Skólastarf í allra þágu Hildur Björnsdóttir skrifar 12. október 2018 07:30 Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Íbúasamsetning tekur reglulegum breytingum. Hingað flyst fólk af margvíslegum uppruna, bakgrunnurinn fjölbreyttur og tungumálin ólík. Ísland er nú fjölmenningarsamfélag. Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar eru erlendir ríkisborgarar nú 12% allra landsmanna. Innflytjendur eru jafnframt 18,6% allra starfandi einstaklinga hérlendis. Fólk af erlendum uppruna leggur sitt af mörkum til samfélagsins. Það hefur sannarlega auðgað menningu okkar og fjölbreytileika. Þessu ber að fagna. Staða barna af erlendum uppruna er síður fagnaðarefni. Börnin mælast 23% lakar í nýlegum PISA-könnunum en börn af innlendum uppruna. Eins nýta börnin síður frístundastyrki til tómstunda- og íþróttaiðkunar en talið er að skipulagt frístundastarf sé mikilvægt svo auka megi tíma barnanna í íslensku málumhverfi. Hérlendis upplifa börn af erlendum uppruna hvað mesta höfnun innfæddra skólasystkina sinna. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu um PISA könnunina. Samkvæmt niðurstöðunum má ætla að 15 ára ungmenni af fyrstu kynslóð innflytjenda muni eiga erfitt með að uppfylla persónulegar, námslegar og samfélagslegar þarfir sínar hérlendis. Þetta er verulegt áhyggjuefni. Niðurstöðurnar eru vísbending um að gera þurfi betur og bæta þurfi aðlögun barnanna í skólakerfinu. Samfélagsbreytingar í átt að auknum menningarlegum fjölbreytileika kalla á breytingar í skólastarfi. Við verðum að tryggja börnum af erlendum uppruna þá kennslu og þjónustu sem þeim reynist nauðsynleg. Mikilvægt er að þeim séu veitt skilyrði til að aðlagast samfélaginu og njóta sams konar gæða í menntun og skólastarfi og önnur börn. Þeim þarf að tryggja árangursríka íslenskukennslu og sérstaka aðstoð við félagslega aðlögun. Á borgarstjórnarfundi næsta þriðjudag mun Sjálfstæðisflokkurinn bera upp tillögu um aðgerðir í þágu barna af erlendum uppruna. Málið er brýnt. Taka þarf stefnumarkandi ákvörðun svo unnt verði að vinna markvisst að jöfnum tækifærum til náms fyrir öll börn í borginni, óháð uppruna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Skoðun Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Íbúasamsetning tekur reglulegum breytingum. Hingað flyst fólk af margvíslegum uppruna, bakgrunnurinn fjölbreyttur og tungumálin ólík. Ísland er nú fjölmenningarsamfélag. Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar eru erlendir ríkisborgarar nú 12% allra landsmanna. Innflytjendur eru jafnframt 18,6% allra starfandi einstaklinga hérlendis. Fólk af erlendum uppruna leggur sitt af mörkum til samfélagsins. Það hefur sannarlega auðgað menningu okkar og fjölbreytileika. Þessu ber að fagna. Staða barna af erlendum uppruna er síður fagnaðarefni. Börnin mælast 23% lakar í nýlegum PISA-könnunum en börn af innlendum uppruna. Eins nýta börnin síður frístundastyrki til tómstunda- og íþróttaiðkunar en talið er að skipulagt frístundastarf sé mikilvægt svo auka megi tíma barnanna í íslensku málumhverfi. Hérlendis upplifa börn af erlendum uppruna hvað mesta höfnun innfæddra skólasystkina sinna. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu um PISA könnunina. Samkvæmt niðurstöðunum má ætla að 15 ára ungmenni af fyrstu kynslóð innflytjenda muni eiga erfitt með að uppfylla persónulegar, námslegar og samfélagslegar þarfir sínar hérlendis. Þetta er verulegt áhyggjuefni. Niðurstöðurnar eru vísbending um að gera þurfi betur og bæta þurfi aðlögun barnanna í skólakerfinu. Samfélagsbreytingar í átt að auknum menningarlegum fjölbreytileika kalla á breytingar í skólastarfi. Við verðum að tryggja börnum af erlendum uppruna þá kennslu og þjónustu sem þeim reynist nauðsynleg. Mikilvægt er að þeim séu veitt skilyrði til að aðlagast samfélaginu og njóta sams konar gæða í menntun og skólastarfi og önnur börn. Þeim þarf að tryggja árangursríka íslenskukennslu og sérstaka aðstoð við félagslega aðlögun. Á borgarstjórnarfundi næsta þriðjudag mun Sjálfstæðisflokkurinn bera upp tillögu um aðgerðir í þágu barna af erlendum uppruna. Málið er brýnt. Taka þarf stefnumarkandi ákvörðun svo unnt verði að vinna markvisst að jöfnum tækifærum til náms fyrir öll börn í borginni, óháð uppruna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun