Settu í fyrsta gír á Grænlandi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 6. október 2018 14:00 Íris Ösp segist fegin því að fjölskyldan hafi sleppt tökunum og flutt til Grænlands. Hún tengdist náttúrunni þar sterkum böndum. Fréttablaðið/Anton Brink „Þegar hrunið skall á var ég fimmtán ára, að verða sextán. Ég stundaði nám í tíunda bekk í Hlíðaskóla. Reyndar varð rask á skólagöngunni þennan vetur og ég kláraði í grunnskólanum á Ísafirði,“ segir Íris Ösp Heiðrúnardóttir um októbermánuð árið 2008. Hún segist hafa farið á nokkur mótmæli en fundist hún utangarðs. „Ég stóð svolítið fyrir utan þau, fannst þau spennandi en vissi varla hverju ég átti að mótmæla. Fannst ég ekki eiga beint tilkall til þess, ég var dæmigerður týndur unglingur býst ég við,“ segir Íris. Þegar hrunið skall á var stjúpfaðir hennar í byggingarvinnu. Í þeim geira missti fjöldi fólks atvinnu sína. „Hann missti vinnuna og sótti um störf víða, eiginlega alls staðar þar sem honum datt í hug að störf væru í boði. Meðal annars á Grænlandi. Hann kom heim einn daginn og sagði: Heyrið mig, við þurfum að flytja til Grænlands,“ segir Íris og segir fjölskylduna hafa gapað af undrun. Hún segist ekki hafa tekið fréttunum sérlega vel. „Ég sá það ekki þá, en ég sé það núna að þetta var besta ákvörðun sem fjölskyldan gat tekið. Þetta áttu eftir að verða góð ár. Ég var bara unglingur með fordóma og sá fyrir mér glatað líf innan um gamla, tannlausa og hjólbeinótta karla,“ segir Íris og hlær. „Grænland gerði mig að betri manneskju. Við fluttum fyrst til eins syðsta bæjar á Grænlandi, Nanortalik. Við vorum þar í um tvö ár. Á átján ára afmælisdaginn minn fluttum við svo til Qaqortoq og þar bjuggum við í önnur tvö ár. Hér heima var allt í volli en við skiptum í fyrsta gír. Mamma fór að hugsa um garðinn sinn, hún hefur mikinn áhuga á blómum og garðyrkju. Ég á lítinn bróður, hann var eins árs þegar við fluttum og það var gott fyrir hann að búa þarna,“ segir Íris. „Ég fylgdist lítið með fréttum frá Íslandi. Internetið var af skornum skammti þar sem við bjuggum. Grænlenskt samfélag er svo allt öðru vísi en íslenskt. Þar er annar taktur. Ef það er ekki til mjólk í búðinni. Þá kemur þú bara aftur næsta dag. Eða þar næsta. Við löbbuðum líka út um allt, sama hversu langt við þurftum að fara á milli staða. Við fjölskyldan urðum eiginlega frjáls. Við erum öll fegin því að hafa farið. Við slepptum takinu, fórum að horfa betur í kringum okkur. Ég væri ekki sama manneskjan, ég tengdist náttúrunni sterkt og opnaði huga minn og hjarta fyrir menningu annarra,“ segir Íris. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
„Þegar hrunið skall á var ég fimmtán ára, að verða sextán. Ég stundaði nám í tíunda bekk í Hlíðaskóla. Reyndar varð rask á skólagöngunni þennan vetur og ég kláraði í grunnskólanum á Ísafirði,“ segir Íris Ösp Heiðrúnardóttir um októbermánuð árið 2008. Hún segist hafa farið á nokkur mótmæli en fundist hún utangarðs. „Ég stóð svolítið fyrir utan þau, fannst þau spennandi en vissi varla hverju ég átti að mótmæla. Fannst ég ekki eiga beint tilkall til þess, ég var dæmigerður týndur unglingur býst ég við,“ segir Íris. Þegar hrunið skall á var stjúpfaðir hennar í byggingarvinnu. Í þeim geira missti fjöldi fólks atvinnu sína. „Hann missti vinnuna og sótti um störf víða, eiginlega alls staðar þar sem honum datt í hug að störf væru í boði. Meðal annars á Grænlandi. Hann kom heim einn daginn og sagði: Heyrið mig, við þurfum að flytja til Grænlands,“ segir Íris og segir fjölskylduna hafa gapað af undrun. Hún segist ekki hafa tekið fréttunum sérlega vel. „Ég sá það ekki þá, en ég sé það núna að þetta var besta ákvörðun sem fjölskyldan gat tekið. Þetta áttu eftir að verða góð ár. Ég var bara unglingur með fordóma og sá fyrir mér glatað líf innan um gamla, tannlausa og hjólbeinótta karla,“ segir Íris og hlær. „Grænland gerði mig að betri manneskju. Við fluttum fyrst til eins syðsta bæjar á Grænlandi, Nanortalik. Við vorum þar í um tvö ár. Á átján ára afmælisdaginn minn fluttum við svo til Qaqortoq og þar bjuggum við í önnur tvö ár. Hér heima var allt í volli en við skiptum í fyrsta gír. Mamma fór að hugsa um garðinn sinn, hún hefur mikinn áhuga á blómum og garðyrkju. Ég á lítinn bróður, hann var eins árs þegar við fluttum og það var gott fyrir hann að búa þarna,“ segir Íris. „Ég fylgdist lítið með fréttum frá Íslandi. Internetið var af skornum skammti þar sem við bjuggum. Grænlenskt samfélag er svo allt öðru vísi en íslenskt. Þar er annar taktur. Ef það er ekki til mjólk í búðinni. Þá kemur þú bara aftur næsta dag. Eða þar næsta. Við löbbuðum líka út um allt, sama hversu langt við þurftum að fara á milli staða. Við fjölskyldan urðum eiginlega frjáls. Við erum öll fegin því að hafa farið. Við slepptum takinu, fórum að horfa betur í kringum okkur. Ég væri ekki sama manneskjan, ég tengdist náttúrunni sterkt og opnaði huga minn og hjarta fyrir menningu annarra,“ segir Íris.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira