Fagleg menntun eða reynsla af vinnumarkaði? Arnar Páll Guðmundsson skrifar 15. október 2018 10:36 Í dag er vinnumarkaðurinn á Íslandi í stöðugri sókn og mikil uppbygging á sér stað á öllum innviðum. Slíkri uppbyggingu fylgja sjálfsagt aukin verkefni sem kalla á fleira nýútskrifað, hæfileikaríkt og vel menntað starfsfólk til starfa hjá fyrirtækjum og stofnunum. En er það staðan í dag? Vinnumarkaðurinn hefur verið að breytast mikið á síðustu árum og má segja að þessi breyting hafi haft neikvæð áhrif á atvinnuleit nýútskrifaðra einstaklinga úr háskólum landsins. Á árunum fyrir hrun kepptust fyrirtæki og stofnanir við að ráða til sín nýútskrifaða einstaklinga þar sem þeim fylgdi oft nýbreytni, ný viðhorf og eljusemi sem undirbjó fyrirtæki og stofnanir í að takast á við þróun á vinnumarkaði og áskoranir framtíðarinnar. Í dag lítur þetta öðruvísi við þar sem nú reynist mjög erfitt fyrir nýútskrifaða einstaklinga, sem og einstaklinga sem ekki hafa reynslu við sérsvið sitt, að fá atvinnu við hæfi og líta má á þessar breyttu aðstæður sem ákveðið samfélagslegt mein. Talið hefur verið að ástæðan fyrir þessari stefnubreytingu sé sú að eftir því sem framboð af háskólamenntuðu starfsfólki eykst á vinnumarkaðnum er eðlilegt að samkeppni og kröfur aukist. Aðrir halda því fram að þessi skýring sé of mikil einföldun og telja að ástæðan sé sú að fyrirtæki og stofnanir hafa nú lagt meiri áherslu á reynslu og þekkingu þegar kemur að hæfniskröfum í auglýst störf, sem hefur leitt til þess að vægi menntunar hefur dvínað. Ég er hins vegar sammála seinni skýringunni og tel að fyrirtæki og stofnanir verði að fara hugsa sinn gang og gefa ungu og efnilegu starfsfólki tækifæri, því að ef þessi þróun fær að halda áfram þá förum við að sjá fram á að háskólamenntaðir einstaklingar starfi við störf til lengri tíma sem eru algjörlega ótengd menntun þeirra og færni. Þessi erfiða staða getur valdið ólgu á vinnumarkaði þegar kemur að kjarasamningum og leitt af sér að þreyta og kulnun í starfi verði mun algengari en áður. Hvað er til ráða? Hvað getum við gert til þess að snúa þessari þróun til betri vegar. Því er ekki auðsvarað í stuttu máli, en upp í hugann koma margar hugmyndir sem auðvelt væri að hrinda í framkvæmd. Ein þeirra er sú að til að mynda væri hægt að efla samstarf milli háskóla landsins og atvinnulífsins, með það að markmiði að gera starfsnámi hærra undir höfði, því jú reynsla er það sem atvinnulífið er að kalla eftir. Góð byrjun væri að ef starfsnám yrði tekið inn í bóklegt nám á háskólastigi þannig að nemendur öðlist einhverja reynslu við sérsvið sitt áður en á vinnumarkað er komið. Með því að fara þessa leið væri hægt að koma betur til móts við kröfur atvinnulífsins og vinnumarkaðarins um aukna reynslu nemenda, sem myndi til langs tíma litið leiða til þess að nemendur yrðu eftirsóknarverðari starfskraftar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Þessi breyting gæti auk þess haft jákvæð áhrif á brottfall sem á sér stað í háskólum landsins, þar sem nemendur hefðu tök á að starfa að hluta til við sitt nám samhliða skólagöngu og ættu því mun auðveldara með að átta sig á hvort að það nám sem þeir stunda eigi við eða ekki. En þá er spurningin hvernig yrði þetta framkvæmt, ég lít svo á að hægt yrði að gera tvíhliða samning þar sem fyrirtæki og stofnanir skuldbinda sig við að taka ákveðinn fjölda nema í starfsnám og að þau ráði að námi loknu vissa prósentu þeirra sem luku starfsnámi hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Þessi leið er einungis ein af mörgum sem hægt væri að fara til þess að sporna við þessari þróun. Ef við hins vegar ákveðum að gera ekki neitt og láta þessa erfiðu stöðu framhjá okkur fara þá gæti stefnt í óefni á vinnumarkaði til framtíðar litið.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Páll Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er vinnumarkaðurinn á Íslandi í stöðugri sókn og mikil uppbygging á sér stað á öllum innviðum. Slíkri uppbyggingu fylgja sjálfsagt aukin verkefni sem kalla á fleira nýútskrifað, hæfileikaríkt og vel menntað starfsfólk til starfa hjá fyrirtækjum og stofnunum. En er það staðan í dag? Vinnumarkaðurinn hefur verið að breytast mikið á síðustu árum og má segja að þessi breyting hafi haft neikvæð áhrif á atvinnuleit nýútskrifaðra einstaklinga úr háskólum landsins. Á árunum fyrir hrun kepptust fyrirtæki og stofnanir við að ráða til sín nýútskrifaða einstaklinga þar sem þeim fylgdi oft nýbreytni, ný viðhorf og eljusemi sem undirbjó fyrirtæki og stofnanir í að takast á við þróun á vinnumarkaði og áskoranir framtíðarinnar. Í dag lítur þetta öðruvísi við þar sem nú reynist mjög erfitt fyrir nýútskrifaða einstaklinga, sem og einstaklinga sem ekki hafa reynslu við sérsvið sitt, að fá atvinnu við hæfi og líta má á þessar breyttu aðstæður sem ákveðið samfélagslegt mein. Talið hefur verið að ástæðan fyrir þessari stefnubreytingu sé sú að eftir því sem framboð af háskólamenntuðu starfsfólki eykst á vinnumarkaðnum er eðlilegt að samkeppni og kröfur aukist. Aðrir halda því fram að þessi skýring sé of mikil einföldun og telja að ástæðan sé sú að fyrirtæki og stofnanir hafa nú lagt meiri áherslu á reynslu og þekkingu þegar kemur að hæfniskröfum í auglýst störf, sem hefur leitt til þess að vægi menntunar hefur dvínað. Ég er hins vegar sammála seinni skýringunni og tel að fyrirtæki og stofnanir verði að fara hugsa sinn gang og gefa ungu og efnilegu starfsfólki tækifæri, því að ef þessi þróun fær að halda áfram þá förum við að sjá fram á að háskólamenntaðir einstaklingar starfi við störf til lengri tíma sem eru algjörlega ótengd menntun þeirra og færni. Þessi erfiða staða getur valdið ólgu á vinnumarkaði þegar kemur að kjarasamningum og leitt af sér að þreyta og kulnun í starfi verði mun algengari en áður. Hvað er til ráða? Hvað getum við gert til þess að snúa þessari þróun til betri vegar. Því er ekki auðsvarað í stuttu máli, en upp í hugann koma margar hugmyndir sem auðvelt væri að hrinda í framkvæmd. Ein þeirra er sú að til að mynda væri hægt að efla samstarf milli háskóla landsins og atvinnulífsins, með það að markmiði að gera starfsnámi hærra undir höfði, því jú reynsla er það sem atvinnulífið er að kalla eftir. Góð byrjun væri að ef starfsnám yrði tekið inn í bóklegt nám á háskólastigi þannig að nemendur öðlist einhverja reynslu við sérsvið sitt áður en á vinnumarkað er komið. Með því að fara þessa leið væri hægt að koma betur til móts við kröfur atvinnulífsins og vinnumarkaðarins um aukna reynslu nemenda, sem myndi til langs tíma litið leiða til þess að nemendur yrðu eftirsóknarverðari starfskraftar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Þessi breyting gæti auk þess haft jákvæð áhrif á brottfall sem á sér stað í háskólum landsins, þar sem nemendur hefðu tök á að starfa að hluta til við sitt nám samhliða skólagöngu og ættu því mun auðveldara með að átta sig á hvort að það nám sem þeir stunda eigi við eða ekki. En þá er spurningin hvernig yrði þetta framkvæmt, ég lít svo á að hægt yrði að gera tvíhliða samning þar sem fyrirtæki og stofnanir skuldbinda sig við að taka ákveðinn fjölda nema í starfsnám og að þau ráði að námi loknu vissa prósentu þeirra sem luku starfsnámi hjá viðkomandi fyrirtæki eða stofnun. Þessi leið er einungis ein af mörgum sem hægt væri að fara til þess að sporna við þessari þróun. Ef við hins vegar ákveðum að gera ekki neitt og láta þessa erfiðu stöðu framhjá okkur fara þá gæti stefnt í óefni á vinnumarkaði til framtíðar litið.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun