„Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. október 2025 19:43 Mæðginin Axel og Katrín á góðri stundu. Móðir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði í sínum fyrsta túr á sjó segir erfitt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð skipverja á bátnum hefðu getað bjargað lífi hans. Hún og barnsfaðir hennar hafa tapað máli gegn útgerðinni á tveimur dómstigum, en ætla sér alla leið með málið hvað sem það kostar. Mánudaginn 18. maí 2020 bárust fréttir af því að leitað væri að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverja báts sem Brim hf. gerði út frá Vopnafirði. Hann var talinn hafa fallið fyrir borð skipsins á leið í land. Viku síðar var leitinni hætt. Tæpu ári síðar, í upphafi apríl, fundust líkamsleifar í fjörunni við Vopnafjörð. Skömmu síðar fékkst staðfest að um Axel var að ræða. Sárt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð hefðu getað skipt öllu Foreldrar Axels hafa staðið í málaferlum gegn Brimi til þess að fá miska sinn bættan, og hafa ýmislegt að athuga við aðdraganda þess að hann lést, og telja Brim ábyrgt fyrir dauða hans. „Hann sést síðast korter í átta þegar þeir eru að koma í land. Það er ekki byrjað að leita að honum fyrr en klukkan tvö. Það er mjög einkennilegt að í svona lítilli áhöfn skuli enginn átta sig á því að nýr aðili sé ekki um borð,“ segir Katrín Sjöfn Sveinbjörnsdóttir, móðir Axels. Því leið fjöldi klukkustunda frá því komið var í land og þar til viðbragðsaðilar voru látnir vita að Axel væri horfinn. „Ef þeir hefðu séð þetta fyrr, þá hefði mögulega verið hægt að bjarga honum. Það er það sem er bara svolítið sárt.“ Engin fræðsla Þá eru foreldrar Axels ósáttir við að ekki liggi fyrir gögn um þjálfun hans áður en farið var af stað í túrinn, sem var hans fyrsta ferð á sjó. Fyrst var borið við að gögnin væru ekki til, en síðar að þau hafi brunnið með bátnum. „Það fór engin fræðsla fram. Bátsmaðurinn sem átti að sjá um fræðsluna sagði í vitnaleiðslunni að hann hefði ekki gert það. Það er voðalega einkennilegt hvernig þetta mál hefur farið.“ „Bý ég í réttarríki?“ Foreldrarnir hafa tapað málinu, bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Fyrir Landsrétti fékkst ekki gjafsókn, og foreldrarnir þurftu sjálfir að standa straum af kostnaði við rekstur málsins. „Maður situr bara svolítið eftir: Bíddu bý ég í réttarríki? Ég verð fyrir vonbrigðum því ég hef trú á dómskerfinu, ég hef trú á lögreglunni og ég hef trú á öllu þessu góða fólki. Ég vil bara að einhver taki einhverja ábyrgð. Það hlýtur einhver að taka ábyrgð,“ segir Katrín. Hún hafi ekki fengið eitt samúðarskeyti frá útgerðinni í kjölfar andláts sonar hennar. „Ég er ekki að segja að það skipti öllu, en það er bara eins og líf skipti engu máli.“ Ætlar alla leið með málið Katrín segist vilja leita til Hæstaréttar með málið, óháð því hvort gjafsókn fáist eða ekki. „Ég bara ætla að gera mitt allra besta til þess að halda þessu áfram. Ég vil bara að rétt sé rétt, alveg sama hvoru megin dómurinn fellur.“ Möguleg bótafjárhæð sé smámál í stóra samhenginu. „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka.“ Dómsmál Vopnafjörður Sjávarútvegur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Mánudaginn 18. maí 2020 bárust fréttir af því að leitað væri að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverja báts sem Brim hf. gerði út frá Vopnafirði. Hann var talinn hafa fallið fyrir borð skipsins á leið í land. Viku síðar var leitinni hætt. Tæpu ári síðar, í upphafi apríl, fundust líkamsleifar í fjörunni við Vopnafjörð. Skömmu síðar fékkst staðfest að um Axel var að ræða. Sárt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð hefðu getað skipt öllu Foreldrar Axels hafa staðið í málaferlum gegn Brimi til þess að fá miska sinn bættan, og hafa ýmislegt að athuga við aðdraganda þess að hann lést, og telja Brim ábyrgt fyrir dauða hans. „Hann sést síðast korter í átta þegar þeir eru að koma í land. Það er ekki byrjað að leita að honum fyrr en klukkan tvö. Það er mjög einkennilegt að í svona lítilli áhöfn skuli enginn átta sig á því að nýr aðili sé ekki um borð,“ segir Katrín Sjöfn Sveinbjörnsdóttir, móðir Axels. Því leið fjöldi klukkustunda frá því komið var í land og þar til viðbragðsaðilar voru látnir vita að Axel væri horfinn. „Ef þeir hefðu séð þetta fyrr, þá hefði mögulega verið hægt að bjarga honum. Það er það sem er bara svolítið sárt.“ Engin fræðsla Þá eru foreldrar Axels ósáttir við að ekki liggi fyrir gögn um þjálfun hans áður en farið var af stað í túrinn, sem var hans fyrsta ferð á sjó. Fyrst var borið við að gögnin væru ekki til, en síðar að þau hafi brunnið með bátnum. „Það fór engin fræðsla fram. Bátsmaðurinn sem átti að sjá um fræðsluna sagði í vitnaleiðslunni að hann hefði ekki gert það. Það er voðalega einkennilegt hvernig þetta mál hefur farið.“ „Bý ég í réttarríki?“ Foreldrarnir hafa tapað málinu, bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Fyrir Landsrétti fékkst ekki gjafsókn, og foreldrarnir þurftu sjálfir að standa straum af kostnaði við rekstur málsins. „Maður situr bara svolítið eftir: Bíddu bý ég í réttarríki? Ég verð fyrir vonbrigðum því ég hef trú á dómskerfinu, ég hef trú á lögreglunni og ég hef trú á öllu þessu góða fólki. Ég vil bara að einhver taki einhverja ábyrgð. Það hlýtur einhver að taka ábyrgð,“ segir Katrín. Hún hafi ekki fengið eitt samúðarskeyti frá útgerðinni í kjölfar andláts sonar hennar. „Ég er ekki að segja að það skipti öllu, en það er bara eins og líf skipti engu máli.“ Ætlar alla leið með málið Katrín segist vilja leita til Hæstaréttar með málið, óháð því hvort gjafsókn fáist eða ekki. „Ég bara ætla að gera mitt allra besta til þess að halda þessu áfram. Ég vil bara að rétt sé rétt, alveg sama hvoru megin dómurinn fellur.“ Möguleg bótafjárhæð sé smámál í stóra samhenginu. „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka.“
Dómsmál Vopnafjörður Sjávarútvegur Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira