Einn leikmaður Roma fékk mikla ást á Bernabeu í gærkvöldi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2018 15:15 Kostas Manolas fagnar markinu sínu á móti Barcelona í átta liða úrslitunum í fyrra. Vísir/Getty Grikkinn Kostas Manolas er vinsæll meðal stuðningsmanna Real Madrid þrátt fyrir að hann hafi aldrei spilað fyrir spænska félagið. Þetta kom vel í ljós í gær þegar Kostas Manolas og félagar í ítalska félaginu AS Roma heimsóttu Real Madrid á Santiago Bernabeu í Meistaradeildinni. Stuðningsmenn Real Madrid fögnuðu nefnilega gríðarlega þegar vallarþulurinn las upp nafn Kostas Manolas fyrir leikinn eins og heyra má hér fyrir neðan.Kostas Manolas appears to be pretty popular with the Real Madrid fans #ASRoma#UCLpic.twitter.com/JzfCksKpaV — AS Roma English (@ASRomaEN) September 19, 2018Ástæðan er án efa markið sem Kostas Manolas skoraði í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Grikkinn endaði þá Meistaradeildardrauma Barcelona. Kostas Manolas tryggði AS Roma 3-0 sigur á Barcelona í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Markið skoraði hann með skalla á 82. mínútu leiksins en þetta var aðeins eitt annað af tveimur mörkum hans í allri Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Barcelona hafði unnið fyrri leikinn 4-1 en þriðja markið hjá Roma sá til þess að ítalska liðið fór áfram á markinu sem það skoraði í fyrir leiknum á Nou Camp. Þessi sigur AS Roma er einn sá óvæntasti í seinni tíð ekki síst vegna þess að Barcelona vann þriggja marka sigur í fyrri leiknum. Real Madrid þurfti því ekki að hafa áhyggjur af Barcelona liðinu í Meistaradeildinni og fór alla leið og tryggði sér titilinn þriðja árið í röð. Leikmenn Real Madrid voru þó ekki eins góðir við Kostas Manolas og stuðningsmennirnir því Real Madrid vann leikinn í gær 3-0. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti Fleiri fréttir Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Sjá meira
Grikkinn Kostas Manolas er vinsæll meðal stuðningsmanna Real Madrid þrátt fyrir að hann hafi aldrei spilað fyrir spænska félagið. Þetta kom vel í ljós í gær þegar Kostas Manolas og félagar í ítalska félaginu AS Roma heimsóttu Real Madrid á Santiago Bernabeu í Meistaradeildinni. Stuðningsmenn Real Madrid fögnuðu nefnilega gríðarlega þegar vallarþulurinn las upp nafn Kostas Manolas fyrir leikinn eins og heyra má hér fyrir neðan.Kostas Manolas appears to be pretty popular with the Real Madrid fans #ASRoma#UCLpic.twitter.com/JzfCksKpaV — AS Roma English (@ASRomaEN) September 19, 2018Ástæðan er án efa markið sem Kostas Manolas skoraði í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Grikkinn endaði þá Meistaradeildardrauma Barcelona. Kostas Manolas tryggði AS Roma 3-0 sigur á Barcelona í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Markið skoraði hann með skalla á 82. mínútu leiksins en þetta var aðeins eitt annað af tveimur mörkum hans í allri Meistaradeildinni á síðustu leiktíð. Barcelona hafði unnið fyrri leikinn 4-1 en þriðja markið hjá Roma sá til þess að ítalska liðið fór áfram á markinu sem það skoraði í fyrir leiknum á Nou Camp. Þessi sigur AS Roma er einn sá óvæntasti í seinni tíð ekki síst vegna þess að Barcelona vann þriggja marka sigur í fyrri leiknum. Real Madrid þurfti því ekki að hafa áhyggjur af Barcelona liðinu í Meistaradeildinni og fór alla leið og tryggði sér titilinn þriðja árið í röð. Leikmenn Real Madrid voru þó ekki eins góðir við Kostas Manolas og stuðningsmennirnir því Real Madrid vann leikinn í gær 3-0.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti Fleiri fréttir Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Sjá meira