Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. október 2025 14:32 Jens Garðar var ekki ánægður með ákvörðun Höllu um að vitna til Maós í ræðu sinni á jafnréttisráðstefnu í Peking. Framkoma Höllu á ráðstefnunni var hluti af nokkurra daga opinberri heimsókn til Kína, í boði Xi Jinping, forseta landsins. Jens Garðar Helgason, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi orð Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í ræðustól Alþingis í dag. Ummælin sem Jens Garðar var ósáttur við féllu í opinberri heimsókn forseta til Kína, þar sem Halla vitnaði í Maó Zedong. Hann sagði embætti forseta mögulega þurfa leiðbeiningar frá Stjórnarráðinu vegna málsins. Jens Garðar kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þar rifjaði hann upp að Halla hefði verið í opinberri heimsókn til Kína á dögunum, en hún var þar í boði Xi Jinping, forseta landsins, dagana 12. til 17. október. Einræðisríki undir stjórn kommúnista „Landið er einræðisríki og undir stjórn þarlends kommúnistaflokks. Einhver hefði nú spurt sig hvort ekki hefði verið meira tilefni fyrir forseta Íslands, með heimild ríkisstjórnarinnar, að heimsækja frekar einhvert af fjölmörgum lýðræðisríkjum heimsins, og styrkja samstöðu og samstarf milli þeirra. Ekki er vanþörf á í þeim skautunarheimi sem við búum í í dag,“ sagði Jens Garðar. Hann sagði steininn hins vegar hafa tekið úr þegar Halla vitnaði í ræðu sinni á kvennaráðstefninu í Peking til Maós Zedong, formanns kínverska kommúnistaflokksins frá 1943 til 1976. Í ræðu sinni sagði Halla: „Maó Zedong sagði eitt sinn: „Konur halda uppi helmingi himinsins.“ Nú um stundir verðum við að ganga skrefinu lengra og bæta við: Í heimi þar sem ójafnvægi ríkir hafa konur styrk til að lækna, visku til að vísa veginn og hugrekki til að ýta undir þær breytingar sem eru aðkallandi.“ Mögulega heppilegra að vitna til annarra „Maó af öllum einræðisherrum veraldarsögunnar, er líklega afkastamestur þeirra allra. Talið er að 60 til 65 milljónir manna hafi dáið undir hans harðstjórn, manngerðum hungursneyðum og pólitískum ofsóknum. Ég hefði haldið að forseti Íslands, kyndilberi frelsis, mannréttinda og lýðræðis, gæti vitnað í aðra en einræðisherra eins og Maó,“ sagði Jens Garðar. Hann sagðist jafnframt vona að um einangrað dæmi væri að ræða, en mögulega væri ástæða til þess að Stjórnarráðið færi yfir það með embætti forseta að betur færi á því að vitnað yrði til annarra en helstu einræðisherra mannkynssögunnar á opinberum vettvangi. Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Kína Tengdar fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Sérfræðingur í kínverskum stjórnmálum segir ekki óeðlilegt að forseti Íslands hafi boðið forseta Kína í heimsókn á fundi þeirra í Peking í vikunni. Eðlilegt sé að boðið veki spurningar en slík heimsókn þurfi ekki að vera pólitísk. 16. október 2025 14:10 Halla og Þorbjörg á leið til Kína Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 12. til 17. október í boði Xi Jingping forseta Kína. Í för með henni verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, en markmið ferðarinnar er að staðfesta góð tvíhliða samskipti ríkjanna tveggja, ræða áframhaldandi viðskipti og samskipti þjóðanna, og samstarf á sviði jarðvarma, jafnréttismála og sjálfbærrar þróunnar. 11. október 2025 08:04 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Jens Garðar kvaddi sér hljóðs undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Þar rifjaði hann upp að Halla hefði verið í opinberri heimsókn til Kína á dögunum, en hún var þar í boði Xi Jinping, forseta landsins, dagana 12. til 17. október. Einræðisríki undir stjórn kommúnista „Landið er einræðisríki og undir stjórn þarlends kommúnistaflokks. Einhver hefði nú spurt sig hvort ekki hefði verið meira tilefni fyrir forseta Íslands, með heimild ríkisstjórnarinnar, að heimsækja frekar einhvert af fjölmörgum lýðræðisríkjum heimsins, og styrkja samstöðu og samstarf milli þeirra. Ekki er vanþörf á í þeim skautunarheimi sem við búum í í dag,“ sagði Jens Garðar. Hann sagði steininn hins vegar hafa tekið úr þegar Halla vitnaði í ræðu sinni á kvennaráðstefninu í Peking til Maós Zedong, formanns kínverska kommúnistaflokksins frá 1943 til 1976. Í ræðu sinni sagði Halla: „Maó Zedong sagði eitt sinn: „Konur halda uppi helmingi himinsins.“ Nú um stundir verðum við að ganga skrefinu lengra og bæta við: Í heimi þar sem ójafnvægi ríkir hafa konur styrk til að lækna, visku til að vísa veginn og hugrekki til að ýta undir þær breytingar sem eru aðkallandi.“ Mögulega heppilegra að vitna til annarra „Maó af öllum einræðisherrum veraldarsögunnar, er líklega afkastamestur þeirra allra. Talið er að 60 til 65 milljónir manna hafi dáið undir hans harðstjórn, manngerðum hungursneyðum og pólitískum ofsóknum. Ég hefði haldið að forseti Íslands, kyndilberi frelsis, mannréttinda og lýðræðis, gæti vitnað í aðra en einræðisherra eins og Maó,“ sagði Jens Garðar. Hann sagðist jafnframt vona að um einangrað dæmi væri að ræða, en mögulega væri ástæða til þess að Stjórnarráðið færi yfir það með embætti forseta að betur færi á því að vitnað yrði til annarra en helstu einræðisherra mannkynssögunnar á opinberum vettvangi.
Í ræðu sinni sagði Halla: „Maó Zedong sagði eitt sinn: „Konur halda uppi helmingi himinsins.“ Nú um stundir verðum við að ganga skrefinu lengra og bæta við: Í heimi þar sem ójafnvægi ríkir hafa konur styrk til að lækna, visku til að vísa veginn og hugrekki til að ýta undir þær breytingar sem eru aðkallandi.“
Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Kína Tengdar fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Sérfræðingur í kínverskum stjórnmálum segir ekki óeðlilegt að forseti Íslands hafi boðið forseta Kína í heimsókn á fundi þeirra í Peking í vikunni. Eðlilegt sé að boðið veki spurningar en slík heimsókn þurfi ekki að vera pólitísk. 16. október 2025 14:10 Halla og Þorbjörg á leið til Kína Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 12. til 17. október í boði Xi Jingping forseta Kína. Í för með henni verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, en markmið ferðarinnar er að staðfesta góð tvíhliða samskipti ríkjanna tveggja, ræða áframhaldandi viðskipti og samskipti þjóðanna, og samstarf á sviði jarðvarma, jafnréttismála og sjálfbærrar þróunnar. 11. október 2025 08:04 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Sérfræðingur í kínverskum stjórnmálum segir ekki óeðlilegt að forseti Íslands hafi boðið forseta Kína í heimsókn á fundi þeirra í Peking í vikunni. Eðlilegt sé að boðið veki spurningar en slík heimsókn þurfi ekki að vera pólitísk. 16. október 2025 14:10
Halla og Þorbjörg á leið til Kína Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, verður í opinberri heimsókn í Kína dagana 12. til 17. október í boði Xi Jingping forseta Kína. Í för með henni verður Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra, en markmið ferðarinnar er að staðfesta góð tvíhliða samskipti ríkjanna tveggja, ræða áframhaldandi viðskipti og samskipti þjóðanna, og samstarf á sviði jarðvarma, jafnréttismála og sjálfbærrar þróunnar. 11. október 2025 08:04