Innlent

Réðst á opin­beran starfs­mann

Atli Ísleifsson skrifar
Atvikið átti sér stað í Kópavogi.
Atvikið átti sér stað í Kópavogi. Vísir/Ívar Fannar

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mann sem hafði beitt opinberan starfsmann ofbeldi í hverfi 201 í Kópavogi. Maðurinn var handtekinn vegna málsins og er hann vistaður í fangageymslu sökum ástands síns. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar, en nú í morgunssárið gista fjórir menn fangageymslu eftir nóttina.

Í tilkynningunni segir einnig að tilkynnt hafi verið um þrjú þjófnaðarmál í miðborg Reykjavíkur og svo í hverfi 103, það er við Kringluna, en í einu tilvikanna voru þrír handteknir og látnir lausir að lokinni skýrslutöku.

Í hverfi 221 í Hafnarfirði var tilkynnt um líkamsárás en um minniháttar áverka var að ræða. Málið er í rannsókn.

Þá var einn maður handtekinn í hverfi 101 fyrir að stela úr bíl en hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×