Reykjavík til þjónustu reiðubúin Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 18. október 2018 07:30 Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga síðastliðið vor var okkur í Viðreisn tíðrætt um þjónustuborgina Reykjavík. Þjónustuborgina þar sem notendamiðuð nálgun er höfð að leiðarljósi, íbúum eru spöruð sporin, fyrirtækjum gert auðvelt að sækja um leyfi af ýmsum toga og svo framvegis. Við sögðumst vilja einfalda líf borgarbúa og þannig gera Reykjavík eftirsóttari og samkeppnishæfari borg fyrir íbúa og atvinnulíf. Eflaust hafa einhverjir talið að þarna væri einfaldlega verið að mála upp fallega mynd sem hljómaði vel í eyrum allra en yrði aldrei að veruleika. En því fer fjarri. Þessar áherslur okkar rímuðu nefnilega vel við stefnur annarra flokka sem í dag mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, líkt og sést í þeim málefnasamningi sem unnið er eftir. Meirihlutanum er full alvara og mun í engu gefa eftir á þessu sviði. Því til staðfestingar má nefna tillögu Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna um innleiðingu þjónustustefnu sem borgarstjórn samþykkti síðastliðinn þriðjudag. Tillagan kveður á um aukinn kraft við innleiðingu þjónustustefnu borgarinnar með sérstaka áherslu á notendamiðaða nálgun í nærþjónustu við borgarbúa, skilvirkar rafrænar lausnir, fækkun skrefa og einföldun ferla í allri þjónustu borgarinnar. Þar er meðal annars átt við skipulags- og byggingarmál, skóla- og frístundamál og velferðarmál sem og aðra þjónustuþætti sem snúa að íbúum og atvinnulífi. Innleiðingin verður viðamikil og mun fara inn á mörg svið borgarinnar með aðkomu margra aðila en vinnan verður leidd af formanni borgarráðs og formanni mannréttinda- og lýðræðisráðs auk annarra hlutaðeigandi aðila sem munu meðal annars móta forgangsröðun verkefna. Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er samhuga um aukna áherslu á góða þjónustu og þróun rafrænna lausna, enda er það mikið hagsmunamál fyrir borgarbúa. Betri þjónusta styttir nefnilega ekki bara biðtíma og eykur ánægju heldur eykur einnig skilvirkni og dregur úr kostnaði til lengri tíma litið. Minni kostnaður skilar sér svo á endanum beint til íbúanna, hvort sem er í formi fjárfestinga í þeirra þágu eða einfaldlega lægra útsvari. Viðreisn mun áfram beita sér fyrir einfaldara lífi í Reykjavík með frjálslyndi, jafnrétti, ábyrgan rekstur og þjónustu við íbúa að leiðarljósi. Raunar höfum við þegar uppskorið umtalsvert þó ekki sé lengra liðið frá kosningum, en þar má nefna að borgarstjórn hefur þegar samþykkt aukna tíðni stofnleiða Strætó á háannatíma og tilraunaverkefni um sumaropnun leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda borgarstjórnarkosninga síðastliðið vor var okkur í Viðreisn tíðrætt um þjónustuborgina Reykjavík. Þjónustuborgina þar sem notendamiðuð nálgun er höfð að leiðarljósi, íbúum eru spöruð sporin, fyrirtækjum gert auðvelt að sækja um leyfi af ýmsum toga og svo framvegis. Við sögðumst vilja einfalda líf borgarbúa og þannig gera Reykjavík eftirsóttari og samkeppnishæfari borg fyrir íbúa og atvinnulíf. Eflaust hafa einhverjir talið að þarna væri einfaldlega verið að mála upp fallega mynd sem hljómaði vel í eyrum allra en yrði aldrei að veruleika. En því fer fjarri. Þessar áherslur okkar rímuðu nefnilega vel við stefnur annarra flokka sem í dag mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, líkt og sést í þeim málefnasamningi sem unnið er eftir. Meirihlutanum er full alvara og mun í engu gefa eftir á þessu sviði. Því til staðfestingar má nefna tillögu Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna um innleiðingu þjónustustefnu sem borgarstjórn samþykkti síðastliðinn þriðjudag. Tillagan kveður á um aukinn kraft við innleiðingu þjónustustefnu borgarinnar með sérstaka áherslu á notendamiðaða nálgun í nærþjónustu við borgarbúa, skilvirkar rafrænar lausnir, fækkun skrefa og einföldun ferla í allri þjónustu borgarinnar. Þar er meðal annars átt við skipulags- og byggingarmál, skóla- og frístundamál og velferðarmál sem og aðra þjónustuþætti sem snúa að íbúum og atvinnulífi. Innleiðingin verður viðamikil og mun fara inn á mörg svið borgarinnar með aðkomu margra aðila en vinnan verður leidd af formanni borgarráðs og formanni mannréttinda- og lýðræðisráðs auk annarra hlutaðeigandi aðila sem munu meðal annars móta forgangsröðun verkefna. Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur er samhuga um aukna áherslu á góða þjónustu og þróun rafrænna lausna, enda er það mikið hagsmunamál fyrir borgarbúa. Betri þjónusta styttir nefnilega ekki bara biðtíma og eykur ánægju heldur eykur einnig skilvirkni og dregur úr kostnaði til lengri tíma litið. Minni kostnaður skilar sér svo á endanum beint til íbúanna, hvort sem er í formi fjárfestinga í þeirra þágu eða einfaldlega lægra útsvari. Viðreisn mun áfram beita sér fyrir einfaldara lífi í Reykjavík með frjálslyndi, jafnrétti, ábyrgan rekstur og þjónustu við íbúa að leiðarljósi. Raunar höfum við þegar uppskorið umtalsvert þó ekki sé lengra liðið frá kosningum, en þar má nefna að borgarstjórn hefur þegar samþykkt aukna tíðni stofnleiða Strætó á háannatíma og tilraunaverkefni um sumaropnun leikskóla.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun