Hundar, svín og hrossasmetti: Trump hefur lengi hæðst að konum fyrir útlit þeirra og líkamsstarfsemi Samúel Karl Ólason skrifar 17. október 2018 16:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Getty/Scott Olson Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði klámleikkonuna Stephanie Clifford (Stormy Daniels) hrossasmetti í gær. Hann hefur lengi talað með niðrandi hætti um útlit kvenna og líkamsstarfsemi þeirra. Þar að auki hefur hann ítrekað líkt konum við dýr. Nú í gær fagnaði forsetinn því á Twitter að dómari hefði vísað frá máli Clofford gegn Trump. Sagðist hann nú geta höfðað eigin mál gegn henni og með smávægilegri innsláttarvillu virtist hann kalla sjálfan sig svikahrapp.Sjá einnig: Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmettiClifford hefur haldið því fram að hún hafi sofið hjá Trump árið 2006, þegar yngsti sonur hans var tiltölulega ný fæddur. Trump neitar því en greiddi henni þó 130 þúsund dali í aðdraganda kosninganna til að koma í veg fyrir að hún segði sögu sína.Munu ekki hjálpa Ummæli Trump í gær þykja ekki til þess búin að hjálpa Repúblikanaflokknum í aðdraganda þingkosninganna í næsta mánuði. Flokkurinn hefur þegar átt erfitt með að ná til kvenna. Sífellt færri bandarískar konur skilgreina sig sem Repúblikana og fækkunin staðið yfir um nokkuð skeið. Hins vegar virðist sem að hægur straumur hafi orðið að flóði í forsetatíð Donald Trump. Vinsældir Trump meðal kvenna eru í sögulegu lágmarki forseta Bandaríkjanna þar sem 63 prósent kvenna segjast ósáttar með hann.Sjá einnig: Konur fjarlægjast RepúblikanaflokkinnMeðal annars hefur Trump kallað konur feitar og ljótar. Hann sagði að ein kona væri „geðsjúk, grenjandi úrhrak“ og að ein væri hundur með andlit svíns. Eftir kappræður við Hillary Clinton árið 2015 sagði hann að klósettferð hennar væri „of ógeðsleg til að tala um“ og svo má lengi telja. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkur dæmi þar sem Trump hæðist að konum vegna útlits þeirra og líkamsstarfsemi. „Getið þið ímyndað ykkur þetta andlit á næsta forseta okkar?“ sagði Trump eitt sinn um Carly Fiorina, mótframbjóðanda hans innan Repúblikanaflokksins. „Ég meina, hún er kona og ég á víst ekki að segja slæma hluti, en í alvörunni fólk, látið ekki svona. Er okkur alvara?“ Seinna meir þrætti hann fyrir að hafa verið að tala um útlit Fiorina og sagðist hafa verið að tala um persónuleika hennar.Hér má sjá stutta samantekt NBC um ummæli Trump um konur.Sama ár, eftir aðrar kappræður sem sjónvarpskonan Megyn Kelly stýrði, sagði Trump að erfiðar spurningar hennar til hans gætu verið útskýrðar með því að hún væri á túr. Seinna sagði Trump að hann gæti séð blóð koma „út úr augum hennar, blóð koma út úr … hverju sem er.“ Í kosningabaráttunni birti hann einnig slæma mynd af eiginkonu Ted Cruz, mótframbjóðanda hans, við hlið myndar af Melaniu Trump með textanum: „Myndir eru á við þúsund orð“. Trump stóð lengi í deilum við leikkonuna Rosie O‘Donnell og sagði hann meðal annars að hún hefði „ljótt, feitt andlit“. Árið 1992 var vitnað í Trump í New York Magazine þar sem hann var að tala um Katarina Witt, sem er þýsk íþróttakona sem keppti á skautum. Hann sagði að hún gæti eingöngu verið talin myndarleg ef „þér líkar konur með slæma húð og eru byggðar eins og línuverðir.“ Eftir að Jessica Leeds steig fram árið 2016 og sakaði Trump um að hafa káfað á sér í flugvél á níunda áratugnum, sagði Trump að hún myndi aldrei verða fyrsti kostur hans. Þegar önnur kona sakaði hann um að hafa veist að sér með kynferðislegum hætti sagðist hann aldrei hafa gert það. „Skoðið Facebooksíðu hennar og þá vitið þið af hverju,“ sagði Trump.Kallað eftir aga Þá hefur hann margsinnis sagt að Arianna Huffington, stofnandi Huffington Post, sé „ljót, bæði að innan og utan“. Trump hefur talað áfram um konur með þessu hætti, eftir að hann settist að í Hvíta húsinu. Í fyrra sagði hann sjónvarpskonuna Miku Brzezinski vera heimska og sagði að hann hefði hitt hana um áramótin og þá hefði blætt mikið úr andliti hennar vegna andlitslyftingar. Svo kallaði hann Clifford „hrossasmetti“ eins og fram hefur komið áður. Ummæli sem þessi eru, eins og áður segir, ekki til þess fallin að hjálpa Repúblikönum í komandi kosningum. New York Times segir hátt settan meðlim flokksins hafa biðlað til forsetans að hætta að tala um útlit kvenna. Nauðsyn sé á aga innan Hvíta hússins næstu tuttugu dagana. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump-liðar telja sig svikna af Taylor Swift Yfirlýsing Taylor Swift um að hún ætli sér að kjósa Demókrata í þingkosningunum í Bandaríkjunum í nóvember kom stuðningsmönnum Donald Trump, forseta, á Reddit og 4chan verulega á óvart. 9. október 2018 11:15 Trump segir þingkonu vera svikahrapp vegna DNA-prófs Farið yfir deilurnar um „verri útgáfuna“ af Pocahontas. 16. október 2018 15:45 Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10 „Enginn er lagður í meira einelti en ég“ Þetta kemur fram í nýju viðtali ABC-sjónvarpsstöðvarinnar við forsetafrúna. 11. október 2018 19:27 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði klámleikkonuna Stephanie Clifford (Stormy Daniels) hrossasmetti í gær. Hann hefur lengi talað með niðrandi hætti um útlit kvenna og líkamsstarfsemi þeirra. Þar að auki hefur hann ítrekað líkt konum við dýr. Nú í gær fagnaði forsetinn því á Twitter að dómari hefði vísað frá máli Clofford gegn Trump. Sagðist hann nú geta höfðað eigin mál gegn henni og með smávægilegri innsláttarvillu virtist hann kalla sjálfan sig svikahrapp.Sjá einnig: Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmettiClifford hefur haldið því fram að hún hafi sofið hjá Trump árið 2006, þegar yngsti sonur hans var tiltölulega ný fæddur. Trump neitar því en greiddi henni þó 130 þúsund dali í aðdraganda kosninganna til að koma í veg fyrir að hún segði sögu sína.Munu ekki hjálpa Ummæli Trump í gær þykja ekki til þess búin að hjálpa Repúblikanaflokknum í aðdraganda þingkosninganna í næsta mánuði. Flokkurinn hefur þegar átt erfitt með að ná til kvenna. Sífellt færri bandarískar konur skilgreina sig sem Repúblikana og fækkunin staðið yfir um nokkuð skeið. Hins vegar virðist sem að hægur straumur hafi orðið að flóði í forsetatíð Donald Trump. Vinsældir Trump meðal kvenna eru í sögulegu lágmarki forseta Bandaríkjanna þar sem 63 prósent kvenna segjast ósáttar með hann.Sjá einnig: Konur fjarlægjast RepúblikanaflokkinnMeðal annars hefur Trump kallað konur feitar og ljótar. Hann sagði að ein kona væri „geðsjúk, grenjandi úrhrak“ og að ein væri hundur með andlit svíns. Eftir kappræður við Hillary Clinton árið 2015 sagði hann að klósettferð hennar væri „of ógeðsleg til að tala um“ og svo má lengi telja. Hér að neðan verður stiklað á stóru yfir nokkur dæmi þar sem Trump hæðist að konum vegna útlits þeirra og líkamsstarfsemi. „Getið þið ímyndað ykkur þetta andlit á næsta forseta okkar?“ sagði Trump eitt sinn um Carly Fiorina, mótframbjóðanda hans innan Repúblikanaflokksins. „Ég meina, hún er kona og ég á víst ekki að segja slæma hluti, en í alvörunni fólk, látið ekki svona. Er okkur alvara?“ Seinna meir þrætti hann fyrir að hafa verið að tala um útlit Fiorina og sagðist hafa verið að tala um persónuleika hennar.Hér má sjá stutta samantekt NBC um ummæli Trump um konur.Sama ár, eftir aðrar kappræður sem sjónvarpskonan Megyn Kelly stýrði, sagði Trump að erfiðar spurningar hennar til hans gætu verið útskýrðar með því að hún væri á túr. Seinna sagði Trump að hann gæti séð blóð koma „út úr augum hennar, blóð koma út úr … hverju sem er.“ Í kosningabaráttunni birti hann einnig slæma mynd af eiginkonu Ted Cruz, mótframbjóðanda hans, við hlið myndar af Melaniu Trump með textanum: „Myndir eru á við þúsund orð“. Trump stóð lengi í deilum við leikkonuna Rosie O‘Donnell og sagði hann meðal annars að hún hefði „ljótt, feitt andlit“. Árið 1992 var vitnað í Trump í New York Magazine þar sem hann var að tala um Katarina Witt, sem er þýsk íþróttakona sem keppti á skautum. Hann sagði að hún gæti eingöngu verið talin myndarleg ef „þér líkar konur með slæma húð og eru byggðar eins og línuverðir.“ Eftir að Jessica Leeds steig fram árið 2016 og sakaði Trump um að hafa káfað á sér í flugvél á níunda áratugnum, sagði Trump að hún myndi aldrei verða fyrsti kostur hans. Þegar önnur kona sakaði hann um að hafa veist að sér með kynferðislegum hætti sagðist hann aldrei hafa gert það. „Skoðið Facebooksíðu hennar og þá vitið þið af hverju,“ sagði Trump.Kallað eftir aga Þá hefur hann margsinnis sagt að Arianna Huffington, stofnandi Huffington Post, sé „ljót, bæði að innan og utan“. Trump hefur talað áfram um konur með þessu hætti, eftir að hann settist að í Hvíta húsinu. Í fyrra sagði hann sjónvarpskonuna Miku Brzezinski vera heimska og sagði að hann hefði hitt hana um áramótin og þá hefði blætt mikið úr andliti hennar vegna andlitslyftingar. Svo kallaði hann Clifford „hrossasmetti“ eins og fram hefur komið áður. Ummæli sem þessi eru, eins og áður segir, ekki til þess fallin að hjálpa Repúblikönum í komandi kosningum. New York Times segir hátt settan meðlim flokksins hafa biðlað til forsetans að hætta að tala um útlit kvenna. Nauðsyn sé á aga innan Hvíta hússins næstu tuttugu dagana.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Trump-liðar telja sig svikna af Taylor Swift Yfirlýsing Taylor Swift um að hún ætli sér að kjósa Demókrata í þingkosningunum í Bandaríkjunum í nóvember kom stuðningsmönnum Donald Trump, forseta, á Reddit og 4chan verulega á óvart. 9. október 2018 11:15 Trump segir þingkonu vera svikahrapp vegna DNA-prófs Farið yfir deilurnar um „verri útgáfuna“ af Pocahontas. 16. október 2018 15:45 Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10 „Enginn er lagður í meira einelti en ég“ Þetta kemur fram í nýju viðtali ABC-sjónvarpsstöðvarinnar við forsetafrúna. 11. október 2018 19:27 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Trump-liðar telja sig svikna af Taylor Swift Yfirlýsing Taylor Swift um að hún ætli sér að kjósa Demókrata í þingkosningunum í Bandaríkjunum í nóvember kom stuðningsmönnum Donald Trump, forseta, á Reddit og 4chan verulega á óvart. 9. október 2018 11:15
Trump segir þingkonu vera svikahrapp vegna DNA-prófs Farið yfir deilurnar um „verri útgáfuna“ af Pocahontas. 16. október 2018 15:45
Forseti Bandaríkjanna kallar klámleikkonu hrossasmetti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar hafi vísað frá máli klámleikkonunnar Stormy Daniels gegn honum. 16. október 2018 16:10
„Enginn er lagður í meira einelti en ég“ Þetta kemur fram í nýju viðtali ABC-sjónvarpsstöðvarinnar við forsetafrúna. 11. október 2018 19:27