Heimsmarkmið Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. október 2018 07:00 Við sem reglulega skrifum um loftslagsmál vitum hversu vandasamt það getur verið að vekja áhuga fólks á þessum mikilvæga málaflokki. Það er að mörgu leyti skiljanlegt að hinn almenni lesandi bregðist við með tómlæti þegar enn ein fréttin um yfirvofandi hörmungar birtist honum. Þægilegra er að fela umhverfisverndarsinnum, vísindamönnum og stöku stjórnmálamanni að axla þessa ábyrgð. Þetta viðmót er eðlilegt, þá sérstaklega í ljósi þess hversu margslungin vísindi veðrakerfa og veðurfars eru. Hugsanlega er önnur ástæða fyrir áhugaleysi margra á loftslagsmálunum. Sú áskorun sem felst í baráttunni við losun gróðurhúsalofttegunda og mildun áhrifa loftslagsbreytinga er slík að hún virðist óyfirstíganleg. Af einhverjum ástæðum höfum við, sem lifum á öld hagsældar sem ekki eru fordæmi fyrir í gjörvallri mannkynssögunni, talið okkur í trú um að áhrif og máttur einstaklingsins séu minni háttar eða jafnvel ekki fyrir hendi. Vandamálin sem við glímum við og verðum að yfirstíga á næstu áratugum eru nær öll tilkomin vegna velgengni okkar sem tegundar. Loftslagsbreytingar falla sannarlega í þennan flokk, sama má segja um sýklalyfjaónæmi og öll þau vandamál og áskoranir sem fylgja hækkandi lífaldri. Við tökumst á við loftslagsbreytingar því við beisluðum nýja orkugjafa sem lagði grunninn að aukinni framleiðni og byltingu í framleiðsluháttum. Við tökumst á við sýklalyfjaónæmi því við uppgötvuðum pensillín fyrir slysni og byltum í kjölfarið heilbrigðisþjónustu. Við verðum eldri því framfarir okkar mynda grunninn að hraustri kynslóð. Það eru forréttindi að fá að takast á við þessi vandamál. Enda mun úrlausn þeirra vafalaust leiða til enn betra samfélags. Þeim mun sorglegri er sú staðreynd að á ákveðnum sviðum er okkur að mistakast ætlunarverkið. Sérstaklega á sviðum sjálfbærni og loftslagsmála. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem samþykkt voru af fulltrúum allra aðildarríkja samtakanna í september árið 2015, eru mikilvægur leiðarvísir í átt að úrlausn margra af stærstu óvissuþáttum um velsæld komandi kynslóða. Markmiðin, sem gilda til ársins 2030, eru 17 talsins og taka til innanlandsmála og alþjóðasamstarfs. Samkvæmt nýjustu rannsóknum er útilokað að öllum markmiðunum verði náð. Líklega þurfum við að velja hvaða mál mæta afgangi. Verður það jafnrétti? Eða verður það hreint vatn fyrir alla? Samkvæmt þessum nýju upplýsingum, sem byggðar eru á rannsóknum sænsku vistverndarstofnunarinnar og norska viðskiptaháskólans, felst vandamálið í því að mikilvægustu lífkerfi Jarðarinnar munu ekki þola álagið sem fylgir þeim hagvexti sem þarf til að standast áskorun heimsmarkmiðanna. Þetta vandamál hefur legið fyrir í um 50 ár, en er fyrst núna að taka á sig mynd óyfirstíganlegs vandamáls. Heimsmarkmiðin eru metnaðarfull markmið, en á móti kemur að við, hagsældarkynslóðin mikla, eigum að krefjast metnaðar. Við eigum að krefjast hans af kjörnum fulltrúum okkar, þeim vísindamönnum sem við höfum falið að stuðla að frekari framförum, og við eigum að krefjast metnaðar af okkur sjálfum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Sjá meira
Við sem reglulega skrifum um loftslagsmál vitum hversu vandasamt það getur verið að vekja áhuga fólks á þessum mikilvæga málaflokki. Það er að mörgu leyti skiljanlegt að hinn almenni lesandi bregðist við með tómlæti þegar enn ein fréttin um yfirvofandi hörmungar birtist honum. Þægilegra er að fela umhverfisverndarsinnum, vísindamönnum og stöku stjórnmálamanni að axla þessa ábyrgð. Þetta viðmót er eðlilegt, þá sérstaklega í ljósi þess hversu margslungin vísindi veðrakerfa og veðurfars eru. Hugsanlega er önnur ástæða fyrir áhugaleysi margra á loftslagsmálunum. Sú áskorun sem felst í baráttunni við losun gróðurhúsalofttegunda og mildun áhrifa loftslagsbreytinga er slík að hún virðist óyfirstíganleg. Af einhverjum ástæðum höfum við, sem lifum á öld hagsældar sem ekki eru fordæmi fyrir í gjörvallri mannkynssögunni, talið okkur í trú um að áhrif og máttur einstaklingsins séu minni háttar eða jafnvel ekki fyrir hendi. Vandamálin sem við glímum við og verðum að yfirstíga á næstu áratugum eru nær öll tilkomin vegna velgengni okkar sem tegundar. Loftslagsbreytingar falla sannarlega í þennan flokk, sama má segja um sýklalyfjaónæmi og öll þau vandamál og áskoranir sem fylgja hækkandi lífaldri. Við tökumst á við loftslagsbreytingar því við beisluðum nýja orkugjafa sem lagði grunninn að aukinni framleiðni og byltingu í framleiðsluháttum. Við tökumst á við sýklalyfjaónæmi því við uppgötvuðum pensillín fyrir slysni og byltum í kjölfarið heilbrigðisþjónustu. Við verðum eldri því framfarir okkar mynda grunninn að hraustri kynslóð. Það eru forréttindi að fá að takast á við þessi vandamál. Enda mun úrlausn þeirra vafalaust leiða til enn betra samfélags. Þeim mun sorglegri er sú staðreynd að á ákveðnum sviðum er okkur að mistakast ætlunarverkið. Sérstaklega á sviðum sjálfbærni og loftslagsmála. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem samþykkt voru af fulltrúum allra aðildarríkja samtakanna í september árið 2015, eru mikilvægur leiðarvísir í átt að úrlausn margra af stærstu óvissuþáttum um velsæld komandi kynslóða. Markmiðin, sem gilda til ársins 2030, eru 17 talsins og taka til innanlandsmála og alþjóðasamstarfs. Samkvæmt nýjustu rannsóknum er útilokað að öllum markmiðunum verði náð. Líklega þurfum við að velja hvaða mál mæta afgangi. Verður það jafnrétti? Eða verður það hreint vatn fyrir alla? Samkvæmt þessum nýju upplýsingum, sem byggðar eru á rannsóknum sænsku vistverndarstofnunarinnar og norska viðskiptaháskólans, felst vandamálið í því að mikilvægustu lífkerfi Jarðarinnar munu ekki þola álagið sem fylgir þeim hagvexti sem þarf til að standast áskorun heimsmarkmiðanna. Þetta vandamál hefur legið fyrir í um 50 ár, en er fyrst núna að taka á sig mynd óyfirstíganlegs vandamáls. Heimsmarkmiðin eru metnaðarfull markmið, en á móti kemur að við, hagsældarkynslóðin mikla, eigum að krefjast metnaðar. Við eigum að krefjast hans af kjörnum fulltrúum okkar, þeim vísindamönnum sem við höfum falið að stuðla að frekari framförum, og við eigum að krefjast metnaðar af okkur sjálfum.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar