Skólastarf í allra þágu Hildur Björnsdóttir skrifar 12. október 2018 07:30 Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Íbúasamsetning tekur reglulegum breytingum. Hingað flyst fólk af margvíslegum uppruna, bakgrunnurinn fjölbreyttur og tungumálin ólík. Ísland er nú fjölmenningarsamfélag. Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar eru erlendir ríkisborgarar nú 12% allra landsmanna. Innflytjendur eru jafnframt 18,6% allra starfandi einstaklinga hérlendis. Fólk af erlendum uppruna leggur sitt af mörkum til samfélagsins. Það hefur sannarlega auðgað menningu okkar og fjölbreytileika. Þessu ber að fagna. Staða barna af erlendum uppruna er síður fagnaðarefni. Börnin mælast 23% lakar í nýlegum PISA-könnunum en börn af innlendum uppruna. Eins nýta börnin síður frístundastyrki til tómstunda- og íþróttaiðkunar en talið er að skipulagt frístundastarf sé mikilvægt svo auka megi tíma barnanna í íslensku málumhverfi. Hérlendis upplifa börn af erlendum uppruna hvað mesta höfnun innfæddra skólasystkina sinna. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu um PISA könnunina. Samkvæmt niðurstöðunum má ætla að 15 ára ungmenni af fyrstu kynslóð innflytjenda muni eiga erfitt með að uppfylla persónulegar, námslegar og samfélagslegar þarfir sínar hérlendis. Þetta er verulegt áhyggjuefni. Niðurstöðurnar eru vísbending um að gera þurfi betur og bæta þurfi aðlögun barnanna í skólakerfinu. Samfélagsbreytingar í átt að auknum menningarlegum fjölbreytileika kalla á breytingar í skólastarfi. Við verðum að tryggja börnum af erlendum uppruna þá kennslu og þjónustu sem þeim reynist nauðsynleg. Mikilvægt er að þeim séu veitt skilyrði til að aðlagast samfélaginu og njóta sams konar gæða í menntun og skólastarfi og önnur börn. Þeim þarf að tryggja árangursríka íslenskukennslu og sérstaka aðstoð við félagslega aðlögun. Á borgarstjórnarfundi næsta þriðjudag mun Sjálfstæðisflokkurinn bera upp tillögu um aðgerðir í þágu barna af erlendum uppruna. Málið er brýnt. Taka þarf stefnumarkandi ákvörðun svo unnt verði að vinna markvisst að jöfnum tækifærum til náms fyrir öll börn í borginni, óháð uppruna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Íbúasamsetning tekur reglulegum breytingum. Hingað flyst fólk af margvíslegum uppruna, bakgrunnurinn fjölbreyttur og tungumálin ólík. Ísland er nú fjölmenningarsamfélag. Samkvæmt mannfjöldatölum Hagstofunnar eru erlendir ríkisborgarar nú 12% allra landsmanna. Innflytjendur eru jafnframt 18,6% allra starfandi einstaklinga hérlendis. Fólk af erlendum uppruna leggur sitt af mörkum til samfélagsins. Það hefur sannarlega auðgað menningu okkar og fjölbreytileika. Þessu ber að fagna. Staða barna af erlendum uppruna er síður fagnaðarefni. Börnin mælast 23% lakar í nýlegum PISA-könnunum en börn af innlendum uppruna. Eins nýta börnin síður frístundastyrki til tómstunda- og íþróttaiðkunar en talið er að skipulagt frístundastarf sé mikilvægt svo auka megi tíma barnanna í íslensku málumhverfi. Hérlendis upplifa börn af erlendum uppruna hvað mesta höfnun innfæddra skólasystkina sinna. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu um PISA könnunina. Samkvæmt niðurstöðunum má ætla að 15 ára ungmenni af fyrstu kynslóð innflytjenda muni eiga erfitt með að uppfylla persónulegar, námslegar og samfélagslegar þarfir sínar hérlendis. Þetta er verulegt áhyggjuefni. Niðurstöðurnar eru vísbending um að gera þurfi betur og bæta þurfi aðlögun barnanna í skólakerfinu. Samfélagsbreytingar í átt að auknum menningarlegum fjölbreytileika kalla á breytingar í skólastarfi. Við verðum að tryggja börnum af erlendum uppruna þá kennslu og þjónustu sem þeim reynist nauðsynleg. Mikilvægt er að þeim séu veitt skilyrði til að aðlagast samfélaginu og njóta sams konar gæða í menntun og skólastarfi og önnur börn. Þeim þarf að tryggja árangursríka íslenskukennslu og sérstaka aðstoð við félagslega aðlögun. Á borgarstjórnarfundi næsta þriðjudag mun Sjálfstæðisflokkurinn bera upp tillögu um aðgerðir í þágu barna af erlendum uppruna. Málið er brýnt. Taka þarf stefnumarkandi ákvörðun svo unnt verði að vinna markvisst að jöfnum tækifærum til náms fyrir öll börn í borginni, óháð uppruna. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar