Spilltir umboðsmenn eru að eyðileggja belgískan fótbolta Hjörvar Ólafsson skrifar 29. október 2018 06:00 Peter Maes, þjálfari Lokeren, var handtekinn í vikunni. Nordicphotos/Getty Leiðindamál hafa verið í deiglunni í belgískum fótbolta undanfarið. Annars vegar hefur farið fram rannsókn á hagræðingu úrslita í leikjum í fallbaráttu belgísku efstu deildarinnar á síðustu leiktíð. Hins vegar er mál sem þykir stærra og landlægara vandamál þar í landi. Það eru skattsvik tveggja umboðsmanna sem tveir reynslumiklir þjálfarar í belgíska boltanum eru flæktir í. Fréttablaðið fékk Tom Boudeweel, íþróttafréttamann hjá belgíska fjölmiðlinum VRT, til þess að útskýra um hvað málið snýst. Hann segir vafasama háttsemi umboðsmanna hafa verið mikið vandamál í belgískum fótbolta og það verði að freista þess að spyrna við fótum. Málið hófst með handtöku Ivans Leko sem stýrir ríkjandi meisturum í Belgíu, Club Brugge, vegna vafasamra aðgerða Dejans Veljkovic, umboðsmanns hans, á meðan Leko var við störf hjá Oud-Heverlee Leuven fyrir þremur árum. Þar voru hann og umboðsmaðurinn í samstarfi um að stuðla að því að austur-evrópskir leikmenn kæmu í stórum stíl til liðsins og Veljkovic tók við greiðslum frá félaginu fyrir milligöngu sína um þær sölur. Leko hefur verið sleppt úr haldi fyrir sinn þátt í málinu og þar sem rannsóknin beindist ekki að brotum í starfi hans fyrir núverandi vinnuveitanda telur Tom Boudeweel að þetta muni ekki hafa áhrif á starfsöryggi hans. Peter Maes tók við stjórnartaumunum hjá Lokeren eftir að Rúnar Kristinsson var látinn taka pokann sinn árið 2107. Veljkovic er grunaður um að skjóta undan fjárhæðum við kaup og sölu leikmanna sem eru á hans snærum. Þá er Maes grunaður um að hafa komið sér undan því að borga skatt með því að geyma peninga sína á bankareikningi á Kýpur. Maes var hnepptur í gæsluvarðhald í vikunni, en hefur verið sleppt. Boudeweel telur að slæmur árangur Lokeren undir stjórn Maes og þetta vesen hans og umboðsmannsins muni leiða til þess að hann missi starf sitt hjá Lokeren. Hann telur enn fremur að hann muni þurfa að leiðrétta skattgreiðslu sína aftur í tímann en hljóti ekki frekari refsingu fyrir skattsvik sín. Maes hefur enn fremur tekið við greiðslum úr hendi Veljkovic fyrir að kaupa skjólstæðinga hans til Lokeren og láta þá svo spila þar. Mogi Bayat er svo umboðsmaður fjölmargra leikmanna bæði í Belgíu og Frakklandi. Hann er líkt og Veljkovic grunaður um að taka við greiðslum og setja í eigin vasa frá félögum þegar leikmenn sem eru á hans vegum semja við félögin. Þá hafa þeir mútað belgískum blaðamönnum til þess að skrifa góðar umsagnir um leikmenn hans og hækka einkunnir fyrir frammistöðu þeirra. Boudeweel segir að Veljkovic og Bayat séu krabbamein í belgískum fótbolta af tveimur ástæðum einna helst. Þeir hafa haft milligöngu um það að fjölga erlendum leikmönnum í tveimur efstu deildunum í landinu og hamla því þar af leiðandi að ungir og efnilegar Belgar fái brautargengi. Þá séu þeir og kollegar þeirra að mergsjúga belgísk félög fjárhagslega. Fé sem ætti að skila sér í bókhald félaganna skilar sér ekki þangað þar sem það fer þess í stað í skítugar hendur umboðsmannanna. Leikmenn, sem þeir koma að hjá belgísku félögunum, staldra stutt við þar og fara fyrir litlar upphæðir til stærri félaga í framhaldinu. Verst séu hins vegar fyrrgreind brot þeirra sem lúta að því að félögin greiði þeim háar fjárhæðir við undirskrift leikmanna sem þeir starfa fyrir og þá staðreynd að þeir komi peningum úr belgísku hagkerfi með því að greiða ekki skatta af tekjum leikmanna og þjálfara sem starfa í Belgíu þar í landi, heldur á lágskattasvæði á Kýpur. Belgíska lögreglan er með aðgerðir Veljkovic og Bayat og sjö annarra aðila til rannsóknar og áhugavert verður að sjá hvort lögregluyfirvöldum og belgíska knattspyrnusambandinu takist að sporna við því að svona lagað gerist aftur þar í landi. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira
Leiðindamál hafa verið í deiglunni í belgískum fótbolta undanfarið. Annars vegar hefur farið fram rannsókn á hagræðingu úrslita í leikjum í fallbaráttu belgísku efstu deildarinnar á síðustu leiktíð. Hins vegar er mál sem þykir stærra og landlægara vandamál þar í landi. Það eru skattsvik tveggja umboðsmanna sem tveir reynslumiklir þjálfarar í belgíska boltanum eru flæktir í. Fréttablaðið fékk Tom Boudeweel, íþróttafréttamann hjá belgíska fjölmiðlinum VRT, til þess að útskýra um hvað málið snýst. Hann segir vafasama háttsemi umboðsmanna hafa verið mikið vandamál í belgískum fótbolta og það verði að freista þess að spyrna við fótum. Málið hófst með handtöku Ivans Leko sem stýrir ríkjandi meisturum í Belgíu, Club Brugge, vegna vafasamra aðgerða Dejans Veljkovic, umboðsmanns hans, á meðan Leko var við störf hjá Oud-Heverlee Leuven fyrir þremur árum. Þar voru hann og umboðsmaðurinn í samstarfi um að stuðla að því að austur-evrópskir leikmenn kæmu í stórum stíl til liðsins og Veljkovic tók við greiðslum frá félaginu fyrir milligöngu sína um þær sölur. Leko hefur verið sleppt úr haldi fyrir sinn þátt í málinu og þar sem rannsóknin beindist ekki að brotum í starfi hans fyrir núverandi vinnuveitanda telur Tom Boudeweel að þetta muni ekki hafa áhrif á starfsöryggi hans. Peter Maes tók við stjórnartaumunum hjá Lokeren eftir að Rúnar Kristinsson var látinn taka pokann sinn árið 2107. Veljkovic er grunaður um að skjóta undan fjárhæðum við kaup og sölu leikmanna sem eru á hans snærum. Þá er Maes grunaður um að hafa komið sér undan því að borga skatt með því að geyma peninga sína á bankareikningi á Kýpur. Maes var hnepptur í gæsluvarðhald í vikunni, en hefur verið sleppt. Boudeweel telur að slæmur árangur Lokeren undir stjórn Maes og þetta vesen hans og umboðsmannsins muni leiða til þess að hann missi starf sitt hjá Lokeren. Hann telur enn fremur að hann muni þurfa að leiðrétta skattgreiðslu sína aftur í tímann en hljóti ekki frekari refsingu fyrir skattsvik sín. Maes hefur enn fremur tekið við greiðslum úr hendi Veljkovic fyrir að kaupa skjólstæðinga hans til Lokeren og láta þá svo spila þar. Mogi Bayat er svo umboðsmaður fjölmargra leikmanna bæði í Belgíu og Frakklandi. Hann er líkt og Veljkovic grunaður um að taka við greiðslum og setja í eigin vasa frá félögum þegar leikmenn sem eru á hans vegum semja við félögin. Þá hafa þeir mútað belgískum blaðamönnum til þess að skrifa góðar umsagnir um leikmenn hans og hækka einkunnir fyrir frammistöðu þeirra. Boudeweel segir að Veljkovic og Bayat séu krabbamein í belgískum fótbolta af tveimur ástæðum einna helst. Þeir hafa haft milligöngu um það að fjölga erlendum leikmönnum í tveimur efstu deildunum í landinu og hamla því þar af leiðandi að ungir og efnilegar Belgar fái brautargengi. Þá séu þeir og kollegar þeirra að mergsjúga belgísk félög fjárhagslega. Fé sem ætti að skila sér í bókhald félaganna skilar sér ekki þangað þar sem það fer þess í stað í skítugar hendur umboðsmannanna. Leikmenn, sem þeir koma að hjá belgísku félögunum, staldra stutt við þar og fara fyrir litlar upphæðir til stærri félaga í framhaldinu. Verst séu hins vegar fyrrgreind brot þeirra sem lúta að því að félögin greiði þeim háar fjárhæðir við undirskrift leikmanna sem þeir starfa fyrir og þá staðreynd að þeir komi peningum úr belgísku hagkerfi með því að greiða ekki skatta af tekjum leikmanna og þjálfara sem starfa í Belgíu þar í landi, heldur á lágskattasvæði á Kýpur. Belgíska lögreglan er með aðgerðir Veljkovic og Bayat og sjö annarra aðila til rannsóknar og áhugavert verður að sjá hvort lögregluyfirvöldum og belgíska knattspyrnusambandinu takist að sporna við því að svona lagað gerist aftur þar í landi.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Sjá meira