Nabil Fekir ætlaði sér að sýna Liverpool hversu góður fótboltamaður hann er Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2018 10:30 Nabil Fekir fagnar marki sínu með liðsfélögunum í gær. Vísir/Getty Nabil Fekir var nálægt því að fara til Liverpool í sumar en á endanum varð ekkert af kaupum enska liðsins á þessum franska landsliðsmanni. Stuðningsmenn Liverpool og aðrir fengu smá sýningu á því í gær hvað Liverpool missti af þegar félagið keypti Nabil Fekir ekki frá Lyon. Nabil Fekir var nefnilega maðurinn á bak við sigur Lyon á Manchester City á Ethiad leikvanginum í Meistaradeildinni í gær. Nabil Fekir var með fyrirliðabandið og lagði upp fyrra markið síns liðs áður en hann skoraði annað markið með flottu skoti. Lyon vann leikinn á endanum 2-1. Norska sjónvarpsstöðin ViaSport var með mann á staðnum og fékk Nabil Fekir í viðtal eftir leikinn. Norski sjónvarpsmaðurinn spurði Frakkann hvort markið væri „hefnd“ fyrir það að kaupin gengu ekki eftir. Nabil Fekir vildi ekki taka svo djúpt í árina en sagði þetta mál hafa hjálpað honum að gera hann enn tilbúnari í þennan fyrsta leik liðanna í Meistaradeildinni í vetur. „Þetta var ekki hefnd en ég vildi sýna það og sanna að ég er góður leikmaður,“ sagði Nabil Fekir við ViaSport eins og sjá má hér fyrir neðan..@NabilFekir: – I want to prove I'm a good player. (@JanAageFjortoft) pic.twitter.com/qAZYLXKApb — Viasport Fotball (@ViasportFotball) September 19, 2018Nabil Fekir lék fyrir aftan framherjann í leikkerfinu 4-4-1-1 en Memphis Depay var fremstur. Þetta var bæði fyrsta markið og fyrsta stoðsendingin hjá Nabil Fekir í Meistaradeildinni en hann náði ekki að skora eða leggja upp í sex leikjum sínum með Lyon tímabilið 2016-16 og missti af 2015-16 tímabilinu vegna krossbandaslits. Nabil Fekir var ekki með Lyon liðinu í tveimur fyrstu umferðunum en kom inná sem varamaður í þriðju umferð. Þetta var þriðji byrjunarliðsleikur hans á leiktíðinni og annar leikurinn í röð sem hann skorar. Nabil Fekir skoraði einnig annað marka Lyon í 2-2 jafntefli við Caen í frönsku deildinni um síðustu helgi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira
Nabil Fekir var nálægt því að fara til Liverpool í sumar en á endanum varð ekkert af kaupum enska liðsins á þessum franska landsliðsmanni. Stuðningsmenn Liverpool og aðrir fengu smá sýningu á því í gær hvað Liverpool missti af þegar félagið keypti Nabil Fekir ekki frá Lyon. Nabil Fekir var nefnilega maðurinn á bak við sigur Lyon á Manchester City á Ethiad leikvanginum í Meistaradeildinni í gær. Nabil Fekir var með fyrirliðabandið og lagði upp fyrra markið síns liðs áður en hann skoraði annað markið með flottu skoti. Lyon vann leikinn á endanum 2-1. Norska sjónvarpsstöðin ViaSport var með mann á staðnum og fékk Nabil Fekir í viðtal eftir leikinn. Norski sjónvarpsmaðurinn spurði Frakkann hvort markið væri „hefnd“ fyrir það að kaupin gengu ekki eftir. Nabil Fekir vildi ekki taka svo djúpt í árina en sagði þetta mál hafa hjálpað honum að gera hann enn tilbúnari í þennan fyrsta leik liðanna í Meistaradeildinni í vetur. „Þetta var ekki hefnd en ég vildi sýna það og sanna að ég er góður leikmaður,“ sagði Nabil Fekir við ViaSport eins og sjá má hér fyrir neðan..@NabilFekir: – I want to prove I'm a good player. (@JanAageFjortoft) pic.twitter.com/qAZYLXKApb — Viasport Fotball (@ViasportFotball) September 19, 2018Nabil Fekir lék fyrir aftan framherjann í leikkerfinu 4-4-1-1 en Memphis Depay var fremstur. Þetta var bæði fyrsta markið og fyrsta stoðsendingin hjá Nabil Fekir í Meistaradeildinni en hann náði ekki að skora eða leggja upp í sex leikjum sínum með Lyon tímabilið 2016-16 og missti af 2015-16 tímabilinu vegna krossbandaslits. Nabil Fekir var ekki með Lyon liðinu í tveimur fyrstu umferðunum en kom inná sem varamaður í þriðju umferð. Þetta var þriðji byrjunarliðsleikur hans á leiktíðinni og annar leikurinn í röð sem hann skorar. Nabil Fekir skoraði einnig annað marka Lyon í 2-2 jafntefli við Caen í frönsku deildinni um síðustu helgi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Sjá meira