Innlent

Krist­rún til Græn­lands

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.
Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands. Egill Aðalsteinssson

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er haldin af stað til Grænlands í opinbera vinnuheimsókn.

Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu kemur fram að heimsóknin sé í boði Jens-Frederik Nielsen, formanni grænlesku landsstjórnarinnar. Kristrún mun funda með formanninum og öðrum ráðamönnum í höfuðborginni Nuuk auk þess að heimsækja fyrirtæki og stofnanir.

Í heimsókninni kemur Kristrún til með að ræða um víðtækt samstarf landanna á ýmsum sviðum og leiðir til að efla það frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×