Á flótta í traktor í níu daga | Ótrúleg saga leikmanns sem mætir Liverpool Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. október 2018 11:30 Lífshlaup flóttamannsins Degenek er ótrúlegt en nú er hann kominn í Meistaradeildina. vísir/getty Rauða stjarnan frá Serbíu mætir Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Saga Milos Degenek, leikmanns Rauðu stjörnunnar, er ótrúleg en hann átti afar erfiða æsku. Fjölskylda hans var tvisvar á flótta áður en hann varð sex ára gamall. Fyrst þurfti hún að flýja Króatíu og síðar Serbíu. Á endanum fór fjölskyldan alla leið til Ástralíu.Dreymdi um að spila fyrir Rauðu stjörnuna Hinn 24 ára gamli Degenek spilar fyrir landslið Ástralíu í dag en dreymdi alltaf um að spila fyrir Rauðu stjörnuna. Hann var aðeins eins og hálfs árs er fjölskyldan flúði fyrst út af stríðinu í Júgóslavíu. Þá áttu þau ekkert annað en traktor til að flýja á. Þau fóru því í níu daga ferðalag á traktornum með ekkert nema mjólk og brauð í nesti. Fjórum árum síðar þurftu þau aftur að flýja út af loftárásum NATO. Þá þurftu þau að hýsa í neðanjarðarbyrgi í tvo sólarhringa. „Þetta var stríð á milli tveggja trúa. Það var engin ástæða fyrir þessu stríði,“ saðgi Degenek. „Ég er ekki hrifinn af stjórnmálum. Þetta stríð tók sinn toll á fólkinu. Margir létust og fleiri misstu heimili sín. Öll þjóðerni misstu fólk í stríðinu og við neyddumst til að flýja. Við tölum ekki mikið um þetta heima hjá okkur. Þetta var hluti af lífinu og maður reynir að horfa til framtíðar.“Degenek glímir hér við Neymar.vísir/gettyÞað var ekki auðvelt fyrir Degenek og fjölskyldu að flytja til Ástralíu því ekkert þeirra kunni ensku. „Þarna breyttist líf okkar en fyrstu vikurnar voru erfiðar. Ég grét á hverju kvöldi í margar vikur því við vorum fjarri öllum ættingjum okkar. Ég gat ekki lengur hitt afa og ömmu. Þetta var erfitt,“ segir leikmaðurinn.Fór ungur til Þýskalands Það kom snemma í ljós að hann var efnilegur knattspyrnumaður. 17 ára gamall var hann svo kominn til Stuttgart í Þýskalandi þar sem hann var í þrjú ár áður en hann skipti yfir til 2. deildarlið 1860 München. Þaðan lá leiðin til Yokohama Mariners í Japan þar sem hann var í eitt og hálft ár áður en hann fór til Rauðu stjörnunnar. „Þó svo ég hafi ekki búið lengi í Serbíu dreymdi mig alltaf um að spila fyrir þetta félag. Allir í minni fjölskyldu styðja félagið og vonandi munu börnin mín einnig gera það,“ sagði Degenek stoltur. „Félagið hafði reynt að fá mig áður en tíminn var ekki réttur. Svo kom rétti tíminn og það var mikil gleði sem fylgdi því að geta gengið í raðir félagsins.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira
Rauða stjarnan frá Serbíu mætir Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Saga Milos Degenek, leikmanns Rauðu stjörnunnar, er ótrúleg en hann átti afar erfiða æsku. Fjölskylda hans var tvisvar á flótta áður en hann varð sex ára gamall. Fyrst þurfti hún að flýja Króatíu og síðar Serbíu. Á endanum fór fjölskyldan alla leið til Ástralíu.Dreymdi um að spila fyrir Rauðu stjörnuna Hinn 24 ára gamli Degenek spilar fyrir landslið Ástralíu í dag en dreymdi alltaf um að spila fyrir Rauðu stjörnuna. Hann var aðeins eins og hálfs árs er fjölskyldan flúði fyrst út af stríðinu í Júgóslavíu. Þá áttu þau ekkert annað en traktor til að flýja á. Þau fóru því í níu daga ferðalag á traktornum með ekkert nema mjólk og brauð í nesti. Fjórum árum síðar þurftu þau aftur að flýja út af loftárásum NATO. Þá þurftu þau að hýsa í neðanjarðarbyrgi í tvo sólarhringa. „Þetta var stríð á milli tveggja trúa. Það var engin ástæða fyrir þessu stríði,“ saðgi Degenek. „Ég er ekki hrifinn af stjórnmálum. Þetta stríð tók sinn toll á fólkinu. Margir létust og fleiri misstu heimili sín. Öll þjóðerni misstu fólk í stríðinu og við neyddumst til að flýja. Við tölum ekki mikið um þetta heima hjá okkur. Þetta var hluti af lífinu og maður reynir að horfa til framtíðar.“Degenek glímir hér við Neymar.vísir/gettyÞað var ekki auðvelt fyrir Degenek og fjölskyldu að flytja til Ástralíu því ekkert þeirra kunni ensku. „Þarna breyttist líf okkar en fyrstu vikurnar voru erfiðar. Ég grét á hverju kvöldi í margar vikur því við vorum fjarri öllum ættingjum okkar. Ég gat ekki lengur hitt afa og ömmu. Þetta var erfitt,“ segir leikmaðurinn.Fór ungur til Þýskalands Það kom snemma í ljós að hann var efnilegur knattspyrnumaður. 17 ára gamall var hann svo kominn til Stuttgart í Þýskalandi þar sem hann var í þrjú ár áður en hann skipti yfir til 2. deildarlið 1860 München. Þaðan lá leiðin til Yokohama Mariners í Japan þar sem hann var í eitt og hálft ár áður en hann fór til Rauðu stjörnunnar. „Þó svo ég hafi ekki búið lengi í Serbíu dreymdi mig alltaf um að spila fyrir þetta félag. Allir í minni fjölskyldu styðja félagið og vonandi munu börnin mín einnig gera það,“ sagði Degenek stoltur. „Félagið hafði reynt að fá mig áður en tíminn var ekki réttur. Svo kom rétti tíminn og það var mikil gleði sem fylgdi því að geta gengið í raðir félagsins.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Sjá meira