Heildarbragurinn á íslenska liðinu allt annar í þessum leik Hjörvar Ólafsson skrifar 13. október 2018 08:45 Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, átti afbragðs leik gegn Frökkum bæði í vörn og sókn. Ólafur Kristjánsson segir hann og Alfreð Finnbogason vera meðal lykilmanna í góðum varnarleik hjá liðinu. Vísir/Getty Það má með sanni segja að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hafi sýnt sitt rétta andlit þegar liðið gerði jafntefli við Frakkland í vináttulandsleik liðanna í Guingamp síðastliðið fimmtudagskvöld. Fréttablaðið fékk Ólaf Helga Kristjánsson, þjálfara karlaliðs FH, til þess að meta frammistöðu íslenska liðsins í leiknum gegn Frakklandi og spá í spilin fyrir leikinn gegn Sviss sem fram fer á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið. „Heildarbragurinn og holningin á liðinu var allt önnur í þessum leik en í síðustu tveimur leikjum liðsins. Það verður að taka það með í myndina að Erik Hamrén hafði afskaplega stuttan tíma til þess að undirbúa liðið fyrir fyrstu leiki sína í starfi og þá vantaði fjölmarga lykilleikmenn í liðið í frumraunum hans. Verkskipulagið og vinnuframlagið var til fyrirmyndar í leiknum í gær og þarna þekkti maður liðið á nýjan leik,“ segir Ólafur Helgi um muninn á leikjunum gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í september og svo leiknum gegn Frakklandi í gær. „Við þéttum raðirnar inni á miðsvæðinu og Alfreð Finnbogason lék einkar vel sem fremsti varnarmaður og samvinna hans og Gylfa Þórs Sigurðssonar við að loka á sendingaleiðir í gegnum miðju vallarins var með eindæmum góð. Varnarlínan stóð sig frábærlega og mér fannst Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason eiga einkar góðan leik. Uppstillingin að hafa Birki Má [Sævarsson] og Hólmar Örn [Eyjólfsson] gekk vel upp og þeir stóðu sig báðir vel. Birkir Már ógnaði með hraða sínum og Hólmar Örn gerði hlutina einfalt og vel,“ segir hafnfirski þjálfarinn um varnarvinnu liðsins. „Það var svo ofboðslega gaman að sjá hversu langt Rúnar Alex [Rúnarsson] er kominn í þroskaferli sínu sem leikmaður. Hann var eins og ávallt yfirvegaður í uppspilinu og öflugur í aðgerðum sínum í vítateignum. Hannes Þór [Halldórsson] kom svo vel inn í leikinn og honum líður augljóslega vel fyrir aftan Kára og Ragnar. Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að þjálfa þá báða og það er gaman að sjá hversu vel við erum í sveitt settir með markmenn, bæði til skamms tíma og til framtíðar,“ segir Ólafur Helgi um markmannasveit íslenska liðsins. „Það sem gladdi mig eiginlega mest var þorið við að halda boltanum og hversu vel uppspilið var framkvæmt. Fyrra markið var svo eftir frábæra pressu hjá Alfreð sem sýndi styrk sinn í varnarleiknum og útsjónarsemina í sóknarleiknum með því að finna Birki [Bjarnason] sem kláraði færið af stakri prýði. Við vorum búnir að skapa fjölmörg góð færi eftir hálftíma leik og það er afar jákvætt að sjá hvað sóknarleikurinn gekk smurt,“ segir hann um sóknarleikinn. „Við þurfum að spila á svipaðan máta gegn Sviss og við gerðum gegn Frakklandi til þess að ná í hagstæð úrslit í þeim leik. Við vorum fremur gisnir inni á miðsvæðinu í fyrri leiknum gegn Sviss, en það var allt annað uppi á teningnum á móti Frökkum. Við þurfum að halda áfram að beina þeim út á við þegar við verjumst og verja hjartað í vörninni og á miðjunni jafn vel og við gerðum á fimmtudaginn. Ef við gerum það þá er ég bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu,“ segir prófessorinn um komandi verkefni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira
Það má með sanni segja að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hafi sýnt sitt rétta andlit þegar liðið gerði jafntefli við Frakkland í vináttulandsleik liðanna í Guingamp síðastliðið fimmtudagskvöld. Fréttablaðið fékk Ólaf Helga Kristjánsson, þjálfara karlaliðs FH, til þess að meta frammistöðu íslenska liðsins í leiknum gegn Frakklandi og spá í spilin fyrir leikinn gegn Sviss sem fram fer á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið. „Heildarbragurinn og holningin á liðinu var allt önnur í þessum leik en í síðustu tveimur leikjum liðsins. Það verður að taka það með í myndina að Erik Hamrén hafði afskaplega stuttan tíma til þess að undirbúa liðið fyrir fyrstu leiki sína í starfi og þá vantaði fjölmarga lykilleikmenn í liðið í frumraunum hans. Verkskipulagið og vinnuframlagið var til fyrirmyndar í leiknum í gær og þarna þekkti maður liðið á nýjan leik,“ segir Ólafur Helgi um muninn á leikjunum gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í september og svo leiknum gegn Frakklandi í gær. „Við þéttum raðirnar inni á miðsvæðinu og Alfreð Finnbogason lék einkar vel sem fremsti varnarmaður og samvinna hans og Gylfa Þórs Sigurðssonar við að loka á sendingaleiðir í gegnum miðju vallarins var með eindæmum góð. Varnarlínan stóð sig frábærlega og mér fannst Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason eiga einkar góðan leik. Uppstillingin að hafa Birki Má [Sævarsson] og Hólmar Örn [Eyjólfsson] gekk vel upp og þeir stóðu sig báðir vel. Birkir Már ógnaði með hraða sínum og Hólmar Örn gerði hlutina einfalt og vel,“ segir hafnfirski þjálfarinn um varnarvinnu liðsins. „Það var svo ofboðslega gaman að sjá hversu langt Rúnar Alex [Rúnarsson] er kominn í þroskaferli sínu sem leikmaður. Hann var eins og ávallt yfirvegaður í uppspilinu og öflugur í aðgerðum sínum í vítateignum. Hannes Þór [Halldórsson] kom svo vel inn í leikinn og honum líður augljóslega vel fyrir aftan Kára og Ragnar. Ég hef orðið þess heiðurs aðnjótandi að þjálfa þá báða og það er gaman að sjá hversu vel við erum í sveitt settir með markmenn, bæði til skamms tíma og til framtíðar,“ segir Ólafur Helgi um markmannasveit íslenska liðsins. „Það sem gladdi mig eiginlega mest var þorið við að halda boltanum og hversu vel uppspilið var framkvæmt. Fyrra markið var svo eftir frábæra pressu hjá Alfreð sem sýndi styrk sinn í varnarleiknum og útsjónarsemina í sóknarleiknum með því að finna Birki [Bjarnason] sem kláraði færið af stakri prýði. Við vorum búnir að skapa fjölmörg góð færi eftir hálftíma leik og það er afar jákvætt að sjá hvað sóknarleikurinn gekk smurt,“ segir hann um sóknarleikinn. „Við þurfum að spila á svipaðan máta gegn Sviss og við gerðum gegn Frakklandi til þess að ná í hagstæð úrslit í þeim leik. Við vorum fremur gisnir inni á miðsvæðinu í fyrri leiknum gegn Sviss, en það var allt annað uppi á teningnum á móti Frökkum. Við þurfum að halda áfram að beina þeim út á við þegar við verjumst og verja hjartað í vörninni og á miðjunni jafn vel og við gerðum á fimmtudaginn. Ef við gerum það þá er ég bjartsýnn á jákvæða niðurstöðu,“ segir prófessorinn um komandi verkefni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira