Heildarbragurinn á íslenska liðinu allt annar í þessum leik Hjörvar Ólafsson skrifar 13. október 2018 08:45 Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, átti afbragðs leik gegn Frökkum bæði í vörn og sókn. Ólafur Kristjánsson segir hann og Alfreð Finnbogason vera meðal lykilmanna í góðum varnarleik hjá liðinu. Vísir/Getty Það má með sanni segja að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hafi sýnt sitt rétta andlit þegar liðið gerði jafntefli við Frakkland í vináttulandsleik liðanna í Guingamp síðastliðið fimmtudagskvöld. Fréttablaðið fékk Ólaf Helga Kristjánsson, þjálfara karlaliðs FH, til þess að meta frammistöðu íslenska liðsins í leiknum gegn Frakklandi og spá í spilin fyrir leikinn gegn Sviss sem fram fer á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið. „Heildarbragurinn og holningin á liðinu var allt önnur í þessum leik en í síðustu tveimur leikjum liðsins. Það verður að taka það með í myndina að Erik Hamrén hafði afskaplega stuttan tíma til þess að undirbúa liðið fyrir fyrstu leiki sína í starfi og þá vantaði fjölmarga lykilleikmenn í liðið í frumraunum hans. Verkskipulagið og vinnuframlagið var til fyrirmyndar í leiknum í gær og þarna þekkti maður liðið á nýjan leik,“ segir Ólafur Helgi um muninn á leikjunum gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í september og svo leiknum gegn Frakklandi í gær. „Við þéttum raðirnar inni á miðsvæðinu og Alfreð Finnbogason lék einkar vel sem fremsti varnarmaður og samvinna hans og Gylfa Þórs Sigurðssonar við að loka á sendingaleiðir í gegnum miðju vallarins var með eindæmum góð. Varnarlínan stóð sig frábærlega og mér fannst Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason eiga einkar góðan leik. Uppstillingin að hafa Birki Má [Sævarsson] og Hólmar Örn [Eyjólfsson] gekk vel upp og þeir stóðu sig báðir vel. Birkir Már ógnaði með hraða sínum og Hólmar Örn gerði hlutina einfalt og vel,“ segir hafnfirski þjálfarinn um varnarvinnu liðsins. „Það var svo ofboðslega gaman að sjá hversu langt Rúnar Alex [Rúnarsson] er kominn í þroskaferli sínu sem leikmaður. Hann var eins og ávallt yfirvegaður í uppspilinu og öflugur í aðgerðum sínum í vítateignum. Hannes Þór [Halldórsson] kom svo vel inn í leikinn og honum líður augljóslega vel fyrir aftan Kára og Ragnar. Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að þjálfa þá báða og það er gaman að sjá hversu vel við erum í sveitt settir með markmenn, bæði til skamms tíma og til framtíðar,“ segir Ólafur Helgi um markmannasveit íslenska liðsins. „Það sem gladdi mig eiginlega mest var þorið við að halda boltanum og hversu vel uppspilið var framkvæmt. Fyrra markið var svo eftir frábæra pressu hjá Alfreð sem sýndi styrk sinn í varnarleiknum og útsjónarsemina í sóknarleiknum með því að finna Birki [Bjarnason] sem kláraði færið af stakri prýði. Við vorum búnir að skapa fjölmörg góð færi eftir hálftíma leik og það er afar jákvætt að sjá hvað sóknarleikurinn gekk smurt,“ segir hann um sóknarleikinn. „Við þurfum að spila á svipaðan máta gegn Sviss og við gerðum gegn Frakklandi til þess að ná í hagstæð úrslit í þeim leik. Við vorum fremur gisnir inni á miðsvæðinu í fyrri leiknum gegn Sviss, en það var allt annað uppi á teningnum á móti Frökkum. Við þurfum að halda áfram að beina þeim út á við þegar við verjumst og verja hjartað í vörninni og á miðjunni jafn vel og við gerðum á fimmtudaginn. Ef við gerum það þá er ég bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu,“ segir prófessorinn um komandi verkefni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Það má með sanni segja að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hafi sýnt sitt rétta andlit þegar liðið gerði jafntefli við Frakkland í vináttulandsleik liðanna í Guingamp síðastliðið fimmtudagskvöld. Fréttablaðið fékk Ólaf Helga Kristjánsson, þjálfara karlaliðs FH, til þess að meta frammistöðu íslenska liðsins í leiknum gegn Frakklandi og spá í spilin fyrir leikinn gegn Sviss sem fram fer á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið. „Heildarbragurinn og holningin á liðinu var allt önnur í þessum leik en í síðustu tveimur leikjum liðsins. Það verður að taka það með í myndina að Erik Hamrén hafði afskaplega stuttan tíma til þess að undirbúa liðið fyrir fyrstu leiki sína í starfi og þá vantaði fjölmarga lykilleikmenn í liðið í frumraunum hans. Verkskipulagið og vinnuframlagið var til fyrirmyndar í leiknum í gær og þarna þekkti maður liðið á nýjan leik,“ segir Ólafur Helgi um muninn á leikjunum gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í september og svo leiknum gegn Frakklandi í gær. „Við þéttum raðirnar inni á miðsvæðinu og Alfreð Finnbogason lék einkar vel sem fremsti varnarmaður og samvinna hans og Gylfa Þórs Sigurðssonar við að loka á sendingaleiðir í gegnum miðju vallarins var með eindæmum góð. Varnarlínan stóð sig frábærlega og mér fannst Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason eiga einkar góðan leik. Uppstillingin að hafa Birki Má [Sævarsson] og Hólmar Örn [Eyjólfsson] gekk vel upp og þeir stóðu sig báðir vel. Birkir Már ógnaði með hraða sínum og Hólmar Örn gerði hlutina einfalt og vel,“ segir hafnfirski þjálfarinn um varnarvinnu liðsins. „Það var svo ofboðslega gaman að sjá hversu langt Rúnar Alex [Rúnarsson] er kominn í þroskaferli sínu sem leikmaður. Hann var eins og ávallt yfirvegaður í uppspilinu og öflugur í aðgerðum sínum í vítateignum. Hannes Þór [Halldórsson] kom svo vel inn í leikinn og honum líður augljóslega vel fyrir aftan Kára og Ragnar. Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að þjálfa þá báða og það er gaman að sjá hversu vel við erum í sveitt settir með markmenn, bæði til skamms tíma og til framtíðar,“ segir Ólafur Helgi um markmannasveit íslenska liðsins. „Það sem gladdi mig eiginlega mest var þorið við að halda boltanum og hversu vel uppspilið var framkvæmt. Fyrra markið var svo eftir frábæra pressu hjá Alfreð sem sýndi styrk sinn í varnarleiknum og útsjónarsemina í sóknarleiknum með því að finna Birki [Bjarnason] sem kláraði færið af stakri prýði. Við vorum búnir að skapa fjölmörg góð færi eftir hálftíma leik og það er afar jákvætt að sjá hvað sóknarleikurinn gekk smurt,“ segir hann um sóknarleikinn. „Við þurfum að spila á svipaðan máta gegn Sviss og við gerðum gegn Frakklandi til þess að ná í hagstæð úrslit í þeim leik. Við vorum fremur gisnir inni á miðsvæðinu í fyrri leiknum gegn Sviss, en það var allt annað uppi á teningnum á móti Frökkum. Við þurfum að halda áfram að beina þeim út á við þegar við verjumst og verja hjartað í vörninni og á miðjunni jafn vel og við gerðum á fimmtudaginn. Ef við gerum það þá er ég bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu,“ segir prófessorinn um komandi verkefni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu