Blóð þarf ekki að renna Guðríður Arnardóttir skrifar 26. október 2018 11:00 Forysta stéttarfélaga á almennum og opinberum markaði býr sig undir samningagerð á komandi mánuðum. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni að viðvarandi hræðsluáróður er nú rekinn í fjölmiðlum gagnvart þeirri vá að hækka laun umfram eitthvað smávegis sem hið ört kólnandi hagkerfi Íslands þolir. Við erum að þokast niður af toppi síðustu hagsveiflu, krónan veikist og ýmis merki á lofti um samdrátt í útflutningsgreinum á komandi misserum. Að þessu leyti er samningsumhverfi komandi kjarasamninga ólíkt síðustu samningum. Það átta allir sig á mikilvægi þess að launahækkanir fari ekki út fyrir það rými sem atvinnulífið þolir án verðbólgu. Hærri laun draga úr samkeppnishæfi þjóðarinnar og geta mögulega leitt til hærra verðlags sem kemur niður á almenningi. Og til að kóróna þetta allt saman gerir verðtryggingin það að verkum að ef verðlag hækkar þá hækka lánin okkar líka! Fjármagnseigendur á Íslandi eru nefnilega alltaf með bæði belti og axlabönd. En ekki halda að ég sé að tala væntanlega kjarabaráttu almennings niður. Þvert á móti er ég að benda á að bætt kjör felast í öðru en beinum launahækkunum. Það eru bætt kjör ef verðlag lækkar. Það eru bætt kjör ef húsnæðisverð lækkar og verðtrygging er endurskoðuð. Það eru bætt kjör ef persónuafsláttur hækkar ásamt barna- og vaxtabótum. Og það eru bætt kjör ef almenningi stendur til boða stöðugur gjaldmiðill og hagstæð lánakjör. Það er nóg til af peningum á Íslandi. Þeir bara dreifast með ósanngjörnum hætti. Það er sanngjarnt að þeir sem hafa gengið menntaveginn hafi hærri laun. Það er þeirra umbun fyrir fyrirhöfn, tekjutap og skuldsetningu sem langskólagöngu fylgir. Það er líka sanngjarnt að ábyrgð sé metin til launa og ekkert óeðlilegt við það að launasetning sé mismunandi fyrir ólíka hópa. Það er ekkert eðlilegt við það að sumir hafi ofgnótt af peningum á meðan aðrir ná varla endum saman. Með öðrum orðum: misskipting á Íslandi er mikil og hefur aukist á síðustu árum. Ríkustu 10% þjóðarinnar eiga 62% allra eigna. Skýringin á þessari vaxandi misskiptingu er fyrst og fremst sú að fjármagnstekjur hafa aukist á síðustu árum með vaxandi eignamyndun lítils hóps landsmanna. Á sama tíma hefur skattbyrði aukist á lág- og millitekjuhópa, t.d. vegna rýrnunar persónuafsláttar. Þeir ríkustu leggja hlutfallslega minna til samfélagsins á meðan framlag hins almenna launþega hefur stækkað. Stjórnvöld verða að greiða fyrir komandi kjarasamningum. Það er þeirra að búa svo um hnútana að þeir sem hafa lægst laun í þessu landi geti lifað mannsæmandi lífi. Það er þeirra að sjá til þess að skattbyrði sé með eðlilegum hætti, að sjá til þess að þeir leggi til sem það geta, svo þeir njóti sem þurfa. Blóð þarf ekki að renna til að koma þessum umbótum á. En það þarf að stokka upp í skattkerfinu. Það þarf að hækka fjármagnstekjuskatt og hækka persónuafslátt. Það þarf að tryggja þjóðinni arð af auðlindum sínum og við þurfum stöðugan gjaldmiðil. Flóknara er þetta nú ekki.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Skoðun Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Sjá meira
Forysta stéttarfélaga á almennum og opinberum markaði býr sig undir samningagerð á komandi mánuðum. Það fer ekki fram hjá nokkrum manni að viðvarandi hræðsluáróður er nú rekinn í fjölmiðlum gagnvart þeirri vá að hækka laun umfram eitthvað smávegis sem hið ört kólnandi hagkerfi Íslands þolir. Við erum að þokast niður af toppi síðustu hagsveiflu, krónan veikist og ýmis merki á lofti um samdrátt í útflutningsgreinum á komandi misserum. Að þessu leyti er samningsumhverfi komandi kjarasamninga ólíkt síðustu samningum. Það átta allir sig á mikilvægi þess að launahækkanir fari ekki út fyrir það rými sem atvinnulífið þolir án verðbólgu. Hærri laun draga úr samkeppnishæfi þjóðarinnar og geta mögulega leitt til hærra verðlags sem kemur niður á almenningi. Og til að kóróna þetta allt saman gerir verðtryggingin það að verkum að ef verðlag hækkar þá hækka lánin okkar líka! Fjármagnseigendur á Íslandi eru nefnilega alltaf með bæði belti og axlabönd. En ekki halda að ég sé að tala væntanlega kjarabaráttu almennings niður. Þvert á móti er ég að benda á að bætt kjör felast í öðru en beinum launahækkunum. Það eru bætt kjör ef verðlag lækkar. Það eru bætt kjör ef húsnæðisverð lækkar og verðtrygging er endurskoðuð. Það eru bætt kjör ef persónuafsláttur hækkar ásamt barna- og vaxtabótum. Og það eru bætt kjör ef almenningi stendur til boða stöðugur gjaldmiðill og hagstæð lánakjör. Það er nóg til af peningum á Íslandi. Þeir bara dreifast með ósanngjörnum hætti. Það er sanngjarnt að þeir sem hafa gengið menntaveginn hafi hærri laun. Það er þeirra umbun fyrir fyrirhöfn, tekjutap og skuldsetningu sem langskólagöngu fylgir. Það er líka sanngjarnt að ábyrgð sé metin til launa og ekkert óeðlilegt við það að launasetning sé mismunandi fyrir ólíka hópa. Það er ekkert eðlilegt við það að sumir hafi ofgnótt af peningum á meðan aðrir ná varla endum saman. Með öðrum orðum: misskipting á Íslandi er mikil og hefur aukist á síðustu árum. Ríkustu 10% þjóðarinnar eiga 62% allra eigna. Skýringin á þessari vaxandi misskiptingu er fyrst og fremst sú að fjármagnstekjur hafa aukist á síðustu árum með vaxandi eignamyndun lítils hóps landsmanna. Á sama tíma hefur skattbyrði aukist á lág- og millitekjuhópa, t.d. vegna rýrnunar persónuafsláttar. Þeir ríkustu leggja hlutfallslega minna til samfélagsins á meðan framlag hins almenna launþega hefur stækkað. Stjórnvöld verða að greiða fyrir komandi kjarasamningum. Það er þeirra að búa svo um hnútana að þeir sem hafa lægst laun í þessu landi geti lifað mannsæmandi lífi. Það er þeirra að sjá til þess að skattbyrði sé með eðlilegum hætti, að sjá til þess að þeir leggi til sem það geta, svo þeir njóti sem þurfa. Blóð þarf ekki að renna til að koma þessum umbótum á. En það þarf að stokka upp í skattkerfinu. Það þarf að hækka fjármagnstekjuskatt og hækka persónuafslátt. Það þarf að tryggja þjóðinni arð af auðlindum sínum og við þurfum stöðugan gjaldmiðil. Flóknara er þetta nú ekki.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun