bale sem átti að taka við kyndlinum af Ronaldo þrjú mörk í níu leikjum í deildinni. Lopetegui mætti með snöruna um hálsinn á æfingu Real Madrid í gærmorgun eftir 5-1 tap fyrir Barcelona. Um kvöldið sendi félagið svo frá sér tilkynningu þar sem fram kom að Lopetegui hefði verið rekinn. Real Madrid mætir C-deildarliðinu Melilla í fyrri leik liðanna í spænska konungsbikarnum annað kvöld. Santiago Solari, fyrrverandi leikmaður Real Madrid sem stýrt hefur B-liði félagsins síðustu tvö ár og þjálfað yngri flokka hjá félaginu síðan 2013 mun taka tímabundið við liðinu og stýra því í þeim leik hið minnsta. Arsene Wenger og Antonio Conte hafa verið nefndir til sögunnar til þess að taka við spænsk stórliðinu til frambúðar. – hó
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Leik lokið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið í öruggum sigri Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Í beinni: Fram - Víkingur | Fram getur blandað sér í toppbaráttuna Í beinni: Valur - FH | Sjóðheitir Valsmenn taka á móti slakasta útivallaliðinu Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti